Vikan


Vikan - 19.08.1971, Side 48

Vikan - 19.08.1971, Side 48
Sí«>an Sídast UNG STLJLKA ER LÍFVÖRÐUR FRÚ NIXON Þess vegna hefur lengi verið leitað að konu, sem gæti tekið að sér að vernda frú Nixon. Og nú hefur hún loksins fundizt. Hún heitir Phyllis Schantz og er aðeins 21 árs. Hún kann samt að hand- leika skotvopn af jafnmikilli fimi og hraða og nokkur karlmaður og að auki er hún sérfræðingur ( karate og talar fjöldann allan af tungumálum. Þegar Nixon Bandaríkjaforseti fær morgunpóstinn sinn, eru næst- um alltaf morðhótanir meðal bréf- anna til hans. Starfsfólk hans fer yfir póstinn, áður en forsetinn fær hann í hendur, og tekur hótunar- bréfin og lætur öryggislögregluna fá þau. Forsetafrúin fær reyndar aldrei slík bréf og ekki hefur í sögu landsins verið reynt að ráða forsetafrú af dögum. Hins vegar verður hún að hafa öryggisvörð jafnt á nóttu sem degi. Það hefur löngum farið í taug- arnar á frú Nixon að þurfa að hafa fílsterkan karlmann með sér, hvert sem hún fer og vita af honum standa fyrir utan dyrnar allan sólarhringinn. Þegar frú Nixon fær sér nú gönguferð um garðinn umhverfis Hvíta húsið eða fer eitthvað með börnum sínum, er ungfrú Phyllis alltaf með. Hún er útlits eins og barnfóstra, en hefur byssu til taks í har '-'ösku sinni og er stöðugt á varðbergi. Phyllis varð fljótt vin- sæl meðal starfsfélaga sinna, sem ailir eru karlmenn. Eftir að hún hafði verið lífvörður forsetafrúar- innar til reynslu, var hún fastráð- in með skriflegum samningi. Við það tækifæri óskaði yfirmaður hennar henni allra heilla í starf- inu — með kossi, eins og með- fylgjandi mynd sýnir. ☆ — Fólk hefur ekki hugmynd um, hverju það hendir. AÐALSMAÐURINN ER ÖSKUKARL Skozkur aðalsmaður og eigandi herragarðs, Colin Lindsay Mac- Dougall, er maður hreinlegur í betra lagi og þolir ekki rusl i ná- vist sinni. Búgarður hans stend- ur nærri litlu þorpi, og þar er að- eins einn sorphreinsunarmaður. Stundum vill bregða við, að ösku- karlinn forfallist; honum þykir góður sopinn og fær andstyggð á ótætis öskunni, þegar hann er á þeim buxunum. Þá bregður svo einkennilega við, að aðalsmaður- inn hleypur í skarðið og hreinsar sorpið, ekki aðeins frá herragarði sínum, heldur fyrir alla þorpsbúa. Honum finnst skemmtilegt verk að vera öskukarl. — Ég er viss um, að fólk hefur ekki hugmynd um, hverju það hendir, segir hann. — Það er aldeilis ævintýralegt, hvað lendir á sorphaugunum. Þegar aðalsmaðurinn hefur lok- ið við að hreinsa sorpið, fer hann úr vinnugallanum sinum að kvöldi, klæðist skotapilsinu sínu og sezt við virðulegt matborðið í herra- garðinum sínum, sem er frá sautj- ándu öld. Hann býður gjarnan góðborgurum í mat til sín og skemmtir þeim með því að segja þeim sögur úr öskunni . . . ☆ 48 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.