Vikan - 16.07.1970, Page 29
sjúkrahússhliðið stóð opið.
Hann dró andann djúpt og
hökti út án þess að litast
um. Hann komst í samband
við fornvini í Berlín, og
þeir hjálpuðu honum til
Búdapest. En þar voru tím-
arnir breyttir. Foreldrar
hans voru látnir, auður
þeirra farinn veg allrar
veraldar, svo og hestar
fjölskyldunnar, listasafn,
svissneski bankareikning-
urinn, borðsilfrið. Svíþjóð
hafði tekið að sér að hjálpa
upp á Ungverja á hrakhól-
um, og með sænskt vernd-
arvegabréf í vasanum og
nokkra örsmáa brilljanta
saumaða í frakkafóðrið yf-
irgaf Elmyr Ungverjaland
fyrir fullt og allt og lagði
af stað áleiðis til Frakk-
lands. Brilljantarnir dugðu
ólíkt betur en sænski pass-
inn er komast þurfti yfir
markalínur landa og her-
námssvæða. í september
1945 var hann aftur kom-
inn til Parísar. Vinir hans
voru þar enn, en annað
vantaði sem meira máli
skipti.' Elmyr átti enga
peninga lengur. Og svo
kom Lady Malcolm Camp-
bell til hans eins og engill
af himnum sendur.
Skömmu síðar trúði El-
myr góðum vini sínum,
tuttugu og tveggja ára
gömlum Frakka að nafni
Jacques Chamberlin, fyrir
allri sólarsögunni um fals-
anirnar er þeir sátu yfir
glasi á Café Flore. Chamb-
erlin var álíka blankur og
Elmyr sjálfur og var þegar
með á nótunum. Faðir hans,
ríkur iðnrekandi í Borde-
aux, hafði verið þekktur
fyrir að safna verkum im-
pressjónista. Því safni hafði
Obergruppenfiihrer úr SS
stolið og farið með til Ber-
línar, þar sem það týndist
í sprengjuárásunum á þá
borg.
Nú kom Chamberlin
fram með þá snjöllu hug-
mynd að Elmyr gerði stæl-
nú í ferðalag til Brussel,
Amsterdam, Lundúna,
Genfar, Lausanne og Zúr-
ich og enduðu á Rívíerunni.
Þeim gekk eins og í sögu
að falsa teikningar eftir Pi-
casso og selja þær. Lífið
lék við þá og þeir höfðu
ráð á hvaða víni sem var,
jafnvel beztu árgöngunum.
Vinátta þeirra fór for-
görðum í eitt skipti fyrir
öll dag einn er Elmyr leit
inn í sýningasal einn í
Lundúnum, sá þar hanga
eina af sínum eigin Pi-
cassomyndum og spurði um
verðið. Það var svo hátt að
jafnvel Elmyr, sem að eðl-
isfari er kærulaus og ótor-
trygginn, hlaut að sjá að
Chamberlin hafði snuðað
hann hroðalega. Það var í
fyrsta en ekki síðasta skipt-
ið sem hann uppgötvaði að
hermigáfa hans var mis-
brúkuð. De Hory sleit fé-
laginu við Chamberlin,
flaug til Stokkhólms, gerði
þar fyrrnefndan sölusamn-
ing við Nationalmuseum
kófsveittur af taugaóstyrk,
stakk á sig hagnaðinum
guðsfeginn og hvarf á vit
nýs lífs í Rómönsku-Ame-
ríku.
Fjárupphæðin sem de
Hory fékk hjá National-
museum opnaði honum
heilan heim af nýjum
möguleikum. Hann kom til
Rio de Janeiro um það
leyti sem ríkir túristar frá
Evrópu fóru að slæðast
þangað aftur eftir stríðið.
Brasilíska yfirstéttin tók
honum opnum örmum. —
Hann málaði nokkrar and-
litsmyndir, sem bæði voru
vel borgaðar og giltu lika
sem aðgöngumiðar að hóp-
um þeim er hann hafði
áhuga á. Hann hafði pen-
inga og þurfti ekki að gera
neinar Picasso-teikningar.
Meðan hann hafði peninga
forðaðist hann að hugsa
um það, sem hann hafði
gert og myndi gera jafn-
skjótt og veskið færi að
t*kafalsarínn
tnikli
/
Modigliani eftir Elmyr
ingar af verkum impres-
sjónista og Chamberlin
seldi þær sem leifar af
. safni fjelskyldunnar. Ch-
amberlin hafði nógu góð
sambönd til að geta útveg-
að Elmyr franskt vegabréf,
en til þessa hafði hann
látið sænska verndarpass-
ann duga. Þeir tveir fóru
þynnast. Sá möguleiki var
honum eins konar líftrygg-
ing, og um líftryggingar
sínar hugsar maður ekki á
hverjum degi.
Ekki leið á löngu áður
en Elmyr gerðist leiður á
Rio. í ágúst 1947 flaug
hann til New York, sæmi-
lega búinn út með kynn-
Matisse eftir Elmyr
ingarbréf frá Léger og
þeim áhrifamestu af nýju
vinunum í Rio. Hann hafði
aldrei komið til Banda-
ríkjanna fyrr. Hann var
forvitinn. Vegabréfsáritun-
in hans var fyrir þrjá mán-
uði. Hann átti fyrir hönd-
um að dvelja í landinu ell-
efu ár eftir að hún var út-
runnin.
Framhald síðar.