Vikan - 09.07.1970, Page 31
JÚLÍ:
Fyrsti dansleikurinn var haldinn
í Sigtúni, fimmtudagskvöldið 3. júIí,
og var troðfullt hús. Það er erfitt
að seg|a hvort það var hljómsveitin
eða áheyrendur sem biðu með meiri
eftirvæntingu, en móttökur urðu
m|ög góðar, og mun betri en með-
limir hljómsveitarinnar höfðu átt von
á.
Aðfaranótt sjöunda júlí hélt svo
hljómsveitin til New York, þar sem
hún var ráðin til að leika í ,,Witch
End"-klúbbnum í Yonkers um
þriggja vikna skeið. ,,Witch End" er
lítill klúbbur og ekki mjög þekktur,
en rétt áður en hljómsveitin hætti
fór nafn þeirra að ganga manna
á meðal, og undir lokin hafði .þeim
tekist að ná metaðsókn, við mjög
góðar undirtektir. I New York
komst hljómsveitin i samband við
umboðsskrifstofu sem gerði við þau
samning um að koma til Bandaríkj-
anna og leika þar inn á hljómplöt-
ur, á hljómleikum og i sjónvarps-
þáttum, en enn sem komið er hefur
ekki tekizt að útvega atvinnuleyfi,
svo ekki er gott að segja hvað
verður úr þeim málum. í lok júlí
komu þau svo heim, og segist Gunn-
ar Jökull hafa verið því einna fegn-
astur, því honum hafi ekki þótt
neitt „sérstakt"; Karli og Shady þótti
hinsvegar ferðin mikið ,,upplifelsi".
Það er ef til vill rétt að taka það
fram að hljómsveitin lék ekki út
allan tímann sem hún var ráðin, og
er ástæðan sú að um einhverskonar
samningsrof eða misskilning var að
ræða frá hendi framkvæmdastjóra
klúbbsins, og að auki fannst hljóm-
sveitinni lítið í það varið að leika
fyrir gesti „Witch End".
Gamla Trúbrot og nýja. Karl og
Shady fara, en Magnús kemur í
staðlnn.
ÁGÚST:
Agústmánaður var aðallega not-
aður til æfinga fyrir LP-plötu þá sem
í undirbúningi var fyrir Fálkann, og
eins lék hljómsveitin á dansleikjum
víðsvegar um landið, því alla fýsti
til að sjá og heyra ,,beat-landslið-
ið", eins og hljómsveitin var köll-
uð. í kjölfar stofnunar Trúbrots
fylgdu miklar sviptingar innan
poppheimsins, og margar nýjar
hljómsveitir urðu til og voru end-
urskipulagðar. Einnig var gerður
einn sjónvarpsþáttur með hljóm-
sveitinni, en hann þótti ekki gefa
góða mynd af hljómsveitinni og
þeirri tónlist sem hún hafði ætlað
sér að halda sig við. Astæðan var
sú að fljótlega eftir að sá þáttur
hafði verið sýndur átti að gera ann-
an sem var meira á þeirra sviði,
en vegna ýmissa atburða, sem
greint verður frá síðar í þessu grein-
arkorni, varð ekkert úr því, svo
þessi þáttur er sá eini sem gerður
var með hljómsveitinni Trúbrot á
fyrsta ári hennar.
I rauninni hófst mánuðurinn á
því að hljómsveitin lék á bindind'-
ismannamóti í Húsafellsskógi um
verzlunarmannahelgina, og síðar í
mánuðinum lék hún við stórkost-
legar undirtektir á popphátíð í veit-
ingahúsinu KLÚBBURINN í Reykja-
vík, en þar komu fram allar af-
lögufærar hljómsveitir Reykjavíkur-
svæðisins.
Þann fjórða september var popp-
hátíðin mikla haldin í Laugardals-
höllinni. Um fjárhagslega hlið þess
máls er búið að tala meira en nóg
(tölum ekki of mikið um það leið-
inlega), en ekki er úr vegi að víkja
aðeins að þeim vinsældakosning-
um sem þar voru háðar. Flestir
höfðu frá upphafi spáð Trúbroti ör-
uggum sigri — og þar af leiðandi
átti Rúnar Júlíusson að verða popp-
stjarna ársins 1969. En það fór al-
deilis á annan veg, og í rauninni
var heldur lítið gaman að hljóm-
sveitinni á þessari hátíð, enda átti
hún í alls kyns vandræðum með
tæki sín og tól.
Þannig lítur Trúbrot út nú.
En ef maður fer að líta aftur í
tímann með þessar kosningar i
huga, þá kemst maður að þeirri
niðurstöðu að slik fyrirtæki eru til
hreinnar skammar, og í þessu til-
Reskiavfk - Nmw Virk - londn - Dahnk
Kaupmannahöfn - RevkNvíh
Magnús Kjartansson, hinn nýi
meðlimur Trúbrots.
felli er það þó sérlega eftirleikur-
inn sem hefur verið lítillækkandi
fyrir almenning.
Og síðari hluta september var
svo hljómsveitin bönnuð á Kefla-
víkurflugvelli, fyrir það að leika
„Give Peace a Chance" í 20 mín-
útur — og allir hermennirnir komn-
ir upp á borð og stóla til að syngja
með — um leið og einstakir með-
limir hljómsveitarinnar spurðu sol-
dátana, á all-háværan hátt, hvers
vegna þeir væru í hernum.
Banninu var aflétt fljótlega.
OKTÓBER:
Þann sjötta október var haldið
til Lundúna til að hljóðrita þar 12-
laga hljómskífu, og voru þau öll
útsett eða samin af hljómsveitinni,
aðallega af þeim nöfnum Gunnar
Þórðarsyni og Gunnari Jökli, þó
öll hin hafi og átt sinn þátt í út-
setningum laganna. Umdeildasta
lagið á plötunni er tvímælalausl
„Pílagrímskórinn" úr Tannhauser
eftir Richard Wagner, en Karl Sig-
hvatsson hafði útsett verkið — og
var þar af leiðandi skrifaður höf-
undur þess, þar eð höfundarréttur
er fyrndur.
Ríkisútvarpið tók nokkuð undar
lega, svo ekki sé meira sagt, af-
stöðu í sambandi við þetta lag, og
bannaði allan flutning á því bæði í
hljóðvarpi og sjónvarpi, á þeim for-
sendum að þarna væri verið að
eyðileggja verk meistarans. Allir sjá
hversu hlægilegt það er, og það er
Framhald á bls. 43.
28. tbi. VIKAN 31