Vikan - 19.08.1971, Side 39
hljómsveitinni og var sú hljóðrit-
uð að viðstöddum áheyrendum.
Strax rauk platan upp vinsælda-
listana. „Við erum nokkuð ánægð-
ir með plötuna," sagði Simon, „og
vonum að aðdáendur okkar séu
það líka. Við gerðum okkur grein
fyrir því þegar við hættum, að
margir yrðu mjög vonsviknir, en
við vonum að þetta sama fólk
verði opið fyrir því sem við ger-
um í framtíðinni og hafi áhuga
á nýju hljómsveitunum."
„Þetta er síðasta platan sem
FREE vann að." sagði Paul, „og í
minum augum er hún saga hljóm-
sveitarinnar. Þess vegna finnst
mér hún ákaflega mikils virði,
persónulega. A henni eru öll okk-
ar vinsælustu lög og okkur þykir
sérstaklega vænt um stúdíó-lagið,
sem er eins konar yfirlýsing um
það sem var að gerast innan
hljómsveitarinnar þegar hún
hætti."
☆
FER BJÖRGVIN ... ?
Framhald af bls. 21
gera mér neinar gyllivonir. Þá
verð ég ekki fyrir vonbrigðum. Ég
tek þessu tækifæri ef það býðst,
en stóla ekkert frekar á það á
meðan það liggur ekki hreinna
fyrir."
Margoft hefur verið minnzt á
LP-plötu þá sem Björgvin hefur
verið að syngja inn á, en ennþá
hefur ekki verið lokið við að taka
hana upp. „Ef ég á að segja alveg
eins og er," sagði Björgvin, „þá
er ég.eiginlega búinn að fá leið
á henni. Það hefur gengið ákaf-
lega illa að komast inn í stúdíó
hérna og nú er ég búinn að ákveða
að hætta að láta þetta valda mér
höfuðverk. Ég mæti í upptöku
þegar mér verður sagt að mæta,
en geri ekkert i þessu þess á
milli, enda hef ég nóg annað að
gera; við í Ævintýri reiknum með
að fara til London einhvern tima
í næsta mánuði að taka upp LP-
plötuna okkar og því er nóg að
gera."
Komist Björgvin til Toyko ósk-
um við honum til hamingju, ann-
ars er það bara „töff lökk" og við
bíðum í ofvæni eftir LP-plötunum
tveimur.
☆
SYNDAGJÚLD
CAPONES
Framhald af bls. 17
Hann hafði auðvitað aldrei
borgað eyri í skatt, og það var
allt annað en auðvelt að sanna
að hann ætti eyrisvirði. Capone
hafði skrifað húseignir sínar í
Chicago og Miami og landssetur
sitt í Wisconsin á nafn eigin-
konu sinnar. Hann hafði aldrei
haft bókhald, bankareikning
eða undirritað ávísun. Að sið
gamalla maurapúka varðveitti
hann peninga sína í viðarkistli,
sem hann oftast hafði til fóta
þegar hann svaf.
Elmer L. Grey, yfirskatt-
stjóri, varð gráhærður af
áhyggjum út af þessu. Allur
heimurinn vissi að Capone átti
milljarða. En engin skrifuð
sönnun fannst fyrir því að þessi
auður væri til. Heldur en ekki
neitt greiddi skattstjórinn at-
lögu að Ralph, bróður Capones.
Sumarið 1930 var Ralph Ca-
pone dæmdur til þriggja ára
fangelsisvistar ' fyrir skattsvik
og hlaut auk þess að greiða á
aðra milljón króna í sektarfé.
A1 Capone varð hneykslaður.
Hann sagði: „Það getur ekki
verið löglegt að skattleggja
peninga, sem græðzt hafa með
ólöglegu móti. Mér finnst það
hreinlega siðl^ust."
En þá var þess skammt að
bíða að röðin kæmi að honum
sjálfum að taka gjöld glæpa
sinna. í Lexington-hóteli, aðal-
stöðvum hans í Chicago, hafði
þá um skamma hríð hafzt við
dökkhærður, sultarlegur ná-
ungi, sem nefndist Michael Le-
pito. Hann sagðist vera ræn-
ingi frá Fíladelfíu á flótta und-
an lögreglunni.
A1 Capone lagði metnað sinn
í að vernda glæpamenn á flótta.
Þess vegna tók hann Lepito að
sér og leyfði honum að gera
sig heimakominn í sex her-
berja svítu sinni á hótelinu.
Það var mesta glappaskot, sem
A1 Capone gerði um dagana.
Michael Lepito var þrjátíu og
eins árs, jafnaldri Capones. I
raun réttri hét hann Mike Ma-
lone og var einn færasti starfs-
maður skattstofunnar í Wash-
ington. Það tók hann ekki nema
fáeina daga að finna út eftir-
farandi:
Fyrir hótelsvítuna borgaði
bófakonungurinn hálfa þriðju
milljón króna í leigu á ári. Ár-
legir simareikningar hans voru
helmingi hærri. Þá komst Ma-
lone yfir sannanir fyrir því, að
Capone stjórnaði smyglhring
með útibúum yfir öll Banda-
ríkin.
Gimsteinakaupmaður einn
minntist þess, að hafa selt Ca-
pone þrjátíu demantskreyttar
beltissylgjur og dýrlegan gull-
borðbúnað fyrir hálfa þriðju
milljón króna. í húsgagnaverzl-
un einni hafði hann gert inn-
kaup fyrir á fimmtu milljón
heimurinn segirjá
viS hinum togagyiltu
BENSONand HEDGES
33. TBL. VIKAN 39