Vikan - 09.07.1970, Síða 30
HEYRA MA
Cþó lægra tátij
ÖMAR VALDIMARSSON
^Hljómplötu
gagnrýni
Trúbrot
Fyrir tæpum hálfum mánuði kom út fyrsta tveggja laga stereo-hlióm-
plata hljómsveitarinnar Trúbrot, og með henni hafa þeir enn á ný sett
sig efst allra skapandi hljóðfæraleikara ungu kynslóðarinnar á íslandi.
Bæði lögin eru eftir gítarleikarann, Gunnar Þórðarson, og er ekki hægt
að segja annað en að mikið er að eitthvað „skeði" á íslenzkri hljóm-
plötu; einhvernveginn er ekki hægt að bera þessa plötu saman við tveggja
laga plötu Oðmanna, sem kom út fyrr á þessu ári.
Lagið sem ég setti ósjálfrátt á A-hlið heitir ,,Ég sé það", og er bæði
lag og texti eftir Gunnar Þórðarson. Það er höfundurinn sem syngur,
ásamt þeim Rúnari Júlíussyni og Shady Owens. Raddirnar eru í fullu
jafnvægi og samræmi hver við aðra, og hljóðfæraleikur mjög góður.
Gunnar Þórðarson hefur fyrir löngu sýnt það að hann er í hópi okkar
beztu gítarleikara, og tekst honum vel að samræma hraða, tækni og
melódíska áferð, eins og bezt sést í enda lagsins hinum megin.
Gunnar Jökull Hákonarson er með skemmtilegri trommuleikurum, og
það er í rauninni hann sem hefur átt hvað stærstan hlut í því tempói
sem hefur einkennt hljómsveitina mest síðan hún varð til fyrir ári síðan;
nokkurskonar staccato-taktur. í hinu laginu, „Ég vil að þú komir", leikur
Jökull á bongótrommur og hvílík hrynjandi.
Rúnar Júlíusson gerði textann við hitt lagið ! sameiningu við Gunnar
Þórðarson, og þó textinn verði seint settur í skólaljóðabækur má telja
hann athyglisverðan, fyrir það að í honum kemur fram lífsskoðun, sem
er orðin mjög útbreidd meðal poppkynslóðarinnar: Ég vil vera
til . ." Meiningin er sú að manneskjan sjálf hafi mest gildi. Rúnar er
í stöðugri framför sem bassaleikari og fléttar leik sinn lipurt inn í heildar-
hljóðfæraleikinn
Karl Sighvatsson hefur lengi einbeitt sér að því að læra að þekkja
sitt hljóðfæri orgelið, og er tæplega hægt að þræta fyrir það sem haldið
hefur verið fram: Að hann sé „undrabarn" á sitt dýra og góða Hammond-
orgel. Það er mikill kraftur í því sem hann gerir og hversu „ruglings-
lega" sem leikur hans hljómar, er hver einasta nóta úthugsuð.
Shady er eina virkilega poppsöngkonan sem Islendingar hafa átt, en
nú er hún á förum til Bandaríkjanna, og er það mikið tjón. Verst er þó
að hún syngur með áberandi erlendum hreim, og kemur það mun betur
í Ijós í laginu „Ég vil að þú komir", en það syngur hún ein. Shady hefur
þel fyrir því sem hún gerir og hún kann að syngja.
í enda lagsins „Ég sé það" er heilmikið hænugagg — og meira að
segja tekur Andrés Önd þátt í því sem er að gerast. Þetta mun eiga að
vera ádeila: Valdhafarnir gagga og góla skoðanir sínar inn í fólkið þar
til allir rjúka upp og segja: — Já, auðvitað. Við sjáum það öll.
Það er góðs viti að þetta fólk, sem gegnir svo mikilli ábyrgð gagnvart
samborgurum sínum og jafnöldrum er farið að taka til máls, bæði í tón-
um og tali.
Flautuleikur Gunnars Þórðarsonar í „Ég vil að þú komir" er leikandi
léttur og fellur sérlega vel við bongótrommuleik Jökuls.
Ekki er plata þessi fullkomin, en þó er hún boðleg á hvaða markaði
sem er, og hún hefur sýnt það að Trúbrot á framtíð fyrir sér á erlendri
grund. Pressun er með því allra bezta sem heyrst hefur, tóngæði frábær,
og plötuumslag, sem er unnið af auglýsingastofunni Argus og prentsmiðj-
unni Grafík, úr tillögum frá Trúbrot, mjög einfalt og mjög skemmtilegt.
30 VIKAN 28-tbl-
Rifjað upp það helzta sem komið hefur fyrir
hljómsveitina alræmdu, Trúbrot, á eins árs
afmælinu.
Á föstudaginn var, þriðja júlí,
átti hljómsveitin JRÚBROT eins árs
afmæli. Okkur þótti tilheyra að
minnast þess á einhvern hátt, svo
það varð úr að við rifjuðum upp
það sem helzt hefur á daga þeirra
drifið í sameiningu við meðlimi
hljómsveitarinnar, og þar af þau
tvö sem nú eru hætt, Karl og Shady.
Það vita allir hver var ástæðan
fyrir stofnun hljómsveitarinnar: —
Við vildum skapa góða tónlist, sagði
Gunnar Þórðarson. — Til að byrja
með gekk það mjög vel — en svo
datt það einhvernveginn uppfyrir,
og við höfum ekki haldið okkur
nægilega vel við efnið.
Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um
þetta manna á meðal — og einnig
innan hljómsveitarinnar — en rétt-
ast er sennilega að taka árið fyrir
samkvæmt fornri hefð: