Vikan - 19.08.1971, Qupperneq 47
MIG ÐRBYM0I
Loðin bringa
Kæri draumráðandi!
Ég var á balli eitt kvöldið og þá
sá ég strák sem ég hef ekki
séð í marga mánuði. Ég hef
aldrei talað við hann eða haft
áhuga á honum, en þetta kvöld
gaf ég honum nánari gætur og
leizt vel á hann. Þó talaði ég
ekkert við hann.
Um nóttina dreymdi mig að
hann væri að sýna mér og ein-
hverjum öðrum bringuna á sér.
Hún var svo loðin að ég hef
aldrei séð annað eins og hárin
voru öll kolsvört.
Sara Ornólfsdóttir.
Slæmt var að þú skyldir ekki
hafa sent okkur nafn piltsins, því
eins og draumurinn er, er hann
erfiður viðureignar. En í þess-
um draumi eru veikindi — nafn
piltsins hefði getað frætt okkur
um það hver verður veikur en
þú ættir líka að huga nánar að
piltinum. Það sakar varla.
Gifting
Kæri draumráðandi!
Mér fannst ég vera að fara að
gifta mig, en ekki vissi ég hver
maðurinn var. Ég var komin í
brúðarkjólinn, hvítan, sem mér
fannst frænka mín eiga. Tók ég
þá allt í einu eftir því að hann
var allt of stuttur. Mér fannst
þetta alveg ófært, enda er þessi
frænka mín 20 cm lægri en ég.
Næst fannst mér ég vera komin
í fermingarkjól af annarri
frænku minni, sem á að fara að
ferma. Hugsaði ég með mér að
hann hlyti að vera of þröngur
yfir brjóstin, en þegar allt kom
til alls passaði kjóllinn alveg og
fór mjög vel. Ég gekk um í hon-
um, hvítum og öklasíðum og
ágætum í alla staði.
Við þetta vaknaði ég. Með fyr-
irfram þökk fyrir ráðninguna.
Gugga.
Að dreyma sjálfa sig brúður, er
oft talið vera fyrir þjófnaði í
kringum viðkomandi, og því
ættir þú að fara varlega og vera
gætin með eigur þinar — auk
þess að benda vinum þinum og
ættingjum á hið sama. Allavega
boðar þessi draumur þér engin
hamingjutíðindi, en samt er al-
gjör óþarfi fyrir þig að hafa
áhyggjur.
Slagsmál
Kæri draumráðandi!
Mér fannst ég vera á balli. Þar
voru líka foreldrar mínir og
bróðir og strákurinn sem ég er
með — og hef verið með í nokk-
uð langan tíma. Mér fannst
pabbi koma til mín og spyrja
mig hvort við ætluðum ekki að
fara að koma heim. Ég sagði
jú, ég kem bráðum, því ég vildi
ekki fara án þess að kveðja
strákinn sem ég er með.
Síðan leit ég inn að sviðinu og
þá voru þar mikil slagsmál. Ég
horfði á um stund en allt í einu
fannst mér manni vera hent við
fætur mínar. Þá sá ég að það
var strákurinn sem ég er með.
Ég leit á hann og sá að hann
var allur blár og bólginn í
framan. Ég beygði mig niður að
honum og sagði eitthvað við
hann, en ekki man ég hvað það
var. Hann svaraði mér ekki og
þá vissi ég að hann var með-
vitundarlaus. Mér fannst ég fara
að gráta og leggjast á hnén fyr-
ir framan hann, taka utan um
hann og þrýsta honum að mér.
Þá fannst mér hann segja eitt-
hvað og um leið leit ég á hann.
Hann opnaði augun og við
horfðumst í augu og þá vakn-
aði ég.
Astfangin skólastelpa.
