Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 40
TAKIÐ UPP HINA NÝJU AÐFERÐ OG LATIÐ PRENTA ALLS KONAR AÐGÖNGUMIÐA, TIL- KYNNINGAR, KONTROLNÚMER, KVITTANIR O.FL. Á RÚLLUPAPPÍR. HÖFUM FYRIRLIGGJ- ANDI OG ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIR- VARA YMIS KONAR AFGREIÐSLUBOX. LEITIÐ UPPLYSINGA SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 fylki því sem Tsjang Tsjing er ættuð frá. Til drykkjar er bjór, hvítvín og Maó Tin, sem er hörkusterkt rísbrennivín, en Maó og Tsjang drekka ekki áfengi. Þau sötra aðeins te úr glösum sinum. Auk Jaós einkaritara sitja tvær dætur gömlu hjónanna til borðs með þeim, Lí Nan tuttugu og átta ára og Lí Min tuttugu og fimm ára. Maó og einkaritarinn eru sem endranær í sínum gráa alþýðubúningi. Konurnar eru í bláum bómullartreyjum og illa sniðnum buxum. Þær þekkjast aðeins sundur á aldrinum, og auk þess ber Tsjang Tsjing gler- augu í þunnri umgerð. Þau eru bandarísk og af gerð sem fram- leidd er fyrir herinn þar í landi. Lí Nan, eldri dóttirin, er rit- stjóri „Dagblaðs frelsishersins“ og er raunar háttsett í hernum. Síðan 1968 stendur hún við hlið föður síns við opinberar móttök- ur og heilsar gestunum. Lín Min, yngri dóttirin, hefur ekki heldur verið aðgerðalaus í pólitíkinni. Vorið 1968 hóf hún áróðursherferð á hendur Níe Júng-tsén, merkasta kjarnorku- vísindamanni Kina. Maó sér ekki sólina fyrir þessari dóttur sinni, en raunar er ekki hægt að segja að barnalánið hafi elt hann á röndum. Af litlu stúlkunum þremur, sem þriðja kona Maós hafði orð- ið að skilja eftir á flóttanum til norðurhéraðanna, hefur ekkert spurzt síðan. Eftir að önnur kona hans var tekin af lífi, þorðu fáir að hjálpa sonum þeirra af ótta við lögreglu Sjang Kaí- séks. Um skamma hríð höfðust þeir við hjá frændfólki í Sjang- haí, en fljótlega hafði lögreglan upp á þeim þar. Einn drengj- anna, Maó An-lúng, hvarf spor- laust um þær mundir. Hinir tveir, Maó An-jing og Maó An- sjing, lentu í klóm barnasala, en þess konar kaupsýslumenn voru fjölmennir í Kína fyrir bylting- una. Barnasalinn seldi þá í ánauð til ríks kaupmanns, en sá sleppti þeim lausum. Næstu fimm árin drógu þeir fram lífið á götum Sjanghaí, seldu sígarettur og blöð, sváfu í portum og hofum og lifðu aðallega á úrgangi. Síðla á þessu tímabili var Maó An-sjing laminn í höfuðið með eldskörung, fyrir þá sök að hann gekk um götur með skilti er á var letrað: Niður með heims- veldisstefnuna. Afleiðing höggs þessa var heilaskemmd, sem al- drei tókst að bæta að fullu. Maó lét síðar leita sona sinna í undir- heimum Sjanghaí, fann þá og sendi þá í skóla og til lækninga í Moskvu. En Maó An-sjing jafnaði sig aldrei. í fjórtán ár var hann ým- ist á rússneskum eða kínversk- um heilsuhælum en brjálaðist fullkomlega, þegar hann frétti að bróðir hans, An-jing, sem farið hafði með kínverska hern- um til Kóreu, hefði farizt þar í bandarískri loftárás. Týndi son- urinn, Maó An-lúng, fannst ekki fyrr en 1967, eftir þrjátíu ár. Þá vann hann sem bókhaldari við kommúnu í Sútsjá. Svo er að sjá að hann hafi ekki haft neinn áhuga á endurfundum við föður sinn, enda hafa engir kærleikar tekizt með þeim síðan, sem kannski er varla von eftir svo langan aðskilnað. Að máltíð lokinni yfirgefa Jaó Ven-júan og dætur Maós tvær „Höll ilmgóðu hjákonunnar" — Tsjang Tsjing dregur sig einnig í hlé. í Jenan vandist Maó því að vera á fótum til klukkan tvö á nóttinni. Þeim vana heldur hann enn. Káng Tséng, yfirmað- ur öryggisþjónustunnar og einn fimm valdamestu manna í mið- nefnd Flokksins, lítur inn og teflir skák við formanninn. Á þessum tíma sólarhringsins koma nánustu vinir hans í heimsókn, og þá liggur yfirleitt bezt á hús- bóndanum. Loftið er reykmettað og þeir Maó og Káng ræðast við á kjarn- miklu bændamáli. Að skákinni lokinni sýnir Káng á sér farar- snið. Maó biður hann doka við enn um hríð, en þessi fornfélagi er líka tekinn fast að eldast og vill komast heim. Þótt kalt sé í veðri fylgir Maó honum út að límósínunni, sem bíður hans, þótt svo að einn lífvarðanna verði að styðja hann. Ennþá er klukkan ekki eitt. Enn líður að minnsta kosti klukkustund, unz svefninn hrekur á flótta kvelj- andi hugsanir, sem leita á for- manninn mikla. Dauðinn liggur honum þungt á hjarta, og hefur svo verið síðustu fimm árin. 1965 sagði hann við sinn gamla vin Edgar Snow, að nú væri skammt til þess að hann stæði frammi fyrir Guði. Trúði hann þá á Guð, spurði Snow. Nei, svaraði Maó. En framhjá því varð ekki geng- ið, bætti hann við, að margir hinna vitrustu manna höfðu ver- ið sannfærðir um tilveru Guðs. Maó reynir að dreifa þönkun- um með því að lesa, en til þess eru augu hans of þreytt. Hann hefur fyrir löngu gert sér Ijóst að hann er ekki framar sá óþreytandi bændabyltingarmað- ur, sem hann var í fyrri daga. Og bóndi er hann enn, hvað sem líður dýrðarljómanum er völd og metorð hafa sveipað hann. Hann huesar enn og lítur á hlutina með augum kínversks sveita- manns. En þrek bóndans er far- ið. Liðin er sú tíð er hann gat hleypt eldmóð í gervallan Flokk- inn, og langt aftur í tímanum 40 VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.