Vikan - 09.07.1970, Page 33
Ljósmyndir hans vekja athygli og hann liefur fastan samn-
ing við Vogue, svo hann þarf oft að fara til New York. Þar
á hann líka eina af smábúðum sinum. Áður en hann hóf nám
í ljósmyndatækni, yar hann atvinnuhermaður, útskrifaður
frá Sandhurst; síðan varð hann liðsforingi í lífvarðarsveit
Elisabetar drottningar. En þau eru mikið skyld, móðir Pat-
ricks og Bretadrottning eru systkinabörn. Móðir hans er nú
gift Georg Danaprinsi.
— Patrick er reglulega indæll, segir Britt. Það hefur
enginn tekið svona góðar myndir af mér.
Patrick og Britt ern mikið saman og nýlega fór hún með
honum til New York. Hann virðist mjög ástfanginn af henni
Þessar myndir, sem Patrick tók nýlega bera þa'ð með sér að hann er mjög hrifinn af fyrirsætunni.
Britt Ekland er orðin mjög kunn i Englandi, og myndir af
henni ern oft i blöðunum, enda eru þær ekki af verri endan-
um. Þegar nýja myndin hennar „Stiletto11 var frumsýnd í
London fyrir nokkru, var nafn liennar með risabókstöfum á
undan titli myndarinnar, og er það talið merki þess að hún
er í hávegum höfð.
Auðvitað gel ég þakkað manninum mínum fyrrver-
andi, Peter Seller, fyrir að mér hefur gengið svona vel, síð-
an ég skildi við hann og fór aftur að leika, segir hún við
sænskan blaðamann. Hún vill yfirleitt ekki tala við blaða-
menn, en gerir undantekningu, þegar landi bennar á í hlut.
— Eg er búin að leika í niu kvikmyndum og fer nú innan
skamins til Spánar, til að leika i þeirri tíundu. Victoría litla
dóttir mín hefur verið hjá mömmu í Svíþjóð, en liún kemur
með mér til Spánar. Ég hlakka til að hafa hana hjá mér,
hún er alveg dásamleg. Hún er orðin svo stór, nær mér upp
að mitti, þótt hún sé aðeins fimm ára, en ég er nú ekki risa-
vaxin, eins og sjá má.
Britt Ekland er ákaflega fíngerð, og það getur verið þess
vegna, sem lávarðurinn er svo hrifinn af henni. Hann er
sjálfur smávaxinn og smágerður karlmaður, en virðist stór
samanborinn við Britt.
Þegar liann var kavaler fyrir ríkiserfingjana, Beatrix l'rá
Hollandi og Margaret Danaprinsessu, var hann höfðinu lægri
en þær. En hann er laglegur maður, eiginlega töluvert likur
Byron lávarði.
Thomas Patrick John Anson, fimmti jarl af Lichfield, er
álitinn vera einn af auðugustu piparsveinum Englands. Fað-
ir hans, sem var fráskilinn og kvæntur á ný, lézt á undan
föður sínum, svo Patrick erfði titilinn árið 1960, þegar afi
lians lézt. Hann býr sjaldan í höll sinni i Stafford, en heldur
aðallega til i glæsilegri íbúð í London, þar sem hann hefur
vinnustofur sínar.
og líklega er það þess vegna, sem hann tekur svona góðar
myndir af henni.
Britt býr í lítilli, en glæsilegri íbúð, en hefur i huga að fá
sér stærri íbúð, því luin segist hvergi vilja búa nema i Eng-
landi. — Þar eru allir vinir mínir, og Victoría þarf að ganga
í skóla í vetur.
Eklci vill hún viðurkenna að hún ætli að giftast Patrick á
næstunni, en við sjáum nú til. ...
☆
28. tbi. VIKAN 33