Vikan


Vikan - 16.07.1970, Síða 50

Vikan - 16.07.1970, Síða 50
ramniinir: Katla Pétursdóttir, Mánasundi 1, Grindavík, óskar eftir pennavin- um á aldrinum 14—16 ára. Mr. S.S. Madon, P.O. Badwasi N.RLY. Dt. NAGAUR-RAJAST- AN, Indina. Hefur mikinn áhuga á íslandi og óskar eftir penna- vinum, frekar stúlkum. Skrifar ensku. Gianfranco Nitti, Viale Magna Crecia, 197, 74100 Taranto, Ital- ia. 24 ára lagastúdent, sem ósk- ar eftir bréfaskiptum viff ísl. stúlkur á aldrinum 17—21 árs. Miss Cynthia Petters Hughes, 23 Burleigh Way, Cuffley, Potters Bar, Hertfordshire, England. 17 ára ensk stúlka, sem vill skrif- ast á viff íslenzkar stúlkur á sama aldri. Miss Susan Barrett, 81 Feeches Road, Prittlevel, Southend-on- Sea 552 6TE, Essex, England. 19 ára ensk stúlka, sem vill skrif- ast á viff jafnaldra stúlkur. Hún er stúdent og skrifar ensku, frönsku og spaensku. Miss Eithne Cotter, 12 Read Avenue, Crestwood, Tuckahoe, New York 10707, U.S.A., vill skrifast á viff 14—15 ára pilta. Miss Mercedes Kocsis, Budapest V, Rosenberg hspu 23, Hungary. 16 ára ungversk stúlka, sem vill skrifast á viff íslenzka pilta á sama aldri. Mr. Thomas A. Davis, 731 South Arbutus Street, Denver, Colo- rado 80228, U.S.A., óskar eftir ís- lenzkum pennavinum. Mr. Richard Webber, 2329106 MCAS, H & HS, Ground Elec- tronies FPO Seattle, Washington 98764, U.S.A. Er 21 eins og er sem stendur í herþjónustu. ViII skrifast á viff stúlkur á sama aldri, þar sem hann hefur hugs- aff sér aff koma til íslands. Mr. Alfret van Cleef, Heinze- straat 25 Huis, Amsterdam 1007, Holland. 16 ára hollenzkur pilt- ur, sem langar til aff fá jafnaldra íslenzka pennavini. Hann er mjög hissa á því aff öll íslenzk eftirnöfn skuli ekki enda á son effa dóttir. Töfrar Nikulásar Framhald af bls. 47. að henni gæti geð|ast að honum, og hún ákvað að láta það þegar í Ijós, eins og venjulega. Þau sátu á legubekk nálægt glugganum, og hann kveikti sér í vindlingi. Hún nefndi nafn hans í sömu andrá, rólegri röddu: „Nikulás. Mér geðjast vel að yð- ur." Hann tók vindlinginn út úr sér og virti hana fyrir sér rólega og íhugandi, án þess að svara. „Eg bý á Ritz", hélt hún áfram. Þessi athugasemd hreif eins og raunar alltaf. Alla kvennagosa dreymlr um Ritz. Hún stóð á fætur og sýndi á sér fararsnið. „Ég er að fara. Ég vona, að við sjáumst fljótt aftur.'" Nikulás stóð líka á fætur. Hann var eilítið fölur. „Leyfist mér að fylgja yður?" í bílnum hafði hann lagt hand- legginn um herðar henni og lagt fyrir hana óteljandi spurningar um leyndardóma bilvélarinnar. í herberginu hennar var það hún, sem varð að faðma hann fyrst. En síðan hafði hann tekið hana í fang- ið með dálitlum skjálfta og sam- blandi af ofsa og blíðu. Um morg- uninn svaf hann vært og þungt eins og barn. Hún hafði gengið út að glugganum til að sjá nýjan dag rísa á Place Vendome. Síðan hafði Nikulás verið hjá henni. Hann hafði legið á teppinu og spilað við hana. Hann hafði ver- ið við hlið henni, þegar hún fór út að ganga. Henni varð hugsað til augnaráðs hans, þegar hún bauð honum að reykja úr gullhulstri. Og hún mundi glöggt eftir kröftugum hreyfingum hans, þegar hann átti það til í samkvæmum að grípa skyndilega í hönd hennar. Og nú átti hún að yfirgefa Niku- lás, sem gekk þarna þegjandi. Hún settist inn í bílinn og hallaði höfðinu aftur. Allt i einu var hún svo skelfing þreytt. Nikulás settist við hlið hennar og ók af stað. Á leiðinni leit