Vikan


Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 16.07.1970, Blaðsíða 46
Hún minntist skyndilega þessa skemmtilega síðdegisboðs, þar sem hún hafði séð Nikulás fyrst. Hann hafði verið eitthvað svo óhamingju- samur á svipinn. Þessi síðdegisboð voru í raun- inni hreinir markaðir, sýningar.... Skógarstígurinn var votur og þakinn visnuðum laufblöðum: Hann gekk við hlið henni. Oðru hverju greip hann í hönd hennar til að láta hana krækja fyrir forarpoll. Síðan brosti hann, alveg fyrirvaralaust. Maður gæti annars haldið, hugsaði hún, að slík gönguferð í skóginum við Meudon, hlyti að vera sérhverjum ungum manni þjáning, sér í lagi með konu á hennar aldri. Hún var ekki gömul, en kona, sem hafði lifað sitt fegursta,- kona, sem fór í gönguferð um skóginn, án þess að hafa óblandna ánægju af því, heldur blátt áfram af því að henni þótti það skárra en að fara í bíó eða á hávaðasaman veitingastað. Að vísu hafði hann fengið sem endurgjald ökuferðina hingað í bílnum, þessum hraðskreiða, dýra vagni, sem honum þótti svo gaman að aka í En gat það eitt vegið upp á móti þessari einmanalegu og endalausu göngu undir trjánum að liðnu sumri? Honum leiðist, hugsaði hún. Honum hlýtur að dauðleiðast. Henni var einkennileg fróun i þessari tilhugsun. Hún beygði niður eftir öðrum stíg, sem lá enn lengra í burtu frá bílnum. Hún var haldin óttablandinni von. Sú von var fólgin í því, að hann gerði skyndilega uppreisn gegn þessum leiðindum; yrði bálreiður, særður; tæki allt í einu á sig rögg og segði henni miskunnarlaust og hreinskilnis- lega, að hún vær tuttugu árum eldri en hann. En hann brosti alltaf. Hún hafði aldrei séð hann taugaóstyrkan eða óviðfelldinn. Hún hafði heldur aldrei séð hann brosa í senn tilgerðarlega og hæðnislega, en slíkt bros setja ungir menn gjarnan upp, þegar þeir finna, að verið er að dást að þeim. Henni fannst bros af þessu tagi segja svo að ekki varð um villzt eitthvað á þessa leið: ,,Ef það getur skemmt yður .... En gleymið ekki, að ég ræð mér algerlega sjálfur." Þessi ung- æðisháttur, þessi grimmd gerði það ævinlega að verkum, að hún stirðnaði upp og dró sig ( hlé. Hún hafði tekið eftir þessu hjá Michael, sem var sá fyrsti, og síðan hinum .... Hann tók í hönd hennar'og leiddi hana í kringum þyrnirunn, sem hefði getað rifið sokkana hennar eða kjólinn, þennan glæsilega, vel saumaða kjól. Ef hún tæki eftir áðurnefndu brosi á vörum hans einn góðan veður- dag, hvað gerðist þá? Gæti hún þá hitt hann framar á sama hátt? Hún taldi, að hún mundi varla hafa kjark til þess. Það var ekki vegna þess, að hún bæri meiri virðingu fyrir honum en hinum. Hún sá fyrir honum á fleslan hátt. Hún borgaði fötin hans og gaf honum skartgripi. Hann bað hana ekki um þetta, en hann neitaði því heldur ekki. Hann færði sér ekki í nyt þessi vandræðalegu og heimskulegu brögð, sem hinir beittu gjarnan. Það hljóp aldrei í hann þvermóðska, eins og honum fyndist sér misboðið, af því að hann hefði selt líkama sinn fyrir peninga hennar. Hún hafði oft orðið slíks vör hjá hinum. Þá kröfðust þeir af henni alls hugsanlegs munaðar, til dæmis dýrgripa, sem þeir kærðu sig svo alls ekki um, þegar þeir höfðu fengið þá. Það var eins og þeir vildu með þessu endurheimta sjálfsvirðingu sína. Orðið kom henni til að hlæja að sjálfri sér. Ef til vill voru töfrar Nikulásar mestan part ! því fólgnir, að hann gladd- ist yfir gjöfum hennar. Hann krafðist aldrei neins af henni, en það veitti honum bersýnilega gleði að fá eitthvað að gjöf. Þegar hún var með hon- um fannst henni hún ekki vera gömul kona, sem keypti ungt hold, heldur eðlileg kona, sem launaði barni. Annars reyndi hún ávallt að bægja öllum slíkum hugsunum frá sér. Hún var óhefluð og glöggskyggn og gerði ekkert til að leyna staðreyndum. Þeir vissu það vel og það átti að minnsta kosti að veita þeim lágmarks virðingu. íT^ SMÁSAGA EFTIR FRANCOISE SAGAN 46 VIKAN 29-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.