Vikan - 16.07.1970, Qupperneq 32
HEYRA MA
Cþó íægra látO
OMAR VALDIMARSSON
N? PLATA MEÐ HEIMI
OG JÖNASI.
I næsta mánuði verður tekin upp
tólf laga plata með þeim félögum
Heimi Sindrasyni og Jónasi Tómas-
syni, en fyrri plata þeirra náði mikl-
um vinsældum, enda þægileg í alla
staði. I þetta skiptið syngja þeir
meira af þjóðlögum og lögum [
þeim stíl en áður, og enn sem fyrr
njóta þeir aðstoðar Vilborgar Arna-
dóttur, en það var hún sem m.a.
söng með þeim í ,,Hótel Jörð".
Olafur Haraldsson í Fálkanum
sagði að nú þegar væri farið að
æfa fyrir plötuna og gengi vel, en
þó þýddi þetta ekki að þeir félag-
ar ætluðu að fara að koma fram
opinberlega á nýjan leik. Enn hefur
ekki verið ákveðið hvenær það verð-
ur sem platan kem'ur út, en það er
vafalaust mörgum tilhlökkunarefni.
☆
MD ERWEGT AD
IADA UFSCATMA
Á gönguferS í náttúrunni með náttúrubarninu
Shady Owens
I minningargreinum er oft kom-
ist svo að orði að það sé „sjónar-
sviptir" að einum eða öðrum. Þetta
á ekki að verða minningargrein um
Shady Owens, en það er ekki hægt
að neita því að það er sjónarsviptir
að henni héðan úr íslenzka popp-
lífinu, nú þegar hún er hætt og á
leið til Ameríku þar sem hún ætlar
að dvelja um óákveðinn tíma.
Shady gekk við hjá mér á rit-
stjórn blaðsins rétt áður en hún
söng með Trúbrot í síðasta sinn, og
við fengum okkur gönguferð sam-
an. Það var óvenjuleg dagstund,
því Shady er mjög óvenjuleg stúlka,
og maður hrífst ósjálfrátt af næm-
leika hennar, góðvild og hrein-
skilni. Ef það væru til fleiri eins
og hún, væri heimurinn betri.
— Ég sagði upp í hljómsveitinni
einfaldlega vegna þess að mig
langar út til að sjá hvort mér gsng-
ur eins vel þar. Já, vissulega er
það ætlunin að reyna að syngja
þar eitthvað og þá verð ég að
fara. Ég kemst aldrei að því hér!
Mestan hug hef ég á því að fara
að syngja svipaða tónjist og Simon
og Garfunkel eru með — hún á
einhvernveginn betur við mig; hef-
ur meira að segja.
— Jú, ég kem til með að sakna
þeirra mjög, en það kemur að því
fyrr eða síðar að maður verður að
breyta til, og ég held að það sé
rétti tíminn til þess núna. Þetta eru
mjög góðir strákar og ég hef lært
mikið af þeim. Mestum áhrifum hef
ég sennilega orðið fyrir frá Gunnari
Þórðar, og þá Pétri Östlund. Þeir
vita nákvæmlega hvað þeir eru að
gera, þó hvor á sinn hátt, og það
sama má segja um Jökulinn.
— Ég hef verið mjög ánægð með
þessa hljómsveit og hún hefur upp-
fyllt allar þær kröfur og óskir sem
ég gerði til hennar í upphafi. En
við höfum aldrei náð nógu vel sam-
an — það er ekki nóg að við náum
saman í músíkinni, við verðum að
ná saman persónulega líka.
— New Yorfc-ferðin fannst mér
það stórkostlegasta sem við gerð-
um. Eftir það breyttist allt saman,
allur okkar hugsunarháttur og l!fs-
viðhorf. Þar vorum við ein heild
og fundum okkur í því sem við
vorum að gera. Það var líka þar
sem við kynntumst því fyrst að
tónlistin í dag er orðin raunveru-
leg. Fólk er farið að hlusta á okk-
ur og er farið að taka tillit til ann-
arra, um leið og það tekur hlut-
ina eins og þeir koma fyrir.
— Unga fólkið í dag sigrar að
lokum — það er að segja hugsjón-
ir þess og vonir. Tökum til dæmis
Woodstock-hátíðina sem haldin var
í New York í fyrra. Hún er strax
orðin nokkurskonar þjóðsaga; nærri
því hálf milljón ungs fólks sem
var þar saman og hélst nærri því
í hendur allan tímann. Ég held ao
Woodstock verði minnst sem eins
merkilegasta atburðar veraldarsög-
unnar. Við ætluðum að vera þar,
þegar við vorum í New York í
fyrra, en þá vorum við búin að
ráða okkur til að skemmta hér um
þyþ-:-*;;
RÍÖ í EVRÖPU.
Hið geysivinsæla Ríó-tríó er um
þessar mundir á ferðalagi um
Evrópu, nánar tiltekið Svíþjóð, Dan-
mörku, Þýzkaland, Austurríki og
Ungverjaland, í fylgd félaga úr
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, sem
eru á nokkurskonar sýningarferða-
lagi. Kemur tríóið fram með döns-
urum á sýningum og skemmtunum
og hefur að auki sitt eigið prógram,
sem aðallega samanstendur af ís-
lenzkum þjóðlögum.
Hófst ferðin hinn 23. júní, síð-
astliðinn, og mun að öllum líkind-
um standa til 23. þessa mánaðar,
en þá taka þeir til við að æfa fyrir
LP-plötu sem tekin verður upp í
Háskólabíói seinni hluta ágústmán-
aðar, að viðstöddum 1000 manns.
— Nýútkomin plata þeirra, „Við vilj-
um lifa" hefur hlotið hinar ágæt-
ustu viðtökur, enda létt og skemmti-
leg. Myndin var tekin af þeim fél-
ögum á Akureyri í vetur sem leið.
☆
32 VIKAN í9- tbl-