Vikan


Vikan - 28.01.1971, Page 5

Vikan - 28.01.1971, Page 5
Ekki er pósturinn svo fróður a3 hafa lesið umrætt blað, en áreið- anlega verður bréf þitt til að vekja áhuga hans á því, heldur en hitt. Svo er að skilja á bréfinu að þú sért einkum hneyksluð yfir tvennu í því, annarsvegar því sem þú nefnir klám og hinsvegar and- bandariskum áróðri. Ekki fáum við nú annað séð en hér sé um nokk- uð óskyld atriði að ræða. Fróðlegt væri líka að heyra hvaðan þér kemur sú vitneskja að kommún- istar (hverja sem þú nú átt við með þeim titli) séu gefnari fyrir klám og eiturlyf en gengur og gerist. Þá kemur og fram hjá þér sú grilla, sem furðu margir virðast hafa fengið á heilann, að hrein- læti fólks standi í einhverju sam- bandi við hárvöxt þess. Nú er það vitað mál og maður skyldi ætla að það væri ekki annað en allir vissu, að fólk hefur alla tíð verið mis- jafnlega hreinlátt, og aldrei höf- um við heyrt neitt sem bendi til þess að siðhært fólk sé upp og niður sóðalegra en gengur og ger- ist. Og meðal annarra orða: veiztu nokkuð með vissu um útlit þeirra sem skrifuðu nefnt skólablað? Það skyldi þó aldrei vera að þeir væru snoðklipptir englabassar sem dag- lega ganga með hvítt um hálsinn? Það er annars ekkert nýtt að hneykslast sé á „kláminu", aðrir bréfadálkar hafa fengið meira á því að kenna en Vikupósturinn. Okkur er fortalið að meðal þeirra, sem mest hafa óskapast út af þvi að kynferðismál skuli tekin frjáls- lega til meðferðar opinberlega séu menn, sem sjálfir væru al- ræmdir klámkjaftar í einkalífi sínu. Og spursmál er hvort ekki sé öllu ógeðslegra að temja sér slikt prí- vat, umhverfi sínu til stórra leið- inda, heldur en að fjalla pukur- laust og hlutlægt um kynlífið í ræðu og riti, eða í kvikmyndum. Blöð og bækur þarf þó enginn að lesa frekar en hann vill, og enginn þarf að sjá kvikmyndir frekar en hann vill. Hugleiðingar þínar varðandi al- þjóðamál og Vietnam sér Póstur- inn ekki ástæðu til að ræða, en ef einhverjum finnst taka því er hon- um heimilt rúm hér í þættinum. Palladómi mótmælt í 51. tbl. Vikunnar er palladóm- ur um Jónas Pétursson alþingis- mann. í þessari ritsmíð er farið langt yfir þau mörk velsæmis sem gera verður kröfu til af þeim, sem þykjast ætla að skrifa hlutlausa og sanna dóma um menn og málefni. I þessum palladómi er þrítekið fram að bústjórn Jónasar Péturs- sonar á Skriðuklaustri hafi ein- kennst af slóðaskap og gefið í skyn að vanhirða hans um fénað hafi verið slík að landsskömm hafi verið að. Þessum aðdróttunum er bezt að svara með einu orði, að þær eru lygi frá rótum, og ef Hr. Lúpus' ætlast til þess að dómar hans um þingmenn séu teknir alvarlega, þá er honum sæmst að biðja Jónas Pétursson afsökunar í Vikunni, annars hljóta skrif hans að teljast rógur einn og að engu hafandi. Um Jónas Pétursson vil ég segja þetta: Ég hygg að meira snyrti- menni muni vandfundið, oq sem fjármaður og fjárræktarmaður á hann fáa sér líka á þessu landi. Er fjárstofn tilraunabúsins á 4Skriðu- klaustri þar Ijósast dæmi. Árið 1949 tók Jónas bar við ósam'tæðri hiörð aðkeyptri frá að minnsta kosti þrem stöðum, en skilaði bví af sér 13 árum seinna sem einn'i glæsilegustu og samstæðustu fiár- hjörð sem til er á einu búi hér á landi. Þetta dæmi læt ég nægja til þess að sýna fram á hversu fjar- stæðukennd ummæli Lúpusar eru. Um önnur ummæli Lúpusar um Jónas læt ég vera að ræða, en er þeim á engan hátt sammála. Ég álít að ef skrif Lúpusar verða í sama dúr framvegis að þá sé við hæfi að breyta nafni greinanna og nefna þær framvegis sleggjudóma um þingmenn. Jónas Pétursson mun nú um sinn hverfa af þingi og verður við- skilnaður austfirskra sjálfstæðis- manna við hann þeim til ævarandi skammar. En samt el ég þá von í brjósti að gæfan hafi ekki með öllu snúið bakið við oss austfirð- ingum og Sverrir Hermannsson verði aldrei fulltrúi okkar á þingi. Ég geri þá kröfu til Vikunnar að hún birti bréf mitt óstytt, þar eð hún hefur farið yfir mörk al- menns velsæmis og birt lygar og róg um einn af ágætustu mönnum þjóðar vorrar. Virðingarfyllst, Hrafnkell A. Jónsson, Klausturseli, Jökuldal, N.-Múl. ERUM FLUTTIR i HÚS OKKAR AÐ SUÐURLANDSBRAUT 10 ÞAR BJÓÐUM VIÐ YÖUR ALLAR TRYGGINGAR, BETRI ÞJÓNUSTU. HAGTRYGGINGARHÚSIÖ ER í ALLRA LEIÖ - NÆG BÍLASTÆDI. <$> HAGTRYGGING HF.<f> síMi- 8-5588 Okukennsla Æiingarlímar Hdgi dí- Scssilíusson Bólsiaðahltð 42 - Sími 813U9 4 tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.