Vikan - 16.07.1970, Side 27
tilviljun uppgötvaði kunn-
áttumaður einn um lista-
verk að nokkrar af mynd-
unum voru vafasamar.
Meadow kallaði þá á vett-
vang heilan her af safn-
mönnum og listaverkasöl-
um, sem kunnu sitt fag, og
þá sýndi sig að. hann átti
heimsins stærsta safn af
falsaðri list. Engin einasta
mynd var ekta. Hitt grun-
aði engan að allar þessar
myndir, sem gerðar voru
með ýmsri tækni og í nafni
margra listamanna, væru í
rauninni eftir einn og sama
manninn..
Alþjóðlegi listaverka-
markaðurinn reyndi að
þagga hneykslið niður með
makki og tilboðum um
endurgreiðslu og skipti af
hræðslu við að þetta kynni
að koma óorði á alla þessa
kaupsýslugrein. En Mea-
dow var ævareiður og
kærði málið fyrir dómstóli.
En ekki tókst að koma
dómi yfir mennina þrjá í
falsklíkunni, að minnsta
kosti ekki fyrir það sem
þeir höfðu gert. De Hory,
sem eftir langan og strang-
an starfsdag hafði setzt í
helgan stein á Ibiza, var
vísað úr landi af spænsk-
um yfirvöldum á þeim for-
sendum að hann væri
hommi. Legros flýði heim
til Egyptalands og Lessard
til Sviss. Þar sat hann inni
nokkra mánuði fyrir að
vera með ógilt vegabréf.
En eftir sat hin alþjóð-
lega mafía listaverkasala
og gat ekkert sagt nema að
maður á borð við de Hory
hefði aldrei verið til og
vonandi væri að hans líki
kæmi aldrei fram.
De Hory var og er aðlað-
andi, fágaður, fjörlegur
heimsmaður, sem á auðvelt
með að komast í sambönd.
Hann er kynvillingur og fer
ekki dult með, en stýrði
þeirri hneigð af vissum af
vissum þokka og hneyksl-
aði engan í hópum þeim er
hann einkum hélt sig í.
Hann var dæmigerður mið-
evrópskur yfirstéttar-
snobbi, sóttist eftir að um-
gangast fína menn og
þekkta og hafði stöðugt á
hraðbergi nöfn allskonar
stórmenna sem hann sagð-
ist vera í kunningsskap við:
Marilynar Monroe, Konst-
antíns Grikkjakonungs,
herltogynjunnjair af þessu
og greifynjunnar af hinu.
Hvar sem hann kom í
heimsókn gat hann verið
viss um að einhver gæfi sig
fram og hrópaði með hana-
stélsrödd: El-myr! Og þá
var hann inni.
Elmyr hafði ekki snefil
af peningaviti og ekki er
hægt að segja að hann væri
laus við alla skapgerðar-
galla. En hann var mjög
viðfelldinn náungi ' og
reyndist hafa óvenjumikla
snilligáfu til að líkja eftir.
Hann taldi lengstaf sjálfum
sér trú um að hann stund-
aði falsanirnar aðeins út úr
neyð um stundarsakir, en
myndi síðar taka til við að
mála eigin myndir. Til þess
kom auðvitað aldrei, og El-
myr til lítilsháttar afsök-
unar má geta þess, að þótt
hann fengi ævintýralega
háar summur fyrir falsan-
irnar, þá vildi enginn líta
við neinum af hans eigin
ekta verkum. Og ekki get-
ur hvaða api sem er orðið
listfalsari á borð við Elmyr.
Til þess þarf mikla þekk-
ingu og kunnáttu á þeirri
list, sem fölsuð er. Elmyr
falsaði aldrei nema þá lista-
menn er hann þekkti vel
til. Hann var sjálfur barn
sama tíma og þessir snill-
ingar, hafði ailizt upp í
svipuðu umhverfi og
menntast í sömu listasköl-
um. Hann var vinur eða að
minnsta kosti kunningi Lé-
gers, Vlamincks, van Don-
gens, Picassos og Derains á
hinum sagnafrægu fyrir-
stríðsárum í París.
Elmyr gaumgæfði vand-
lega öll tæknileg atriði.
gætti þess þannig að hafa
réttan pappír á réttum
aldri þegar hann falsaði
teikningar eftir Picasso.
Hann kannaði með ástríðu-
fullum ákafa tækni þeirra,
er hann líkti eftir. Og það
hlaut að vera misheppnuð-
um listamanni veruleg
huggun að listvitar sem
haft höfðu með Picasso að
gera í fjörutíu ár sáu ekk-
ert athugavert við falsan-
irnar á honum. Sýndi það
ekki að de Hory var eins
gáfaður og Picasso? Næst-
um því að minnsta kosti.
Falsaraferill hans hófst,
eins og svo margt annað í
lífi hans, með atviki sem
skeði síðla dag einn í apríl
1946, í París. Þá hafði hann
litla vinnustofu á Rue Ja-
cob og reyndi að öngla
saman fyrir sínu daglega
rauðvíni með því að mála
portrett að því þekkta og
ríka fólki, sem hann átti
svo auðvelt með að ving-
ast við. Þess á meðal var
Lady Malcolm Campbell,
kona kappakstursmannsins
heimsfræga. Hún kom í
heimsókn frá hótelsvítu
sinni á George V., rak aug-
un í teikningu á veggnum
og hrópaði upp: — En
El-myr, þetta er Picasso!
Teikningin var ekki eftir
Picasso. Hún var eftir El-
myr sjálfan, en ekki enn-
29. tbi. VIKAN 27