Vikan - 16.07.1970, Side 9
r t
Sumarið hófst með fyrstu alþjóðlegu listahátíðinni
hér á landi, og má með sanni segja, að ekki hefur
í annan tíma verið blómlegra menningarlíf hér í
höfuðborginni en meðan hún stóð yfir. Hlutur tón-
listarinnar var fyrirferðarmestur, en einnig setti
myndlistin sinn svip á hátíðina. Einn af ótalmörg-
um liðum Listahátíðar var útisýning höggmynda á
Skólavörðuholti, sú fjórða í röðinni, en sýningar
þessar eru nú orðinn fastur og ómissandi þáttur í
borgarlífinu. Flestir munu ljúka upp einum munni
um, að þessar útisýningar hafi orðið íslenzkri högg-
myndalist mikil lyftistöng. Áður var skúlptúrinn
venjulega sýndur ásamt málverkum og varð þá hálf-
gerð hornreka, og að auki ógerningur að sýna stærri
verk nema utandyra. Að þessu sinni voru sýnd 25
verk eftir 19 myndhöggvara. Fjölbreytni verkanna
og nýstárleiki sumra þeirra leiddi glöggt í ljós,
hversu mikil gróska er í höggmyndalistinni hér á
landi um þes-sar mundir. — VIKAN birtir hér nokkr-
ar svipmyndir frá útisýningunni á Skólavörðuholti.
LJÓSMYNDIR: EGILL SIGURÐSSON.
111
|||g||||||
1111111I
tV- <1
{
: I
•:
Ragnar Kjartansson, for-
maður sýningarnefndar,
dregur fána að hún á
Skólavörðuholti og opnar
þar með fjórðu útisýning-
una, sem haldin er hér á
landi. Ragnar var einn að-
al hvatamaður þessara
sýninga, sem nú eru orð-
inn ómissandi liður í
menningarlífi höfuðstaðar-
ins, en hugmyndina mun
Asmundur Sveinsson hafa
átt.
Verk Jóns Gunnars Árna-
sonar var heiðgult að lit
og hét Poitiskur realismi.
Það er gert úr stáli, plasti
og gleri. Oðru stóru verki
eftir Jón Gunnar var kom-
ið fyrir á Hagatorgi, rauðu
auga, sem snerist í hring.
29. tbi. VIKAN 9