Vikan


Vikan - 09.07.1970, Page 34

Vikan - 09.07.1970, Page 34
Ég var ekki hrifin af símanum. Mér finnst alltaf eitthvað ógnvekjandi við venjulega síma- hringingu. Það er einkennilegt, en ég hefi haft þessa til- finngu lengi. Einu sinni var ég þó sátt við símann, það var þegar ég var bara húsmóðir og heima allan daginn, en það var ekki langur tími. Þetta er fallegur, hvítur sími, og um hríð var það eini tengiliður minn við umheiminn. Það var honum að þakka að ég gat talað við mömmu, hvenær sem mér datt i hug, ,og skipt skoðunum við vinkonur mínar; sagt Sten manninum mínum, hve heitt ég elsk- aði hann, þegar hann hringdi til mín á daginn. En svo missti ég fóstrið, og litli, hvíti síminn breyttizt á einni nótu. Nú átfi ég aldrei von á skemtmilegu símarabbi, eina fólkið sem hringdi, var að samhryggjast mér, segja mér hve það fann til með mér. Læknirinn sagði mér að það væri ráðlegt að ég yrði ekki barnshafandi fyrst í stað. Og þegar allir voru orðnir leiðir á að hringja til að vor- kenna mér, sótti ég um og fékk mitt fyrra starf. sem einkaritari hjá stóru auglýsingafyrirtæki. Þar hringdi síminn stöðugt, allan daginn, en þau símtöl voru bráðnauðsynleg. Þegar ég kom heim frá vinnu, dauðþreytt eftir erilsaman dag á skrifstofunni, óskaði ég þess innilega að síminn hringdi ekki. En það skyldi aldrei bregðazt, að þegar ég var einmitt byrjuð á einhverju verki, eða þá að ég var ör- þreytt, þá hringdi þetta óféti. Ég hataði símann. Ég óskaði þess innilega að við gætum komizt af án hans. En Sten var ekki í miklum vandræðum með að ræða við fólk í símann. Hann talaði aldrei augnabliki lengur en brýn þörf krafði, eða hann hafði löngun til sjálfur. Vinkonur mínar sögðu oft; — Mikið er notalegt að tala við manninn þinn í síma, hann er alltaf svo glaðlegur. Þetta var reyndar táknrænt fyrir Sten. Honum kom saman við allt og alla, alltaf rólegur og hygginn. Ég óskaði þess oft og innilega að ég væri svolítið lík honum á þessu sviði. Svo var það síðdegis í febrúar, einn rign- ingardag. Við vorum rétt komin heim úr vinn- Ég varð máttlaus þegar ég heyrði röddina í símanum. Þetta var faðir minn, sem hafði yfirgefið okkur mömmu þegar ég var lítil. Hann var mín fyrsta ást — og nú var hann í símanum......... JEAN STUBBS unni, ég reyndar nokkru áður, eins og venju- lega, þegar þetta fjárans tól tók að hringja. — Elsku Sten ? sagði ég. Hann varð kíminn á svip, lyfti brúnum og tók upp símtólið. — Já, en hún er nú í baði . . byrjaði hann. Svo breyttist svipur hans. — Hver? Jæja, já. Ég skal kalla í hans strax. Sten gerði aldrei neitt til hálfs. Hann stóð upp og gekk fram hjá mér. — Anita, ástin mín! kallaði hann í áttina að baðherberginu. Svo gekk hann til baka, tók upp símann og sagði: — Hún kemur. Hún ætlar bara að fara [ slopp. Hann lagði höndina yfir taltækið og hvíslaði að mér: — Reydu að taka þessu með ró, ástin mín, — þetta er faðir þinn. Hann vill endilega hitta þig í kvöld. Svo sagði hann í símann: — Hún kemur fljótt. Reyndar er ég eiginmað- ur hennar. Jú, einmitt. Nei, við höfum ekki hitt hvorn annan. Þér hafið líklega ekki séð hana heldur, eftir því sem mér hefir skilizt. Já, þetta hlýtur að verða mikill viðburður fyrir ykkur bæði. Þegar ég hafði náð mér það vel að ég kiknaði ekki í hnjánum, stóð ég upp og gekk að sim- anum og sagði — Halló? Við ókunnan mann. Ég starði fram fyrir mig, fram hjá Sten, út um gluggann, og í litla, hvíta tólinu heyrði ég röddina í minni fyrstu ást, rödd sem talaði við mig. Hann hafði yfirgefið okkur mömmu þegar ég var fjögra ára, og ég hafði ekki séð hann síð- an. í fyrstu hafði aldrei verið rætt um skilnað. Hann var vega- og vatnsveitu-verkfræðingur, og hafði fengið góða vinnu í útlöndum, Eþiópíu að ég held. Við mamma áttum svo að fara til hans, þegar hann væri búinn að koma sér fyrir. En smátt og smátt komst mamma að því að hann ætlaði ekki að koma heim aftur, og að hann kærði sig raunar ekki um að fá okkur til sín. Og þá kom að því að þau skildu. Þau höfðu aldrei rifizt, og líklega elskaði hann okkur á sinn hátt. En hann var ævintýramaður, vildi sjá sig um í heiminum, — vera frjáls, 34 VIKAN 28-tbI'

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.