Vikan - 19.08.1971, Qupperneq 49
BOB DYLAN
SKIPTIR
UM NAFN
Senn líður ekki á löngu, þar til
allur heimurinn fer að tala um
snjallan þjóðlagasöngvara að nafni
Robert Zimmermann. Þar verður
um að ræða hinn gamla og góða
Bob Dylan, sem nú hefur skipt um
nafn og heitir aftur það sem for-
eldrar hans skírðu hann.
Astæðan fyrir nafnbreytingunni
er sú, að Bob Dylan, sem er þrí-
tugur að aldri, finnst nú, að með
listamannsnafni sínu hafi hann
svikið hinn gyðinglega uppruna
sinn. Dylan er Gyðingur í húð og
hár, og hefur nú upp á síðkastið
kynnt sér rækilega gyðingdóm og
harmsögu Gyðinga frá upphafi.
Þegar hann tók sér listamanns-
nafnið Bob Dylan hugsaði hann
ekkert um slíkt.
í fyrra ferðaðist hann til ísrael,
án þess að nokkur hefði hugmynd
um, og stofnaði þar sjóð til styrkt-
ar ungum Gyðingum. Nú hefur
hann semsagt stigið skrefið til
fulls. Héreftir mun hann syngja
og senda frá sér plötur undir sínu
upprunalega gyðinglega fjöl-
skyldunafni: Robert Zimmermann.
★
LIÐSFORINGINN
VARÐ NEKTARDANSMÆR
Glaðværir gestir, sem klappa
fyrir nektardansmærinni Jeanette
Schmidt, sem sýnt hefur að und-
anförnu víða í Evrópu og í Aust-
urlöndum nær ættu bara að vita,
að það er ekki langt síðan þessi
ágæta dansmær var karlmaður.
Hún gegndi meira að segja í
hæsta máta karlmannlegu starfi:
var hermaður.
Joseph Scmidt fæddist í Vínar-
borg og var sonur bankamanns.
Hann var byrjaður að læra akró-
batik og dans, þegar hann var
kallaður í þýzk-austuríska herinn.
Þar gat hann sér gott orð og varð
fljótlega liðsforingi. Eftir stríðið
tók hann aftur til við dansinn,
sýndi á skemmtistöðum og þótti
góður í listgrein sinni. Hann naut
mikillar kvenhylli og lifði sam-
kvæmt því sannkölluðu Casanova-
lífi, þar til hann kvæntist stúlku
frá Vínarborg og eignaðist með
henni barn.
Skyndilega tók hann eftir að
mikil breyting var að eiga sér
stað, jafnt hið ytra sem innra með
honum. Skegg hans hætti að vaxa
og honum tóku að vaxa brjóst.
Hann leið mikla önn fyrir þetta.
Hjónaband hans fór út um þúfur;
konan flutti til Bandaríkjanna með
barnið, en Joseph Scmidt hélt
áfram að sýna dans sem karlmað-
ur, þótt hann gerði sér Ijóst, að
hann væri smátt og smátt að
breytast í konu.
Þegar hann var á sýningarferða-
lagi í Beirut, tók hann loks þá
ákvörðun að leita læknisaðstoðar
og láta breyto sér í kvenmann.
Það var engin önnur en Soraya
fyrrum drottning, sem taldi hann
á að gera þetta. Hún horfði á
hann dansa, sá hvers kyns var,
heimsótti hann í búningsherbergið
á eftir og sagði:
— Þér ættuð að fara til Kairo
og fá hinn fræga prófessor Sou-
clem til að hjálpa yður. Hann hef-
ur hjálpað mörgum við að skipta
um kyn.
Eftir að hafa rætt við prófessor-
inn í höfuðborg Egyptalands,
gekkst Joseph Schmidt undir sárs-
aukafullan uppskurð. A eftir fylgdu
síðan langvarandi hormónagjafir.
Nú er hann aftur farinn að
dansa, og nafni hans hefur verið
breytt á auglýsingaspjöldunum úr
Joseph Schmidt í Jeanette Schmidt.
☆
33. TBL. VIKAN 49