Vikan - 09.07.1970, Qupperneq 27
UMSJÖN: DRÖFN H.
FARESTVEIT,
HÚSMÆÐRAKENNARI
Sherrydrykkur
1 Itr. mjólk
'/2 fl. sherry
4 msk. sykur
150 gr. saxaðar möndlur .
vanillustöng
2 eggjarauður
Sjóðið mjólkina hægt með van-
illustönginni og möndlunum og lát-
ið standa dágóða stund. Eggjarauð-
urnar þeyttar með sykri og víni.
Síið mjólkina og þeytið ca. V2
hennar í eggjablönduna. Hellið
eggjablöndunni síðan saman við það
sem eftir var af mjólkinni og hitið
upp að suðu, en látið ekki sjóða.
Stráið örl. af múskati yfir í hvert
glas.
ÞaS getur verið skemmtilegt og skapar
oft heillandi andrúmsloft að
bera fram eitthvað nýtt. Hér eru t.d.
ýmsir drykkir, flestir
án alkóhóls, en þrátt fyrir það,
skapa notalega „stemningu".
26 VIKAN 28’ tbl
Brasilíusúkkulaði
V2 Itr. heit mjólk
vanillusykur ef vill
50 gr. suðusúkkulaði
2 msk. sykur
(ögn af salti)
Kanell á hnífsoddi
V2 Itr. sterkt kaffi
Bræðið súkkulaði og sykur í heitu
kaffinu. Setjið sjóðandi mjólkina
í. Bragðið til með kanel og vanillu-
sykri eftir smekk og ef til vill meiri
sykri.
Appelsínusúkkulaði
1 kúfuð tsk. kakó
ca. 21/2 tsk. sykur
vatn
safi úr einni appelsínu
engifer
sítrónuhýði
appelsínuhýði
Sykur og kakó hrært út með vatni
(eins og þegar kakó er útbúið).
Suðan aðeins látin koma upp. App-
elsínusafanum bætt í. Hitað aftur en
má alls ekki sjóða. Bragðað til með
engifer og gfösin skreytt með
sítrónu- og appelsínuhýði.
1. Fata Morgana
Hellið 2 msk. af lime-djús (fæst
í dósum) yfir nokkra ísmola og bæt-
ið V2 flösku af gosdrykk á, t.d.
sítróni, pommac eða einhverjum
þessháttar drykk. Setjið lítinn á-
vaxtabita í, t.d. ananasbita. V2 app-
elsínusneið og gjarna nokkur vín-
ber í. Skreytið glasbarminn með
sítrónusneið. Ef vill má setja nokkra
dropa af gin eða vodka saman við.
2. Alexander-kaffi
1 dl. nougatfs
1/2 dl. mjólkursúkkulaði
1/2 dl. ískalt kaffi
Þetta er allt hrist saman. Isinn
er bezt að mósa með gaffli. Nokkr-
ir dropar af konjaki framhefja bet-
ur bragðið. En því má að sjálfsögðu
sleppa.
3. Kakódraumur
1 dl. rjómabland
1 dl. vanilluís
2 dl. Coca cola
Þetta er allt hrist saman. Nægir
í 1 stórt glas eða 2 minni.
4. Júlídrykkur
Setjið V2 sítrónusneið í glas og
setjið 1 dl, af hvítvíni á, gjarnan
hálfsætt. Setjið 2—3 ísmola í glas-
ið og fyllið með Hi-spot eða kínín-
vatni.
5. Eftirlætisdrykkurinn
1 dl. af jarðarberjaís er blandað
saman við nokkur jarðarber og ca.
1/2 dl. af gosdrykk, t.d. sítróni.
Fyllið síðan glasið með sama gos-
drykk um leið og drykkurinn er
borinn fram.
6. Rauði rúbíninn
1 dl. vfnberjasafi (djús) og 1 dl.
rauðvín (eða rósavín). Setjið í 4
glös og fyllið síðan með sætum
gosdrykk eftir yðar höfði.
7. Gamall vinur
Safinn úr V2 sftrónu
1 dl. rautt vermouth
dál. hi-spot eða kfnínvatn
örl. rifið sítrónuhýði
Þessu er öllu blandað saman, og
hellt á nokkra ísmola.
8. Illusion
Setjið sykurmola á botn í glasi
og nokkra dropa af sítrónusafa.
Kreistið safa úr 1 stórri appel-
sínu og hellið saman við. Fyllið
síðan glasið með ísköldu alkóhól-
lausu víni, Gravensteiner eða þess
háttar. Einfalt en gott.
9. Öl með sítrónu
Hellið nokkrum dropum af lime-
djús (mesta lagi 2 msk.) í stórt glas
og fyllið síðan með fsköldum pilsn-
er.
28. tbi. VIKAN 27