Vikan - 16.07.1970, Page 48
Hér sézt Ellert (nr. 5) í eitt af
ótalmörgum skiptum í leiknum
vinna skallacinvígi. Það cr Guðni
Kjartansson (nr. 4), sem er til-
búinn að grípa inn í leikinn, en
þess gerðist ekki þörf.
liðinu frá hinum tíðu og oft stóru
töpum fyrri ára, en með þessari
leikaðferð, sem liðið leikur nú
eftir — og virðist í sumum til-
fellum ekki valda — mun það
hvorki gera mörg mörk né vinna
marga sigra.
Vörn íslenzka landsliðsins í
leiknum stóð sig með stakri
prýði, að vísu reyndi lítið á Þor-
berg Atlason í markinu, en í þau
skipti sem til hans kasta kom
gerði hann það sem gera þurfti.
Ellert Schram og Guðni Kjart-
ansson stöðvuðu flest upphlaup
Dana upp miðjuna; auk þess
byggði Ellert upp flestar sókn-
arlotur íslenzka liðsins með góð-
um sendingum, og dreifði spil-
inu vel. Hefur Ellert sjaldan
verið betri en í þessum leik og
bar hann af öðrum leikmönnum
á vellinum.
Báðir bakverðirnir, Einar
Gunnarsson og Jóhannes Atla-
son, stóðu sig einnig vel. Brotn-
uðu margar sóknarlotur Dana á
hörku þeirra og var Einar auk
þess vel opinn fyrir því að grípa
inn í til hjálpar á miðjunni — í
„sína“ stöðu — í þau fáu skipti
sem Ellert eða Guðni voru yfir-
spilaðir. Helzt vantaði hjá bak-
vörðunum að sækja meira upp
kantana og taka virkari þátt í
sókninni. Að vísu brá þessu fyr-
ir hjá Einari Gunnarssyni, en
Jóhannes sást sjaldan taka sína
frægu spretti. Hann bætti hins
veear vel fyrir það þegar hann
tók hin löngu innköst. frá hæ-'ri
hliðarlínu, sem sköpuðu oft
mikla hættu við mark Dana.
Tengiliðirnir. þeir Haraldur
Sturlauesson. Eyleifur Hafsteins-
son orr Ásgeir Elíasson, sem spil-
aði meirihluta leiksins sökum
hess að Elmar Geirsson meidd-
ist — höfðu sannarleea ekki öf-
"ndsvert hlutv-'rk í þessum leik.
Þoir át.t.u að byggia upp leik ís-
lenzka liðsins, en þar sem fram-
línumannanna þriggja var vel
gætt af varnarmönnum danska
liðsins og íslenzku bakverðirnir
sóttu ekki nóg fram, eins og að
framan er getið, áttu þeir erfitt
með að gefa frá sér góðar send-
ingar. Reyndu þeir þá að leika
aftur til varnarmannanna, og þá
sérstaklega á Ellert, sem oft
reyndi að leika sig frían fyrir
tengiliðina. Hins vegar misnot-
uðu þeir sér þennan möguleika
mjög oft og gáfu á Ellert jafn-
vel þegar hann var með tvo
danska leikmenn yfir sér og
komu honum þá í hin megnustu
vandræði. Hefðu tengiliðirnir at-
hugað það nógu snemma að leika
ekki jafn þvert og þeir gerðu,
heldur draga einn manninn
framar eins og nokkrum sinn-
um kom fyrir í seinni hálfleik,
þegar Eyleifur uppgötvaði auða
svæðið sem myndaðist fyrir aft-
an tengiliði danska liðsins, hefði
leikur þeirra orðið mun jákvæð-
ari.
Útherjarnir í íslenzka liðinu,
Akurnesingarnir Guðjón Guð-
mundsson og Matthías Hall-
grímsson, léku í þessum leik
báðir nokkuð undir getu. Þeir
voru báðir of óduglegir að leika
sig fría og þá er þeir höfðu bolt-
ann var Guðjón of bráður að
"cfa hann frá sér aftur og Matt-
hías oft of seinn að skila hon-
um til samherja.
Hermann Gunnarsson undir-
strikaði það vel í þessum leik
að hann er okkar bezti fram-
línumaður í dag. Var það oft og
tíðum furðulegt hve miklu hann
fékk áorkað, miðað við það að
hafa tvo af sterkustu leikmönn-
um Dana alltaf yfir höfði sér.
Hefði hann haft annan mann
með sér á miðjunni í framlín-
unni hefði ekki vantað mörkin
í þennan 10. landsleik íslend-
inga og Dana.
\ þessari mynd sjást bæði liðin auk dómarans og línuvarðanna fyrir leikinn.
íslenzku leikmennirnir eru, talið frá vinstri: Ellert Schram, fyrirliði, Guðni
Kjartansson, Eyleifur Hafstcinsson, Matthías Hallgrímsson, Guðjón Guðmunds-
son, Haraldur Sturlaugsson, Elmar Geirsson, Einar Gunnarsson, Jóhannes
Atlason, Þorbergur Atlason og Hermann Gunnarsson.
Þegar myndirnar hér að neðan voru teknar í fyrri hálf- Hér kemur Þorbergur Atlason
leik var útlltið ekki bjart fyrir islenzka liðið. Elmar markvörður vel inn í fyrirgjöf
Geirsson liafði þurft að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, fyrir íslenzka markið og bægir
er um fimmtán mínútur voru liðnar af leik og þá gerðist aðsteðjandi hættu frá.
atburðurinn sem þessar myndir sína. Eilert og danski
miðframherjinn voru á hlaupum cftir boltanum, en Þor-
bergur markvörður koin hlaupandi út úr markinu og greip
boltann. í sömu andrá ýtti danski lcikmaðurinn ólöglega
með olnboganum á bak Ellerts, sem féll við það yfir Þor-
berg og lenti illa á bakinu. Dómarinn sá ekki brot þess
danska og lét lcikinn halda áfram um stund. Sem bctur
fer voru meiðsli Ellerts ekki það alvarleg að hann þyrfti
að yfirgefa völlinn og lék hann að stakri prýði það sem
eftir var leiksins og gerði þcnnan leik að sínum.
LJÓSMYNDIR:
EGILL
SIGURÐSSON.
RABBAO
OM
KNATTSPYRNU
f UMSJÖN
ÓLAFS
BRYNJÖLFSSONAR
í tæp þrjú ár hefur íslenzk
knattspyrna liðið fyrir þann
skugga sam á hana féll, er ís-
lenzka landsliðið tapaði fyrir því
danska í Kaupmannah. hinn 23.
ágúst 1067 með fjórtán mörkum
gegn tveimur. Það var því ekki
að undra að beðið væri með ó-
þreyju næsta leiks þessara liða.
Ólu menn með sér í brjósti þá
von að bæta mætti fyrir þau
mistök, sem þar áttu sér stað,
i landsleiknum sem fram fór á
Laugardalsvellinum fyrir rúmri
viku síðan.
Eftir þann leik eru víst fáir í
vafa um, að rétt hefur verið á
málum haldið í þeim efnum ef
það eitt er haft í huga að forða
SÆTUR „SIGUR"?