Vikan


Vikan - 09.07.1970, Síða 48

Vikan - 09.07.1970, Síða 48
FRÆGDIN EYBILAGOI HAMINGJU HENNAR Fyrir nokkrum mánuðum sagði Nyree Dawn Porter: — Þetta er mjög erfitt, ég sit og bíð. Ef ég væri ekki svona hamingjusöm í hjónabandinu, væri þetta alveg óbærilegt. Nyree Dawn Porter hefir oft kvartað undan því að hún þekkist allsstaðar. Hún hefir alltaf viljað hafa einkalíf sitt í friði. Hún hafði verið gift í ellefu ár, leikaranum Brian O'Leary frá Nýja Sjá- landi. Vinir þeirra hafa sagt að þau hafi alltaf ver- ið mjög hamingjusöm og ánægð í hjónabandinu. En nú fyrir skömmu varð Nyree Dawn Porter fyrir mikilli sorg. Maðurinn hennar lézt á slysa- legan hátt. Nyree varð að koma fyrir dómstólana og greina frá einkalífi sínu, sem hún hafði alltaf frekar viljað halda leyndu. Hún hafði hjálpað manni sínum, eftir að hann hafði fengið tauga- áfall. Hann hafði verið drykkjumaður og verið á hæli fyrir drykkjusjúklinga. En hann var kominn vel yfir það, og hafði fengið atvinnu sem skemmti-kraftur á skemmtiferðaskipi. Bréfin frá honum báru vott um það að honum liði vel og að hann væri ánægður með starfið. Þegar hann kom heim til London, var hann mjög þreyttur og sagð- ist ætla að sofa reglulega vel út . . . En þegar brotizt var inn í herbergi hans, var hann látinn, hafði tekið svefntöflur ofan í viský. Líklega hefir hann ekki vitað um hættuna, sem er því samfara, sögðu dómararnir. Milljónir karlmanna um allan heim dáðu hana í hlutverki Irene. Hún var draumakonan, kynþokki hennar sérstakur, sögðu þeir. I mörg ár hafa milljónir manna, allt frá Hon- kong til Mexikó og frá Uruguay til Finnmerkur, flýtt sér heim á vissum tímum, til að fylgjast með vandamálum þeirra Irene og Soames Forsyte. Framhaldsþættirnir eru nú sýndir í fjórða sinn í BBC. En hver og hvað er Irene? Nyree Dawn Porter segir: — Aðdráttarafl Irene liggur í því að hún er allt í öllu, — eiginkona, ástmey, undirgefin, ástríðufull og líka nokkuð léttúðug. Ef ég hefði verið í sporum Irene Forsyte, gift manni, sem ég hefði andúð á og því síður elsk- aði, og verið uppi á þessum tímum, hefði ég gert nákvæmlega það sama og Irene. Það er mjög auðvelt fyrir okkur að dæma kon- ur í þessum kringumstæðum. En hugsið ykkur hvernig lífið var fyrir fátækar stúlkur á þeim tímum, stúlkur, sem hvorki höfðu nokkur fjárráð eða ættingja. Þær hljóta að hafa verið eins og mýs í gildru. Nyree Dawn Porter kom til Englands frá Nýja Sjálandi í lok fimmta tugarins, til þess að leika í reynslukvikmynd, en af því varð aldrei. Hún fékk nokkur hlutverk á leiksviði og lítil sjónvarpshlut- verk. En hún var ekki heppin. Hún varð líka veik, fékk gulu og áverki í baki, tók sig upp En svo kom Saga Forsyteættarinnar. Hún segirsjálf að líklega hefði hún getað orðið ein af ríkustu konum í London, ef hún hefði vilj- að nota sér vinsældirnar til að koma sér inn í við- skiptalífið. En síðar komu erfiðir dagar. — Irene hafði einhvernveginn skriðið inn í mig. Mér voru boðin ýms hlutverk, en ég gat ekki ákveðið mig. Eftir að hafa haldið til í sjón- varpssalnum allar þessar vikur, var ég svo fegin Framhald á bls. 45. Frægðin, sem hún hiaut, fyrir leik sinn, sem Irene í Sögu Forsyteættarinnar, stóð í vegi fyrir því að hún fengi góð hlutverk... 48 VIKAN 28- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.