Vikan


Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 28.01.1971, Blaðsíða 7
í FULLRI ALVÖRU LÍFSREM OG CÆDASMJOR Allt sem er gott er ýmist syndsamlegt, óhollt eða fitandi, stendur einhvers staðar. Ef menn vilja verða langlífir er hið síðastnefnda ef til vill hættulegast. Sjónvarpsviðtal við Sig- urð Samúelsson lækni var verðug áminning og hug- vekja að loknu ofáti liátið- anna. Sigurður lagði mönn- um óspart lífsreglurnar um mataræði og lífshætti og benti á ólalmörg atriði, sem margir hafa ugglaust ekki gert sér grein fyrir. Við eig- um að borða minna og hreyfa okkur meira lil að forðast menningarsjúk- dóma nútimans. Kenningar Sigurðar Sam- úelssonar eru mjög í anda ráðlegginga, sem reyndir læknar við Mayo-stofnun- ina í Bandaríkjunum hafa tekið saman og hirzt liafa í blöðum víða um heim að undanförnu. Það voru bræðurnir William og Charles Mayo, sem stofn- uðu Mayo-sjúkrahúsið um aldamótin i smáhænum Rochéster í Minnesota-fvlki. Orðstír þessarar lækninga- miðstöðvar hefur farið vax- andi með thnanum, og nú er svo kojnið, að ár hvert koma þangað rúmlega 200 þúsund manns til þess að reyna að fá svar við hinni sígildu spurningu: „Ilvern- ig get ég aukið vellíðan mina og lifað lengur?“ — Læknarnir, sem tóku sam- an ráðin og hirtu þau, hafa tuttugu ára meðalstarfsald- ur, og er því ástæða lil að ætla, að þeir hafi nokkuð til síns máls. Og ráðlegg- ingarnar, sem eiga að geta lengt lif okkar frá einum og upp í þrjá áratugi, ef þeim er fylgt nógu dyggi- lega, eru í stuttu máli þess- ar: 1. Gerðu þér grein fyrir þvi, að það er fyrst og fremsl undir sjálfum þér komið, livort þér hlotnast langlífi. 2. Farðu reglulega í læknisskoðun. 15. Taktu tillit til líklegra sjúkdómseinkenna. 4. Dragðu úr líkams- þvngd þinni með hverju ár- inu sem líður. 5. Hættu að reykja. 6. Varaðu þig á áfenginu. 7. Stundaðu einhverjar likamsæfingar eða iþróttir. 8. Vertu hjartsýnn. !). Taktu þér frí. Svo mörg voru þau orð. Liklega finnst einhverjum lítið nýjabragð að þessum lífsreglum. Og víst er um það, að allir liafa heyrt þær áður oft og mörgum sinn- um, en hinir eru færri, sem Iiafa fylgt þeim. Hér er ekki ráðrúm til að útskýra reglurnar, en liverri fyrir sig fylgir löng greinargerð með dæmum og útlistun- um. Sérfræðingarnir leggja áherzlu á að leiðrétta þann úthreidda og liættulega mis- skilning, að það sé eðlilegt að menn fitni og þyngist með aldrinum. Eftir þvi sem menn eldast eykst lik- amsfita þeirra á kostnað vöðvanna. Svo að aftur sé vikið að þætti Sigurðar Samúelsson- ar, l)á er vert að vekja at- hvgli á einu atriði, sem hann minntist á. Hann tók þar skýrt fram, að hann væri enginn óvinur land- búnaðarins eða mjólkur- samsölunnar, þótt hann ráðlegði mönnnm að nevta mjólkurvara í liófi. Hann henti á, að það væri lág- markskrafa neytenda, að þeim væri gefinn kostnr á að kaupa mjólk með mis- munandi fitumagni. Hann taldi fráleitt, að allir skyldu þurfa að drekka sömu mjólkina, hvort sem þeir ættu að varast fitu eða ekki. Þetla atriði er sannarlega athyglisvert og hefur ekki oft komið fram áður, þótt vissulega hafi nóg verið ]>ráttað um mjólkurumbúð- ir og sölufyrirkomulag. Og ekki má glevma bless- uðu smjörinu. Halldór Lax- ness vék að þvi i orðlagðri áramótahugvekju sinni og sagði meðal annars: „I þann tíma var það talið fjandsamlegt lýðræði i landinu ef einhver fram- leiddi belri vöru en annar, alt varð að miðast við það versta, þeir sem unnu vel voru fáir og það gerði ekk- ert til þó þeim væri straff- að, en það má aldrei móðga skussana. Þegar það komst upp, að „norðansmjör“ væri gott þá ákváðu mjólk- uryfirvöldin, sem hafa fyr- irkomulag sitt frá Kristjáni fjórða danakonúngi, að alt smjör, ilt og gott, hvaðan sem það var af landinu, skyldi gert að „gæðasmjöri“ með fororðningu einsog í dentíð, til þess að koma í veg fyrir að mjólkurbúin keptu hverl við annað i gæðum.“ G. Gr. 4. tbi. viKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.