Vikan


Vikan - 17.12.1970, Qupperneq 45

Vikan - 17.12.1970, Qupperneq 45
var einmana og yfirgefin og þurfti á huggun að halda. Þess þurfti ég líka, einmitt þá . . . í fyrsta sinn leit Sten á Cissi. Augu hans voru sorgmæddari en hún hafði áður séð. — Manstu þegar við skildum, Cissi? Þá var allt svo vonlaust. Ég vissi varla hvað ég gerði um það leyti, þegar ég hélt að ég hefði misst þig fyrir fullt og allt. Ég leitaði uppi gamla kunningja, gerði allt til að reyna að gleyma þér. Og einn daginn hringdi Syl- via til mín. Það var aldrei neitt á milli okkar, ekki vottur af ást. En við vorum bæði í mikilli þörf fyrir blíðu og til að fá einhvern félagsskap. Við reyndum að finna það saman. En ég veit að hún hafði ekki samskipti við nokkurn annan mann en mig um þetta leyti. Cissi, viltu fyrirgefa mér, ef þú getur það! Svo sneri hann sér aftur að konsúlnum og nú var röddin styrkari. — Þér getið leitað til læknis. Það er örugglega hægt að sanna að Sylvia var móðir barnsins. En hann getur líka örugglega gert yður lióst að ég er faðirinn! Vil.i- ið þér ennþá gera kröfur til drengsins? Það var dauðaþögn. Andlit konsúlsins var eins og höggið í stein og þunnar varnirnar voru eins og litlaust strik. Þegar hann loksins gat talað, þá var röddin köld og snögg. — Ég heimta auðvitað blóð- rannsókn, en ég efast ekki um að þér segið sannleikann. Ég geri því ekki kröfur til barnsins. Mín vegna getið þér haldið drengnum og alið hann upp eftir yðar höfði. Hann leit með fyrirlitningu á fá- tæklega húsmunina. — En þér skuluð ekki reikna með styrknum. Og svo getið þér líka undirbúið yður til að flytia eftir mánuð. Það á reyndar við alla íbúa bessa húss, — yður líka, Samson. Ég læt rífa húsið strax. En nú hefi ég ekki tíma til að þvæla um þetta lengur, ég er að fara á aðalfund í Astum. Hann gekk í áttina til dyranna, án þess að kveðja. — Andartak, herra konsúll! Það var Willie Samson. sem nú talaði. Hann flvtti sér eftir kon- súlnum. Cissi losaði sig varlega úr örmum Kötiu og gekk inn í svefnherbergið. Það var eins og hún gengi í svefni. Mikael var nývaknaður og deplaði syfiulega augunum. Hann myndi örugglega bráðum fara að gráta, en Cissi tók hann ekki upp. Hann var sonur Stens. Sonur mannsins, sem hún elskaði ofar öllu. En hann var ekki barnið hennar! Myndi hún nokkurn tíma fá sig til að snerta hann? En þegar gráturinn kom, þetta hiálparvana hlióð. bá greip hún hann í faðm sinn, losaði um fötin og tók blauta bleijuna. Hann hætti strax að gráta. Mikael fann hvað til stóð. Um- ALFHEIMAR Blómabiíðin DÖGG Alf heimum 6 sími 33978 ...fullkomin blómaverzlun í úthverfi borgarinnar. 51. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.