Vikan


Vikan - 28.01.1971, Síða 21

Vikan - 28.01.1971, Síða 21
Er nokkuð eins ergilegt og þegar börnin spyrja um allt milli himins og jarðar, og mað- ur hefir ekki tíma til að svara þeim og veit ekki heldur hvern- ig á að svara? Anita er engin undantekning. Hún er nýlega orðin fimm ára, byrjuð í leikskóla og finnst það óskaplega gaman. En á hverjum degi, þegar hún kemur heim, þarf hún að gera athugasemdir við alla skapaða hluti. Foreld- rar hennar hugleiða hvort hún læri þetta í leikskólanum. Hún er farin að leggja fyrir þau spurningar, sem hún hefir aldrei gert áður. Meðal annars spyr Anita mikið um guð. Hún vill vita hvernig hann lítur út, hvort það séu englar og alls kyns skraut í kringum hann. Hún er jafnvel farin að hugsa um dauð- ann og þá er hún mjög alvar- leg. Hún er mjög hugsandi út af því hvernig maður deyr, hvernig það sé að deyja og hvað skeði þá. Anita virðist hugsa mikið um þetta á kvöldin, og þá á hún erfitt með að sofna. Stundum, þegar Anita hefir horft á sjónvarp, séð mikið af slysum og dáftu fólki, verður hún mjög óróleg og hrædd. Og þá kemur oft fyrir að hún fær martröð. Anita hefir aldrei komizt í nána snertingu við dauðann. Enginn af fjölskyldunni afar eða ömmur, hafa látizt á ævi hennar, og foreldrarnir furða sig á því hvað hafi gert hana svona hrædda við dauðann. Stundum, þegar leikfélagar Anitu eru heima hjá henni, kemur það fyrir að þau loka sig inni á baðherberginu og móðir- in heyrir að þau hvíslast á og flissa. Einu sinni gat móðir hennar opnað dyrnar og þá sá hún að Anita og jafnaldra drengur, voru búin að klæða sig úr buxunum og virtu hvort arnað fyrir sér. Foreldrar Anitu vita ekki hvernig þau eiga að bregðast við þessu. Hvað liggur á bak við þessa forvitni? BARNASÁLFRÆÐINGURINN SVARAR — Já, það er einfalglega þann- ig, segir Lillian Gottfarb, að fimm ára börn fara að hafa áhuga á því sem umhverfis þau er, öðru en sjálfum sér eða fjöl- skyldunni. Það er næsta furðu- legt hvernig mannsheilinn starfar á þessu sviði. Því að öli börn, allra kynslóða, hafa lagt fram þessar sömu spurningar, spurningar um upphaf manns- Mamma, af hverju er Kalli ekki eins — Það er skaðlegt að láta fimm ára börn horfa á sjónvarpsfréttir, segir barnasálfræðingurinn Lillian Gottfarb í þessari grein í greinaflokknum „Við og börnin okkar“. Þessi grein fjallar um spurningar barna og hvernig eigi að bregðast þeim.... við og börnin okkar ins og framtíðina. Hræðsla An- itu, þegar hún horfir á stríðs- fréttir, verður til þess að hún fer að hugsa um dauðann. Spurningarnar hrannast upp í huga hennar. Þegar hún horfir á barnakvikmynd í sjónvarpinu og þar deyr eitthvert dýr, þá hefur það mikil áhrif á hana, einmitt vegna þess að hún er á þessum aldri. Hún reynir að skilja atburða- rásina og þar af leiðandi hugs- ar. hún að jafnvel hún geti dáið, mamma getur dáið og pabbi líka. Og ef eitthvert þeirra deyr, þá hefur það óhjá- kvæmilega í för með sér að þau geta ekki verið saman. Þetta er míög mikil lífsreynsla fyrir svo lítið barn. Hugtakið dauði er svo fjar- lægt að hún getur ekki skilið það, en hún skilur það að til þess gæti komið að hún fengi ekki að vera samvistum við for- eldra sína. Að hugsa sér, ef mamma og pabbi deyja, þá verð ég ein, hvernig á ég þá að fara að, hugsar Anita. Eða ef ég dey? Hvert fer ég þá? Hver verður hjá mér? Hvaða svör eiga foreldrar að gefa við öllum þessum spurn- ingum? — Ég held, segir Lillian Gott- farb, — að þetta hafi orðið erf- iðara með tilkomu sjónvarps- ins, þar sjá börnin svo margt, sem erfitt er að skýra fyrir þeim. f fréttatímunum .pr til dæmis, oftast verið að sýna myndir af hryllilegum slysum og hamförum. Það er alveg úti- lokað að lítið barn geti sett sig inn í það. Ég held að það sé beinlínis hættulegt að láta börn horfa á fréttatímana. Sumpart vegna þess að það gerir þau hrædd, meðan þau eru á þessum viðkvæma aldri, og sumpart vegna þess að þar er svo margt sýnt, sem ekki er auðvelt að útskýra. Það er eins og börn séu mót- tækilegri fyrir atburðum sem þau sjá á teiknimyndum, en þegar það er lifandi U'k sem kemur við sögu. Þegar foreldrar reynt kð út- skýra dauðann fyrir b-'ninu, er um að gera að gera pað á sem einfaldastan hátt. En það er ekki auðvelt, þegar jafnvel fullorðna fólkið er angistarfullt og kvíðir dauðanum. Þá er að gera sitt bezta. Til dæmis má benda á dauða flugu eða fuglsunga, segja barninu að þessi dýr geti ekki hreyft sig, geti ekki séð, ekki flogið eða Framhald á bls. 46. 4. tw. YIKAN 21 flOQ

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.