Vikan


Vikan - 17.12.1970, Qupperneq 25

Vikan - 17.12.1970, Qupperneq 25
Fylltar kálfalundir (fyrir 6) 1 kg kálfalundir 250 gr fínt nauta- eða kálfahakk 100 gr sveppir 1 laukur salt 50 gr smjör eða smjörlíki Berið með: Sveppi 1 dós ananas brúnaðar kartöflur steinselju sósa: 4 dl soð 1 dl rjómi 1 msk. smjör 3 tsk. hveiti múskat salt Blandið farsið með fíntsöxuðum sveppum og rifnum lauknum. Krydd- ið með salti. Skerið djúpan skurð í lundirnar og fyllið með farsinu. Festið síðan skurðinn saman með tannstönglum. Nuddið kjötið að ut- an með salti og brúnið í smjöri í potti. Bætið dálitlú af sjóðandi vatni á, og látið steikjast í 30—40 mínút- ur, undir loki. Hellið soðinu af og jafnið með mjölinu, sem hrært er út með rjóm- anum. Bætið að síðustu smjörinu út í og kryddið með salti, pipar og dá- litlu múskati. Sveppirnir steiktir heilir í smjöri og einnig ananassneiðarnar. Brún- aðar kartöflur bornar með og sax- aðri steinselju stráð yfir. Jólin nálgast það leynir sér ekki. Mikið fer alltaf fyrir matargerð- inni um jólin. Flestir hafa ætíð sama matinn og er það vel. Oft er sagt að ekki eigi að reyna neitt nýtt, þegar mikið er í húfi að allt heppnist sem bezt. Þó eru hér nokkrar uppskriftir ef einhvervill breyta til. Steiktur lambahryggur Fáið hrygginn skorinn að endi- löngu og síðan sagað í gegn um hrygglengjuna á milli hverrar kóte- lettu (þó ekki tekið alveg alla leið) þannig að auðvelt verði að skera hrygginn við borðið. Nuddið hrygg- inn með hvítlauk og penslið með olíu. Stráið salti, pipar og rósmarin yfir (hvítlauksduft, sé ekki notaður hvítlaukur). Steikið við ca. 170°. Gott er að láta ofninn standa opinn síðustu 5 mínúturnar til að fá stökka skorpu. Ef vill má búa til sósu, en mjög gott er einnig að bera aðeins soðið með og bragða það til með HP sósu og kjötkrafti ef vill. (Notið mjög lítið vatn við steikinguna). Berið fram blaðsalat með rauðum og grænum paprikuhringjum og hrá- um lauk- eða púrruhringjum. Sítrónuábætir 3 egg 1 dl sykur hýði af 1/2 sítrónu og safi úr 1 sítrónu og V2 appelsínu 5 bl. matarlím 1 Vá dl rjómi Matarlímið lagt í bleyti [ kalt vatn ( 10—15 mtnútur. Kreistið upp og bræðið [ vatnsbaði. Eggin þeytt mjög vel. Appelsínu- og sítrónusafinn kreistur útí og rifna sítrónuhýðið og því næst kæld matarlímsupplausnin. Rjóminn þeyttur og blandað saman við. Setjið í ábætisskálar og látið standa á köldum stað. Baunir á franska vísu 2 pk. djúpfrystar baunir 2 msk. smjör 10 smálaukar V2 bt. steinselja 1 V2 dl súputeningasoð V2 tsk. salt innstu blöðin í salathöfði (sé það á boðstólum) Smyrjið pott með þykkum botni með smjörinu. Setjið baunirnar í ásamt lauknum, sem áður er búið að koma upp suðunni á, og steinselju. Kjötsoðinu hellt yfir. Látið sjóða þar til laukurinn og baunirnar eru orðn- ar meyrar. Steinseljan tekin upp úr. Bragðið til með salti og setjið salat- blöðin saman við. Að slðustu eru smjörbitar settir yfir. 51. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.