Vikan


Vikan - 06.05.1971, Síða 10

Vikan - 06.05.1971, Síða 10
MfflMMEl EFTIR LÚPUS S§ EJIUHl Sjálfstæðisflokkurinn hafði um skeið verið í mik- illi sókn á Vestfjörðum, þegar kjördæmabreytingin kom til sögunnar 1959, þrátt fyrir ófarir í Barða- strandasýslu og Vestur-Isa- fjarðarsýslu 1956 í tíð „hræðslubandalagsins“. Fékk hann kjörna þing- menn í fjórum af fimm kjördæmum á þeim slóð- um sumarið 1959, en hlaut að láta slikt happ úr hendi sleppa um haustið, er hlut- fallskosningarnar voru upp teknar. Ýttust liðsoddar hans veslra óþyrmilega á um framboðið, en leikar fóru svo, að röðin á fram- boðslistanum varð Gísli Jónsson, Kjartan J. Jó- hannsson, Sigurður Bjarna- son og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Fimmta sæt- ið skipaði hins vegar nýr maður á vettvangi lands- málabaráttunnar, þó að kunnur væri af stjórnmála- umsvifum á ísafirði. Sá hét Matthías Bjarnason og taldist líklegur að láta um sig muna. Svo reyndist og fyrr en varði. Matthías Bjarnason gaf ekki lcost á sér á framboðslistann að- eins til uppfyllingar. Hann ætlaði sér mikinn hlut og hefur fengið fram þann vilja sinn. Tilviljun veldur nokkru i því efni, en sér í lagi kap]) og skap manns- ins. Honum lætur ekki að sitja i logni, en kýs gjarnan að sigla hvassan hyr úfinn sjó þangað, sem hugur hans stefnir. Matlhias Bjarnason fæddist á Isafirði 15. ágúst 1921, sonur Bjarna Bjarna- sonar kaupmanns þar og síðar i Reykjavik og konu hans Auðar Jóliannesd. Matthias nam gagnfræði á ísafirði, en settist siðan í Verzlunarskólann og lauk hurtfararprófi þaðan 1939. Hvarf hann að þvi búnu heim til ísafjarðar og gerð- ist framkvæmdastjóri Djúpbátsins og síðar út- gerðarfélagsins Kögurs og Vélbátaáhyrgðarfélags ísa- fjarðar, en hefur einnig rekið verzlun þar í kaup- staðnum allt frá 1943. Sjálfstæðismenn kusu Matthias Bjarnason í bæj- arstjórn Isafjarðar 1946. Átti hann sæti þar óslitið til 1970 og var forseti henn- ar 1950—1952 og í bæjar- ráði frá 1950. Matthías hef- ur gegnt fjölda trúnaðar- starfa fyrir Sjálfstæðis- flokkinn á Isafirði og Vest- fjörðum og verið í hópi gunnreifustu foringja hans vestra. Matthias Bjarnason varð fljótlega aðalleiðtogi sjálf- stæðismanna i hæjarmál- um ísafjarðar, en virtisl lílt hyggja á æðri frama fvrst um sinn. Kjartan J. Jóhannsson hafði unnið kjördæmið af Alþýðu- flokknum 1953, þegar Hannihal Valdimarsson féll kylliflatur fyrir honum og „rauði bærinn“ breytti allt í einu um lit. Kjartan var svo endurkjörinn þing- maður Isfirðinga fyrir- hafnarlaust 1956 og sum- arið 1959. Naut hann per- sónulegra vinsælda, því að hann þótti daufur kenni- maður á pólitísk fræði, en því lipurri og geðþekkari í samtölum og umgengni við kjósehdur. Studdi Matthias þennan prúða samlierja sinn dyggilega til þing- mennsku, en sá brátt fram á, að heit víkingslund sín myndi kannski alveg eins sigurstrangleg og mjúkar læknishendur Kjartans. Virtist og einsýnt, að Matt- hías erfði ísaf jarðarríki Sjálfstæðisflokksins á sín- um tíma. Undirbjó hann það með því að fallast á að skipa fimmta sæti á fram- boðslistanum vestur á 10 VIKAN 18.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.