Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 25
Fyrst?. stefnumót þeirra við menninguna. Xavantesindíánar í hátíðaskrúða standa í biðröð við kalda borð-
ið á hótelinu.
Hann virtizt líka alveg rólegur, þótt
hann heí'ði aðeins verið tvo daga í menn-
ingunni, þá hafði hann yfirgefið ættflokk
sinn, fólkið með undirskálavarirnar, sem
Jifði að hætti steinaldarmanna, í fyrsta
sinn.
DÁNARTALAN EYKST MIKIÐ.
Þetta mikla mót Indíána á Bananal,
var ekki sett á svið til skemmtunar fvrir
ferðamenn. Þvert á móti. Þetta var liður
í baráttu Brasilíustjórnar til að kvnna
frnmbyggjum landsins nýja lifnaðar-
hætti, og' ræða um livað hægt væri að
gera til að vernda þessa ættflokka fyrir
því sem gæti haft skaðleg áhrif á þá.
Margir þessara ættflokka lifa að hætti
steinaldarmanna. Þeir hafa aðeins mjög
frumstæð áhöld og verkfæri, og brauð-
fæða sig aðallega á veiðum og villigróðri.
A síðari árum hefir ekki verið hægt að
komast hjá því að þeir komist í snert-
ingu við menninguna, og það er tákn-
rænt að dánartalan hækkar mikið hjá
þeim, eins og hjá öðrum frumstæðum
þjóðum. Smitunarsjúkdómar hafa verið
algerlega óþekktir í frumskóginum, svo
þeir hal'a aldrei getað myndað mótefni.
Indíáninn með „undirskálar“-vörina er ekki í nein-
um vandræðum með að innbyrða hina ljúffengu
rctti. Þaó er ekki ýkja langt síðan aö ættmenn hans
voru mannætur.
— I frumskóginum fann ég lík af Ind-
íánakonu með nýfætt barn, sem var að
reyna að sjúga brjóst móður sinnar lát-
innar, sagði einn Brasilíumaðurinn. —
Konan varð inflúensu að bráð.
En í héruðum, sem hafa verið undir
umsjá bræðranna Claudio og Orlando
Vilás-Boas og -Joao Americo Peret, hefir
töluvert verið unnið á og dánartalan
lækkað mikið.
— Indíánar eru námsfúsir og tillits-
samir, segir Peret. — Þeir koma langar
leiðir, til að láta skoða sig', bólusetja og
revna að fá bót roeina sinna.
Það er einkennilegt að margir þessir
ættflokkar, þar á meðal „undirskálavar-
irnar“ þekkja ekkert til læknandi jurta.
En á sumum sviðum standa þeir hvitum
mönnum framar, eins og til dæmis með
getnaðarvarnir. Þarna í frumskóginum
er það algengast að ekki fæðast nema
tvö börn í hverri fjölskyldu. Konurnar
drekka nefnilega te, sem gerir þær ó-
frjóar um langt skeið. Þetta „getnaðar-
varna“ te er búið til úr jurt sem heitir
„Me-Kra-Ken-Díó“. Annar drykkur,
sem búinn er til úr „Tairanil" jurtinni
gerir konurnar frjóar á ný.
Fundurinn var settur með því að for-
seti Brasilíu, Costa e Silva, þakkaði
bræðrunum Vilas-Boas fyrir einstakt
framlag þeirra til bjargar þessum ;rtt-
flokkum. Síðan bauð hann Joao Americo
Peret að koma til Rio de Janeiro með
Framhald á bls. 45.
„í fyrsta. sinn, í fyrsta sinn . . .“ gæti staðið sem texti við allar þessar myndir. í fyrsta sinn í húsi með
fjórum veggjum — með verkfæri í höndum — í bát — í buxum . . .