Vikan


Vikan - 28.01.1971, Side 41

Vikan - 28.01.1971, Side 41
unum. En við verðum að vera stöðugir, svo að við stöndum af okkur öldurnar. Einn á ströndinni. fig vona að hann heyri í mér þrátt fyrir gnýinn í sjó og vindi. Brotsjór færir okkur al- gerlega í kaf. Svo spyrni ég í klöppina af öllu afli og ýti flekanum frá; Sálvidia gerir áreiðanlega hið sama, því allt í einu erum við lausir við land og aldan ber okkur frá. Salvi- dia situr á flekanum fyrir framan mig, en rétt um leið og ég hífa mig alveg upp á flekann kemur öflug alda líkt og að neðan og slengir okkur eins og tómri dós á hvassa nibbu, sem er yzt klappanna. Við skellum á nibbuna af roknakrafti og tunnurnar flís- ast í fjalir. Næsta fráfallandi alda dregur mig tuttugu metra út frá klöppinni, en sú næsta sem kemur af hafi skolar mér í land. Mér tekst að klemma mig fastan svo að ég skolast ekki út með útsoginu, en þegar ég kemst almennilega á þurrt geri ég mér ljóst, að mér hefur skolað tvö hundruð metra spöl frá staðnum, þar sem við ýttum frá. Án þess að hirða um nokkra varkárni öskra ég: Salvidia! Hvar ertu? Enginn svarar. Líðan minni verður ekki lýst. Ég læt fall- ast á stíginn. Drottinn minn góður, hvar er félagi minn? Og ég öskra aftur fullum hálsi: „Hvar ertu?“ En enginn svar- ar mér nema vindurinn og sjór- inn. É'g veit ekki hve lengi ég ligg þarna á ströndinni. Síðan fer ég að gráta af heift og ég hendi frá mér litlum poka með tóbaki og eldfærum, sem ég bar um hálsinn. Félagi minn hafði fært mér þetta af brjóst- gæðum, því að sjálfur reykti hann ekki. Ég stend upp, sný mér í vind- inn og stari á þessar hræðilegu öldur, sem öllu höfðu svipt mig í einu vetfangi, og formæli Guði heitt og lengi. Vindinum slotar og það verð- ur til þess að ég næ valdi á mér aftur, verð rólegur. Eg ákveð að reyna að komast aft- ur inn í rúmið mitt í sjúkra- stofunni. Ef heppnin verður með mér ætti þetta ekki að vera ómögulegt. Það tekst líka. Ég klifra yfir múrinn umhverfis sjúkrahúsið, því að ég veit ekki hvar Salvi- dia hefur falið lykilinn að aðal- innganginum. Lykilinn að sjúkradeildinni finn ég fljótt. Ég læðist inn og tvílæsi á eft- ir mér. Svo geng ég út að glugga og hendi lyklinum eins langt og ég get, hann kemur niður hinum megin við múr- inn. Svo legg ég mig. Inni- skórnir eru það eina sem nú gæti komið upp um mig; þeir eru blautir. Ég reyni að vindá úr þeim. Síðan dreg ég lakið uppyfir höfuð og smám saman hlýnar mér. Drukknaði félagi minn virkilega? Kannski skol- aði honum enn lengrá út en mér, en kannski hafði hann náð taki á einhverri yztu klöppinni. Beið ég ekki nógu lengi? Ég hefði átt að hafa að- eins meiri biðlund. Eg ákæri sjálfan mig fyrir að hafa tal- ið vin minn of snemma af. í skúffunni í litla náttborð- inu eru tvær svefnpillur. Ég gleypi þær báðar án vatns. Ég hef nógu mikið af slefu í munn- inum til að kingja þeim með. Næst: Síðasta flóttatilraunin. ☆ Verkfæri & járnvörur Skeifunni 3b — Sími 84480 Fullkomnasta trésmíðavepkstæðið á minsta gólffleti fyrir heimili, skóla og verkstœði Hin fjölhæfa 8-11 verkefna trésmiöavél: Bandsög, rennibekkur, hjólsög, frœsari, band- slípa, diskslípa, smergel- skífa og útsögunarsög. Fáanlegir fylgihlutir: Afréttari þykktarhefill og borbarki. 4. tbi. vikan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.