Vikan


Vikan - 16.07.1970, Side 22

Vikan - 16.07.1970, Side 22
Hennar keíjsaralega tign HIN SPENNANDI FRAMHALDS- SAGA EFTIR HUGO M. KRITZ 13. HLUTI Milly heyrði hinar hræðilegu fréttir við höfnina í Ensenada. Þrímastra skonnortan „St. Margaret" hafði lent í óveðri og sokkið.... Milly hljóðaði upp yfir sig og leið út af í arma móður sinnar... 22 VIKAN 29- tbl- Eftir að von Laaba hafði verið leystur af vakt, gat Jóhann Salvator laumast út um garðshliði sem var hulið sýrenurunna. Hann hafði klætt sig í sítt, svart slá og barðastóran hatt, sem hann dró niður á ennið. Hann leit eiginlega út eins og listamaður. Þar sem hann gat reiknað með að fljótlega kæmist upp um flótta hans, þá varð hann að fara krókaleiðir. Auðvitað yrði það tekið sem gefið að hann fæi beint til Zúrich til að hitta Milly Stubel, svo það var öruggt að allar lest- ir á þeirri leið yrðu rannsakaðar. Þessvegna fór hann syðri leiðina, til Tri- este og tók póstskipið þaðan til Feneyja. Þar var hann kominn á ítalska grund og gat ó- hikað sent Milly skeyti. Því næst fór hann gegnum Milanó til Zúrich. Hann náði í hest- vagn á stöðinni og ók til „Baur au Lac“. Tíu mínútum síðar lá Milly grátandi í örmum hans. — Ó, Gianni, stamaði hún, — hversvegna komstu hingað? Það er hættulegt! Ég er bú- in að lofa að hitta þig aldrei framar ... Hann fann að hún titraði í örmum hans og hann strauk blíðlega hár hennar. — Svona, svona, ástin mín, vertu ekki svona hrædd. Þeir neyddu þig til að skrifa undir þetta andstyggðar plagg. En ég sver við allt sem mér er heilagt að ekkert skal framar skilja okkur að, hvað svo sem þú hef- ir skrifað undir. Það hefir enginn vald til að gera slíkt! — Jú, þeir hafa það, Gianni. Milly losaði sig úr örmum hans og hné niður í stól, tók upp vasaklút og þurrkaði augun. — Þeir ná þér, þeir vilja koma þér á kné, og þeir finna einhver ráð til að gera það, ég veit það Gi- anni. Hann leit á hana, skilningsvana. — Koma mér á kné? Hann hló hjartanlega. — Og þeir hafa hótað þér því, til að koma þér á kné? Er það allt og sumt? Vesalingurinn litli, og þú hefir trúað þessum skepnum! — Þú mátt ekki hlæja, Gianni! Landauer lögfræðingur sagði mér það, og... — Landauer lögfræðingur! O, svei, hann þarf ekki annað en opna munninn, þá blæs hann út tíu lygum í einu. Hann er ekki lög- fræðingur fyrir ekki neitt. Hvernig hafði hann hugsað sér að koma mér á kné? — Ekki hann sjálfur . .. Milly var hálf- rugluð vegna þess hve Gianni tók þessu lvtti- ’e-a. — En h"nn s''nd' mér bréf frá Albrecht re" var stílað til yfirhirðmeist- r"?ns. þpr strð ... hún komst ekki lengra. — ’Nú'i. o» hvað skrifaði hetian frá Cust- ozza? Að hann hafi sofnað af þreytu, eða hvað? Milly kreisti saman hendurnar. — Þú verð- ur að hlusta á mig, Gianni! Það varðar fram- tíð þína. Ef að við skiljum ekki, þá ætlar hann að koma því í gegn hjá keisaranum að þú missir bæði titil og öll réttindi sem erki- hertogi! Þá þagnaði Gianni. Hann starði á Milly í nokkrar sekúndur, eins og að hann hefði ekki skilið það sem hún var að segja. — Hvað ertu að segja, að ég missi erkiher- togatitilinn? Milly sá hve mikið honum varð um þetta og fór aftur að gráta. — Hann kemur því ábyggilega í gegn, Gi- anni. Þú veizt að hann hatar þig! Hann gefur þetta ekki upp á bátinn, fyrr en keisarinn lætur undan, — og keisarnn hefir ekki verið þér vinsamlegur heldur! — En hvert þó í heitasta, — hvað kemur þetta þér við? Á ég að skilja það þannig að ég megi allra mildilegast verða erkihertogi til æviloka, ef ég skil við þig! Þvílíkar rök- semdir ... Eins og þú sért ástæðan. Ég skal segja þér eitt, þú ert ábyggilega ekki ástæðan, heldur ætla þeir að nota það sem ástæðu! Milly lyfti tárvotu andlitinu. — Jú, Gianni, það segja þeir. Ég er orsökin að þessu öllu, ég hefi aldrei fært þér annað en óhamingju. Allt hefir misheppnast fyrir þér, síðan þú kynntist mér. Þessvegna verðum við að skilja, Gianni, — fyrir fullt og allt! Jóhann Salvator hristi höfuðið. — Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta! Góði, gamli Albrecht frændi! Þótt hann hati mig eins og pestina, þá ætlar hann að bjarga mér frá þér, svona voðalegri manneskju! En hvað þetta er hugljúft! Vegna þess að þú ert minn illi andi, eins og ég var hinn illi andi Rudolfs. Þetta er algert brjálæði! Karlinn veit svo vel að ég sleppi þér aldrei. Hann reiknar með því! Hann notar það sem ástæðu, til að ryðja mér úr vegi, — skilurðu þetta ekki? Milly skildi það ekki vel, enda var það ekki mikilvægt nú. — Þótt þetta sé aðeins átylla, þá verða afleiðingar þær sömu. Eða heldurðu að hann meini ekkert með þessu? -— Jú, það gerir hann, honum er mikil al- vara! Hann hefir hugsað um þetta í fleiri ár. Þetta er það eina, já, það mesta, sem hann getur gert mér. Að láta gera mig rækan úr þessari fínu fjölskyldu með smán, það væri örugglega hápunkturinn í hans heiðursríka lífi. En ég ætla að sjá til þess að hann verði af þeirri ánægju! — Þá ertu loksins að komast til sjálfs þín! sagði Milly. — Trúðu mér, Gianni, þú verður að fara strax til Vínar. Láttu þá ekki fá ástæðu til að koma þér á kné. En hún skildi ekki hvað hann var að fara. Hann leit allt öðrum augum á þetta. Á þessu andartaki hafði hann tekið ákvörðun, sem ekki yrði haggað, þá sögulegu ákvörðun, sem skrifuð yrði í sögu Habsborgarættarinnar um alla frámtíð. — Aftur til Vínar? Hann r-eigði höfuið þrjóskulega. — Nei, nú er því lokið að lúta þessum fornu hugmyndum, — þeir skulu svei mér fá að vita við hvern þeir eiga. Milly horfði hræðslulega á hann. — Hvað áttu við með því? — Að ég afsala mér erkihertogatitlinum af eigin frjálsum vilja.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.