hún öðru hverju á einbeittan vangasvip hans. Hún gat ekki varizt þeirri hugsun, hve hún hafði sjálf verið hrifnæm, þeg- ar hún var tvítug; og að lífið allt væri eitt botnlaust fen. Þegar þau voru komin til Porte d'ltalie, sneri Nikulás sér að henni. „Hvert eigum við að fara?" „Til Johnnys," sagði hún. „Ég á stefnumót þar við Madame Essini klukkan sjö." Hún var stundvís að venju. Það var einn af betri eiginleikum henn- ar. Nikulás rétti henni höndina smeðjulegur á svipinn og af því tilefni fékk hún prýðilega hugmynd. „Vel á minnzt. Ég fer til Midi á morgun, svo að ég er hrædd um, að ég geti ekki komið í miðdegis- boðið þann sextánda." Madame Essini sendi henni og Nikulás augnatillit, sem lýsti upp- gerðar viknun. „En hvað þið eigið gott, bæði tvö. I sólinni . . ." „Ég fer ekki með," sagði Nikulás stuttur í spuna. Það varð dálítil þögn. Augu beggja kvennanna beindust að Niku- lási. Madame Essini horfði lengur á hann. „En þér verðið þá að koma. Þér getið ekki verið einn í París. Það er of ömurlegt." „Fyrirtaks hugmynd," bætti hún við. Madame Essini hafði rétt út hönd- ina og lagt hana á handlegg hans með mynduglegum svip. Viðbrögð Nikulásar voru óvænt. Hann stóð snöggt á fætur og gekk út. Hann stóð við bílinn þegar hún kom niður. „Hvað er nú um að vera, Niku- lás? Hvað gengur á? Vesalings Essini er svolítið snör í snúningum, en henni hefur lengi geðjast vel að þér. Það er þó enginn glæpur." Nikulás stóð kyrr við hliðina á bílnum. Hanrt mælti ekki orð frá vörum og dró andann djúpt. Hún kenndi næstum í brjósti um hann. „Seztu inn. Þú getur skýrt þetta allt nánar fyrir mér, þegar við kom- um heim." En hann beið þess ekki, að þau væru komin heim. Hann tjáði henni brostinni röddu, að hann væri ekki nautgripur; hann gæti spjarað sig einn, og að hann kærði sig ekki um að hún kastaði honum í klærnar á gammi, eins og þessari Essini. Hana vildi hann ’ekki hafa neitt saman við að sælda. Hún væri of gömul . . . „Nei, heyrðu mig nú, Nikulás. Við erum jafngamlar." Þau komu heim til hennar. Niku- lás sneri sér að henni og fól skyndi- lega andlitið í höndum sér. Hann hcrfði stöðugt á hana, en hún reyndi að færast undan, þar sem snyrting hennar hafði áreiðanlega látið ásjá á gönguförinni. „Það gegnir allt öðru máli með þig," sagði Nikulás lágum rómi. „Þig . . . þig elska ég . . Hvernig . Hann sagði þetta örvilnaður og leit undan. Hún stóð sem steini lostin, en gat loks stunið upp: „Hvernig hvað?" „Hvernig hefur þú getað ofurselt mig þessari kvensnift. Höfum við ekki átt sex mánuði saman? Hefur þér aldrei dottið í hug, að ég gæti bundizt þér, að ég gæti . . ." Hún sneri sér snöggt undan. „Þú talar í óráði," sagði hún lágt. „Ég læt ekki blekkjast af hugarburði Ekki framar. Farðu." Þegar hún var komin upp, leit hún í spegilinn. Hún var óbætan- lega gömul, hún var komin yfir fimmtugt, og augu hennar voru full af tárum. Hún lét niður í ferðatösk- ur sínar, án nokkurs asa og háttaði síðan alein. Hún grét lengi, áður en hún sofn- aði. Það eru taugarnar, sagði hún við sjálfa sig . . . — Þetta er félag fyrrverandi eiginkvennal — Komdu strax aftur! Þú hefir lofað að búa með mér í blíðu og stríðu! — En Albert, þú ferð þó ekki að væta nýju fötin þín! — Þú sagðir að það ætti ekki að brenna við þennan pott! — Vertu róleg, elskan, mamma er alltaf vön að koma inn til min á morgnana! 50 VIKAN 29- tw-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.