Vikan - 19.08.1971, Side 18
I
Lifðu lifinu
FRAMHALDSSAGA EFTIR H. SHEFFIELD
FIMMTI IILUTI
ROBERT
Vió skröltum áíram að leigu-
flugvélinni. Eg vissi fyrirfram
að flugmaðurinn var einn af
þessum andstyggilega peninga-
gráðugu Ameríkönum, sem að
mínu áliti eru hrein afhrök.
Mér fannst ég vera óhreinn og
taugaveiklaður og þurfti reglu-
lega á því að halda að vera
kaldur og kærulaur, því að mér
var svo vel Ijóst hvað beið min.
Hjarta mitt var suðvitað hjá
stúlkunni yndislegu, sem sat
við hlið mé’- og stýrði jeppan-
um og reyndi árangurslaust að
skilja afstöðu mína. Hvað hafði
ég gjört? Ég hugsaði um þetta
fram og aftur. Hvaða öngþveiti
var ég búinn að koma sjálfum
mér í? Hún var svo töfrandi,
gjöful og elskuleg. Hvar var
nú hinn fasti ásetningur minn
um að hætta öllum framhjá-
hlaupum og vera tryggur og
trúr Catherine minni? En ég
hafði ekki tíma til að hugsa um
það á þessari stundu, ég þurfti
að taka á öllu sem til var til að
standast það sem beið mín. Ég
settist í það sæti sem var ætl-
að aðstoðarflugmanni og lét á
mig heyrnartæki, til að heyra
hvað flugmaðurinn sagði. —
Þetta er Yankee Kilo flugstjóri,
heyrirðu til mln? Ég heyrði vel
til hans og sagði honum það.
— Ertu með peningana? É'g
fullvissaði hann um að svo væri
og fleygði til hans umslagi með
peningum í. Hann kinkaði koUi
og bætti við: — Þegar við kom-
um til Congo tekur þyrla við
ykkur og flýgur með ykkur til
búðanna. Þegar þið hafið lokið
ykkur af, flýg ég aftur með
ykkur til Uganda. En ég tek
það f ram, að ef þið verðið
gripnir, þá heyrið þið aldrei
frá mér. Er það í lagi?
Ég kinkaði kolli. Þessi tíkar-
sonur, — leiguþýsblók, vissi að
það var allt í lagi. Hann var
eins og flóttalegur kaupmaður
á brunaútsölu, viss um ágóða
sinn, en þurfti samt að fá það
staðfest. Þetta var þjófur, við-
urstyggileg afæta, nothæfur
eingöngu vegna þess að hann
kunni til verka. Við þögðum
mestan hluta leiðarinnar. Þessi
maður var hluti af ofbeldinu,
einn þeirra sem fela lífshættu-
legar sprengjur undir steinum.
Þessir menn auðga sjálfa sig á
andstyggilegu ofbeldinu, og satt
að segja vorum við Michael í
þeirra hópi þennan dag, svo ég
segi sem minnst.
Flugmaðurinn lenti með okk-
ur, snilldarvel, og þar beið
þyrlan, sem átti að flytja okk-
ur Michael til búða leiguher-
mannanna, sem börðust fyrir
þann sem hæst bauð, hvorum
megin sem var. Þessir menn
höfðu verið kallaðir „terror-
istar“ eða „hinir hræðilegu".
Þeir komu til móts við okkur,
það var heil móttökunefnd, og
það var ekki annað að sjá en
að þeir væru hinir hressustu,
þegar ég fór að tala inn á seg-
ulbandið: — Þetta eru hinir
frægu leiguhermenn, mennirn-
ir í fremstu línu. Við erum í
Congo, einhvers staðar milli
Bouta og Stanleyville. Frammi
fyrir okkur eru búðir leigulið-
anna, „terroristanna“. Við höf-
um oft séð slíkar herbúðir í
sjónvarpinu, en þetta er í fyrsta
sinn sem við erum staddir í
þessum sérstöku búðum, til að
líta í kringum okkur og sjá
hvemig liðið er þjálfað, eins
konar herskóli, sem sér um
þjálfun leiguhermanna, sem
hafa þetta að atvinnu, sem oft-
ast er vel launuð.
Foringinn horfði á mig og
það gætti efa í augnaráði hans.
— Heyrið mig, herra minn,
þetta eru aðeins þjálfunarbúð-
ir, yður hlýtur að vera það
1 jóst?
Við höfðum verið að vaða
upp að hnjám i vatni, sem var
ekkert annað en gulleit leðja.
Þetta var lækur, ekki samt
nógu djúpur fyrir krókódílana,
on við höfðum vaðið yfir marga
slíka á leið okkar og ég talaði
stanzlaust inn á segulbandið.
Foringinn var mjög málgefinn
og ákafur í frásögn sinni, sem
óg held að hafi verið sannleik-
anum samkvæm, sagði mér allt
um sjálfan sig og félaga sína;
við þjálfum pilta alls staðar
ið frá Evrópu . . .
— Unga menn? spurði ég
meðan Michael hélt sig að
myndatökunni.
— O, ekki eingöngu. Þeir eru
á öllum aldri. Meðaltalið held
ég sé þrjátíu og fimm ár.
— Hvaða atvinnu stunduðu
þessir menn, áður en þeir komu
hingað?
— O, allt mögulegt, en aðal-
lega eru þetta uppgjafa her-
menn og lögregluþjónar, Reynd-
ar eru flestir vanir vopnaburði,
og . . . já . . þeir hafa ekkert
á móti hernaðaraðgerðnm.
— Hve margir leiguliðar eru
hér?
— Ja, það koma um það bil
fjörutíu á viku. Þeir fá þjálf-
un . . . Maðurinn baðaði út
höndunum á franska vísu. Hann
var svolítið skömmustulegur á
svipinn, en samt hreykinn. Mér
fannst hann fráhrindandi, en
líklega var hann það alls ekki.
Catherine hefði fundizt það, en
hann var aðeins mannlegur.
Hann var búinn að fá meira
sjálfsöryggi, en þegar hann
barðist í síðari heimsstyrjöld-
inni. Hár hans var farið að
þynnast, en hann var frekar
góðlegur á svip. Já, jafnvel
föðurlegur, eða afalegur, því að
liklega var hann orðinn afi.
Það, að hann væri fráhrindandi,
sá ég líklega með augum konu
minnar. Jafnvel Candice hefði
ekki fundið neitt að honum.
Hann var sem sagt „notalegur
náungi".
Ég brosti vingjarnlega, svo-
lítið utan við sjálfan mig og
sagði: — Ykkur þykir líklega
ekki skemmtilegt að vera kall-
aðir leiguhermenn?
— Nei, en það er ekki. ein-
göngu það . . við höfum ekk-
ert sérstakt á móti því að vera
kallaðir leiguhermenn . . . en
við erum engin skrímsli. Sum-
ir blaðamenn . . . sumir . . .
ja, samverkamenn þínir, hafa
kallað okkur „hræðilega" og
alls konar ónefnum. Mér þyk-
ir það slæmt, því að ég get
ekki séð að við séum nokkuð
verri en herir Sameinuðu þjóð-
anna, sem gera það sama. Yið
fáum reyndar ekki heiðurs-
merki og höfum ekki sömu
tryggingu. Þeir hafa tryggingu
að baki sér, sem við höfum
ekki.
!& VIKAN 33. TBL.