Þrátt fyrir að þessi draumur
hafi ekki verið mjög skemmti-
legur, er hann þér samt mjög
hagstæður. Þú hagnast veru-
lega, en ekki treystum viS okk-
ur til að segja hvort þaS er
peningalegur hagnaSur en þú
munt upphefjast og hljóta mik-
inn heiður eða heiðursviSur-
kenningu. Þó hafa sumir draum-
spakir menn haldiS fram aS
áflog væru kvenfólki fyrir öf-
und. Eins eru slys — og varla er
hægt aS segja annaS en aS kær-
astinn þinn hafi orSiS fyrir slysi
— séu fyrir blekkjandi vináttu,
en þaS er ýmislegt í draumnum
sem bendir til aS hiS góða sigri
og að ráðningin, sem við minnt-
umst á hér aS framan, standist.
Svar til Sollu á
Akureyri
Öll þín bréf fara beint í rusla-
körfuna, ólesin, þangað til þú
sendir með fullt nafn og heim-
ilisfang. Það sama gildir um
alla aðra er senda þættinum
draum til ráSningar.
Giftusamleg
björgun
Kæri draumráðandi!
Mér finnst maðurinn minn (sem
er sjómaður) vera að fara í róð-
ur á trillunni sinni og stend ég
á hafnarbakkanum og horfi á
eftir honum. Hann sigiir inn
með fjörunni, mjög grunnt, en
svo fær hann allt í einu á sig
brotsjó og bátnum hvolfir. Ég
stend í fjörunni og horfi á þetta
skelfingu lostin, en þá sé ég að
björgunarbátnum skýtur upp og
maðurinn minn kemst um borð
í hann og í land. Ég hleyp fagn-
andi á móti honum og vakna
við það.
Með vinsemd og virðingu.
S.P. Húsavík.
Að dreyma skipbrot er sjómönn-
um fyrir góSum afla og í þessu
tilviki boðar draumurinn þér
nákvæmlega þaS sama.
Svar til XVII í
Mosfellssveit
Þessi draumur þinn boðaði þér
— og boðar enn — heilsubrest,
en ekki alvarlegan og því siður
langvarandi. Einnig ættir þú að
hugsa varlega um þennan dreng,
þvi sitthvað bendir til, að í kring-
um hann sé fals og fláræði.
Svar til ÖSB á
Akranesi
ÞaS er ógiftum konum yfirleitt
fyrir giftingu, eða einhverju í
þá áttina, aS dreyma gullhringa.
NafniS sem þú gafst upp er
mjög gott og boðar hagsæld, og
allt bendir til að þú verðir ham-
ingjusöm í framtíðinni, því
nafnið Jónas boðar jafnlyndi.
Því er ekki ástæða til að ætla
að stórviðrasamt verði í kring-
um þig.
Þríburar
Kæri draumráðandi!
Mér fannst ég vera í skólanum
og þangað komu tvær stelpur,
sem voru alveg eins og ég í út-
liti. Við fórum að tala saman
um okkur og við komumst að
þeirri niðurstöðu að við værum
þríburar. Þegar við svo komum
heim fórum við svo að spyrja
pabba og mömmu hvernig á
þessu stæði og þá svöruðu þau
að þegar mamma hefði alið
okkur, hefði hún ekki treyst sér
til að hafa okkur allar þrjár. Því
var ég tekin með þeim heim, en
hinar tvær gefnar. (Við hétum
allar sama nafni).
Bella.
Nafn ykkar boðar undantekn-
ingalaust mótlæti, þannig að við
viljum ráða drauminn svo, að í
prófunum (sem voru að hefjast
er þú skrifaðir bréfið) hafir þú
misreiknað getu þína og ekki
staðið þig eins vel og þú reikn-
aðir með. Því miður — en þér
gengur betur næst.
Svar til einnar, sem
sífellt er hugsandi á
Akureyri
Því miður er draumurinn held-
ur óljós og fátt um glögg merki
í honum, en þó er greinilegt að
þú munt innan tíðar verða heiðr-
uð á einn eða annan hátt. Ein-
hver mun reyna að svikja þig,
en það er ekki fyllilega Ijóst
hvort þú munt á endanum ná í
strákinn eða hvort þú grætur
hann . . .
33.TBL. VIKAN 47