Vikan


Vikan - 17.12.1970, Side 16

Vikan - 17.12.1970, Side 16
Ljósið í glugganum maður hafði einhvern að hugsa um. En jólatré hafði hún fengið sér og jólamat, fíkjur, döðlur og hnetur. Því skyldi hún ekki gera það! Einmanaleg jól voru líka jól! Hún hafði líka sitt eigið heimili, íbúð í miðri borginni, það vantaði svo sem ekkert. Hún sá spegilmynd sína í gluggarúð- unni. Fullorðin manneskja á líka að vera þroskuð manneskja, sem gerir sér far um að skilja og halda sér að raunveruleikanum. Kertaljósið speglaðist líka í rúðunni. Þá hringdi síminn aftur og hún tók upp heyrnartólið, hálf hikandi. Halló! Mia! Það er ég, Birger! Ósjálfrátt 'stóð hún á öndinni, þögnin varð nokkuð löng. Ertu hissa? - Það er ekki laust við það. — En glöð, — vona ég? — Það eru tveir mánuðir síð- an ég hef heyrt frá þér. Það er gaman að heyra til þín, Birger. Hvar ertu? Hún hélt með báðum höndum um heyrnartækið, eins og til að vera nær honum. — Þú ættir að vita það. Ég er á járnbrautarstöðinni og bíð eftir að þú komir! — Það er þér líkt! — Viltu ekki koma? — Vil, hafði hún upp eftir honum, — er ekki sniðugra að þú takir leigubíl og komir til mín, ef þú vilt hitta mig? — Auðvitað vil ég hitta þig, hvers vegna hefði ég annars átt að hringja? — Það er ómögulegt að vita. Mér finnst þú ekki lík sjálfri þér, er eitthvað að? Hún leit út um gluggann, á rauðan himininn og húsvegg- inn á móti, sem lýstur var upp mef jólaljósum. Það er aðfángadagskvöld, Birger, ég sit hér og reyni að hafa það notalegt. Ég vissi ekki að þú kæmir. — Ertu ekki ein? Jú. hugsaði hún, jú, ég er ein og einmana, meira einmana en ég hefði getað hugsað mér að ég yrði nokkurn tíma. Upphátt sagði hún: — Jú, ekki veit ég annað. Hann hló. - Nú skaltu hlusta á mig: Ég hef alveg stórkostlega hugmynd; fleygðu tannbursta og einhverju nauðsynlegu niður í tösku og taktu leigubíl hingað, svo skal ég segja þér hugmyndina. En Birger. Ég bíð. Ég sit á kaffistof- unni við farangursgeymsluna á meðan. Þú hefur klukkutíma til stefnu, það tekur þig ekki nema fimm mínútur að koma hingað í bíl. Hún lagði á, tók báðum lófum um kinnarnar, lófunum, sem nú- lega höfðu haldið um rödd hans. Hann var ekki eini maðurinn í lífi hennar, hún hafði ekki setið heima eins og sjómannskona og horft út í sjóndeildarhringinn, hún hafði reynt að útrýma hon- um úr sál sinni, með því að um- gangast marga vini sína og sökkva sér niður í hugðarefni — en hann var eini maðurinn, sem hún hafði elskað. Klukkan var fjögur. Hún hringdi á leigubíl. Hann sá hana koma, berhöfð- aða, ljóshærða, í brúnu. skinn- kápunni með trefilinn lausan um hálsinn, alveg eins og hann hafði alltaf séð hana. Hann stóð upp og veifaði til hennar. Hana langaði mest til að þjóta til hans, fleygja sér í faðm hans, en hún gerði það ekki. Hún rétti honum höndina. Hann tók hönd hennar, undr- andi, en beygði sig svo niður og kyssti hana á kinnina, sem var köld og ilmandi. — Mia! Það er dásamlegt að vera kominn hingað aftur! Dá- samlegt að sjá þig. — Hefurðu haft mikið að gera? spurði hún. — Ég hef gert þó nokkuð góð- ar greinar, að ég held, meðal annars grein um læknaskort í strjálbýlinu. Hugsaðu þér, ég kom í bæ þar sem aðeins voru þrjár fjölskyldur eftir í tuttugu húsum, og þessar fáu hræður, sem búa þarna uppi í skógun- um, geta ekki hugsað sér að flytja þaðan og þeim líður vel. Þau vilja ekki annars staðar vera. Geturðu skilið það? Og meðan þú varst þarna í villiskóginum, innan um öll þessi tómu hús, hugsaðirðu ekki til mín, það veit ég. Þú gleymir Framhald á bls. 46. Ef um hátíðamat er að ræða pá erum við í forustu sem fyrr ÚRVALIÐ ER MEIRA EN YÐUR GRUNAR l(i vikan 51- tw.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.