Vikan - 28.01.1971, Qupperneq 6
BÚSLOÐ
SPIRA
•________ ~ II I-- TftMEIir I
3
svefnbekkurinn hannaður
af
Þorkeli G. Guðmundssyni]
BÚSLOÐ
HÚSGAGNAVERZLUN
VIÐ NÓATÚN — SfMI 18520
Athugið
Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og
jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við
það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því
að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali.
Gott verð.
LITAVER
iSVEÖ 22-24
30280-32262
cJreymdi
Skurður á kvið
Kæri draumráðandi!
Fyrst af öllu vildi ég þakka ykk-
ur fyrir alveg hárrétta ráðningu á
draumi sem ég sendi ykkur fyrir
stuttu. En nú er ég svolítið nervös
út af draumi sem mig dreymdi
ekki alls fyrir löngu. Mér virtist
hann svo óhuggulegur, að ég er
viss um að hann boðar ekki gott.
Draumurinn er svona:
Ég var stödd meðal fjölda ann-
arra skólakrakka fyrir utan háar
byggingar, og vorum við öll á
hlaupum til að verjast miklu grjót-
kasti, sem að okkur var beint. Ein-
hvernveginn dróst ég afturúr, og
að síðustu var ég orðin ein; átti
eftir um það bil 20 metra að hin-
um krökkunum sem voru öll lögst
á götuna.
Allt í einu kom ég auga á Itíið
barn í þvögunni, og var það stúlka.
Og áður en ég vissi af hafði strák-
ur, á að gizka 12 ára hent í það
steini. Barnið fór auðvitað að gráta
og ég hljóp að því óhindruð. Um
leið og ég tók það upp athuqaði
ég undir skyrtuna og sá að blóð
rann framan á maganum. Ég hljóp
með það áleiðis heim og var í
engum vafa með hvar það ætti
heima, þótt ég kannaðist ekkert
við barnið. Aður en ég fór inn í
húsið athugaði ég sárið aftur og
beint framan á kviðnum var stór
skurður. Mér fannst sem blóð og
þvag kæmi úr sárinu og rann það
um höndina á mér.
Þegar ég loksins komst inn til
móður barnsins, var það að mestu
mðevitundarlaust, en þegar ég tók
það upp af götunni var það grát-
andi og virtist ánægt á svipinn.
Þegar ég sá að það var orðið með-
vitundarlaust hugsaði ég með mér
að það væri örugglega vegna eitr-
unar sem kæmist um líkamann
vegna þvagsins. Éq fór inn í bað-
herbergið, dýfði höndinni í kalt
vatn og setti á kollinn á barninn
Þá komst það aftur til meðvitund-
ar og gerði mig hamingjusama.
Svo kom sjúkrabíll og fór með
það. Sfðar um kvöldið saoði
mamma mín að barnið væri dáið.
Það fékk óskaplega mikið á mig
og ég grét allt hvað af tók. Frændi
minn, sem býr f Reykjavík, giftur
og á barn, kom þá og huggaði mig
með því að kyssa mig í lengri
tíma. Þegar hann loksins reis upp,
þá slefaði hann svona ferlega bæði
á mig og við hliðina . . .
Lengri varð draumurinn ekki, en
alveg nógu ógeðfeldinn fyrir það.
Ein tæplega 17 áraog berdreymin
á Akureyri.
Tarna var skrítinn draumur, og
svo sannarlega fyrirboSi eins og
annars. í honum skiptast á skin og
skúrir, en aðalinntakið er þó að
miklar framfarir munu eiga sér
stað í lífi þínu og á endanum ræð-
ur sigursældin öllu. En ef við för-
um út í smáatriðin, þá er ekki ólík-
legt að innan skamms berist þér
einhverjar fréttir, stórtíðindi, og
er sennilegt að þeim fréttum fylgi
einhver óþægindi; helzt þykir okk-
ur sem þú fáir fréttir af einhverjum
slysförum eða háska ættingja eða
vina. Inn í þetta kemur svo góð
heilsa þín, eins og við sögðum,
þá er síðasta merkingaratriðið í
draumnum, nafn frænda þíns, fyr-
ir sigursæld og velgengni.
Tennuh í spegli
Kæri draumráðandil
Mér fannst ég vera að skoða
mig í spegli og tók þá eftir því að
þrjrá tennur vinstra megin voru
svartar (tvær framtennur og augn-
tönn). Mér fannst ég taka utan um
tennurnar og losnuðu þær þá all-
ar þrjár, en ekkert blóð fylgdi þvf.
Þá tók é ghníf og skóf tennurnar,
en þær héngu allar saman.
Þegar ég hafði skafið þær urðu
þær allar hvítar og fallegar, og
þá þrýsti ég þeim á sinn stað. Mér
fannst ég finna þær gróa fastar og
síðan leit ég aftur í spegilinn og
dáðist að því hve fallegar þær
voru.
Þakka fyrirfram.
S.S.
Þetta er sannarlega óvenjulegur
draumur. Svo óvenjulegur, að við
erum með tvær ráðningar á hon-
um. Sú fyrri er á þá leið að þér
takist, með mikill ákveðni og röag-
semi, að hreinsa af þér slúðursög-
ur sem virðast ætla að reynast þér
hættulegar, og sú síðari er þér fyr-
ir langlífi en fyrir láti einhvers
vinar þíns. Sú fyrri þykir okkur þó
trúlegri.
(5 VIK'AN 4 tw.