Vikan - 28.01.1971, Side 23
og sú varð brátt raunin á
þessum slóðum. Hræðslu-
bandalag 'Alþýðuflokksins
og Framsóknarflokksins
við alþingiskosningarnar
1956 gerbreytti allt í einu
vígstöðunni á Akureyri, svo
að uggvænleg bætta steðj-
aði að Jónasi G. Rafnar.
Orrustan i höfuðstað Norð-
urlands þótti vopnaleikur
prúðra drengja, en keppi-
nautarnir lágu samt enpan
veginn á liði sinu. Fór svo,
að Friðjón Skarpliéðinsson
þáverandi dómsmálaráð-
lierra hlaut 1579 atkvæðli
Akurevringa og fimmtán
umfram Jónas G. Rafnar,
er sat heima með sárt enn-
ið. Hins vegar átti Jónas
ekkcrf á hættu í fyrri kosn-
ingunum 1959, ])ar eð allir
kærleikar með Alþýðu-
flokknum og Framsóknar-
flokknum voru þá úr sögu
og hin gamla regla aftur í
gildi um lilutskipti atkvæða.
Rar hann úr býtum 1549
atkvæði og gekk á ný keik-
ur til sætis á alþingi. Hann
skipaði efsta sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokks-
ins á austanverðu Norður-
landi haustið eftir og varð
annar þingmaður kjördæm-
isins og síðan endurkosinn
1963 og 1967. Nú lætur
hann af þingmennsku við
næstu kosningar og mun
ætla sér náðuga daga.
Jónas G. Rafnar er for-
seti efri deildar og stýrir
fundum hennar þannig, að
öllum likar. Eitthvað mun
hann hafa komið til tals
sem ráðheri*aefni i sumar
leið eftir að Jóhann Haf-
stein gerðist oddviti rikis-
stjórnarinnar við sviplegt
fráfall Bjama Benedikts-
sonar, en það spjall féli nið-
ur, og Auður Auðuns
Iircppti sessinn tigna.
Auk ættarfylgisins hefur
Jónas einkum notið kurteisi
sinnar og snyrtimennsku
meðal kjósenda á Akur-
eyri, enda cr maðurinn fríð-
ur sýnum, alúðlegur í við-
móti og vel til fara. Jónas
þótti og liðtækur þingmað-
ur framan af, brást þægi-
lega við tilmælum og rejmd-
ist laginn að koma fram
málum. Lætur honum einn-
ig prýðilega að koma á
framfæri óskum sinum um
pólitíska liðveizlu, enda
geðprúður og hófsamur, en
þó ýtinn. Jónas G. Rafnar
biður um atkvæði kjós-
enda fremur með augunum
en vörunum. Eigi að síður
er liann kappsfullur og hör-
undsár. Sveið honum til-
finnanlega hyltan 1956 og
gerðist upp úr þvi eins og
miður sín. Hefur .Tónas þá
sennilega fundið til þess,
hvað veraldarframinn er
sleipt kefli í hendi, og tek-
ið að ilniga, hvort lysti-
snekkja hans væri ekki bet-
ur komin inni á lygnum
polli en úti á úfnu hafi.
Hann telst varla skörungur
i bankastjórastól, en skip-
ar hann myndarlega og
lætur sér liða vel í því hæga
sæti.
Jónas G. Rafnar hefur
ekki mátt sin mikils í orða-
sennum á alþingi eða í hér-
aði. Hann likist í móður-
ættina um létt hjal fremur
en honum kippi í föðurkyn-
ið um mælsku og ritleikni.
Jónas er hins vegar svo
slyngur i umgengnisháttum
Steinnesmanna, að hann
kemst af án skapsmuna
Jónasar afa síns og kimni
föðurins og verður þó far-
sæll. Hann beitir aldrei
hörku í samskiptum, en
krækir sér hægt og rólega
i drjúgan skammt á disk
sinn úr hverjum eftirsókn-
arverðum potti. Samt mun
hann ekki lvstugri en ger-
ist og gengur og dregur sig
þess vegna óvænt i hlé úr
veizlunni, þó að enn væri
þar von á mörgum bita.
Framhald á bls. 43.
4. tbi. VIKAN 23