Vikan - 17.12.1970, Page 30
HEYRA MÁ
Cþó tægra látO
OMAR valdimarsson
Arftaki Janis
Joplfn: IHaggfie Bell
Þessi kvensa heitir Maggie
Bell, og syngur með hljómsveit-
inni „Stone the Crows“. Þykir
Magga sérdeilis frábær blues-
söngkona, og hefur meira að
segja verið sagt um hana að hún
sé arftaki Janis Joplin. Allavega
eru þær álíka ruddalegar í fram-
komu, en það er sagt um Möggu
að hún drekki ekki á sviðinu og
sé alveg dauðhrædd við allt sem
er sterkara en Winston. Hún er
yfirleitt ekkert að hafa fyrir því
að klæða sig í sunnudagafötin
sín áður en hún fer á sviðið, og
er því ætíð íklædd gallabuxum
og ódýrum bolum — með hárið
svona rétt eins og því sjálfu sýn-
ist. Hún er 25 ára gömul og hef-
ur verið atvinnusöngkona síðan
hún var 19 ára.
Glasgow er fæðingarborg
hennar og þegar í barnaskóla
var hún álitin dálítið sérstök,
því hún hafði alls ekki gaman
af Cliff Richard og Adam Faith,
en lá marga tfma yfir gatslitnum
plötum með Ray Charles. Von-
andi heyrum við fljótlega í Mag-
gie Bell.
TREMELOES í KLÍPU
Brezka hljómsveitin Tremelo-
es, sem hér kom einu sinni, á nú
í miklum útistöðum við aðdá-
endur sína í heimalandi sínu,
það er að segja fyrrverandi að-
dáendur sína. Eins og kunnugt
er hefur hljómsveitinni gengið
mjög vel í seinni tíð, enda verið
með ákaflega skemmtileg og
auðlærð lög, svokallaða „comm-
ercial“ vöru. En þá birtist við-
tal við þá í brezku blaði þar
sem þeir lýstu því yfir að þeir
teldu alla þá sem keypt hefðu
þessar plötur sínar ,,asna“, því
efni þessara plata hefði í raun-
inni ekki verið neitt nema bölv-
að rusl, sem þeir hefðu vitað að
hægt var að græða á. Og bættu
þeir félagar því við, að þeir
hefðu alltaf hlegið að „aðdáend-
um“ sínum, þegar plötur þeirra
þutu hraðbyri upp vinsældalist-
ana.
En nú virðist heldur horfa illa
fyrir þeim, því lesendur brezkra
blaða eru illir, já, alveg ösku-,
sjóðandi-, hringlandi vitlausir,
og lýsa því yfir að héðan af
megi Tremeloes sjálfir éta sinn
skít. Við skulum sjá til hvort ís-
lenzkir hljómplötukaupendur
ætli að halda áfram að láta kalla
sig „asna“.
TYRANNOSAURUS REX. hafa
breytt nafni hljómsveitarinnar, vegna
þess að „BBC á sífellt í erfiðleikum
með að bera fram Tyrannosaurus“.
Héðan í frá heitir hljómsveitin ein-
faldlega T. REX.
Og ekki er úr vegi að geta þess að
LEAPY LEE, sá sem gerði „Little
Arrows“ svo geysilega vinsælt í
fyrrasumar, er kominn í fangelsi og
á að vera þar næstu l>rjú ár. Hann
var dæmdur fyrir að taka þátt í al-
varlegri líkamsárás á klúbbeiganda
nokkurn í Lundúnum.
NV PLATA MEÐ DYLAN
Þessa dagana er að koma á
markaðinn ný LP-plata með
Bob Dylan, og ber hún heitið
„New Morning“. Þykir hún vera
lítið síðri en hin frábæra „Self-
Portrait", og hefur því verið
spáð að þetta eigi enn að vera
til þess að krýna Bob konung
allra konunga. Öll 12 lögin eru
ný, nema „Blonde on Blonde",
sem er af samnefndu „double-
albumi" Dylans, sem út kom fyr-
ir nokkrum árum.
Nafn hinnar nýju plötu, „New
Morning“ á að vera táknrænt
fyrir það sem Dylan er að að-
hafast þessa dagana, en hann er
nýr maður, breyttur og betri
(já, það er hægt að gera gott
betra) og megum við því hlakka
til að heyra þessa nýju plötu
með snillingnum.