Vikan


Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 8

Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 8
ÞIÓÐHÁTÍÐ A ÖSKIUHLIÐ Þegar erfarið aS bollaleggja og undirbúa þjóð- hátíð 1974, þegar minnast skal 1100 ára af- mælis íslandsbyggðar. Árið 1874 var haldin ein mesta þjóðhátíð hérlendis til að minnast 1000 ára byggingu landsins. Hér birtist sam- tímafrásögn af hátíðahöldunum í Reykjavík. Þegar er farið að undirbúa þjóðhátíð árið 1974, þegar 1100 ár eru liðin frá því að Island byggðist. Margar hugmyndir hafa komið fram, nefnd hefur starfað og skilað áliti, og Indr- iði G. Þorsteinsson, rithöfund- ur, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar. Það eru því allar horfur á, að þjóðhátíðin verði vel og rækilega undirbúin og skipu- lögð, en því var ekki aldeilis að heilsa á þjóðhátíðinni miklu árið 1874, þegar minnzt var 1000 ára byggingu landsins. Þegar sjálft árið gekk í garð, hafði þá enn ekki verið ákveð- ið hvenær eða á hvern hátt að- alþjóðhátíðin skyldi haldin. Var því í óefni komið með allan undirbúning, þegar Þjóðvina- félagið tók að sér forustu í mál- inu. Aðalþjóðhátíðin var hald- in á Þingvöllum dagana 5.—7. ágúst, en þá höfðu mörg hér- uð úti á landi þegar ákveðið að halda hátíð 2. júlí. Stóðu þau við fyrri ákvörðun sína, svo að ekki var um allsherjar- hátíð að ræða um allt landið af þessum sökum. Fram- kvæmdastjóri þjóðhátíðarinnar á Þingvöllum var Sigfús Ey- mundsson, ljósmyndari, sem vann mikið og gott starf í sam- vinnu við Sigurð Guðmunds- son málara og fleiri. Þjóðhátíðin 1874 er af mörg- um talin mesta hátíð, sem hér hefur verið haldin. Fagnaðar- efni hennar auk afmælisins var ný stjórnarskrá Kristjáns kon- ungs níunda, einn fyrsti ávinn- ingurinn í baráttunni fyrir frjálsu og óháðu Islandi. Kon- ungur kom sjálfur til hátíðar- innar og dvaldist hér á landi ásamt fríðu föruneyti í ellefu daga. Hann kom til Reykjavík- ur 1. ágúst. en daginn eftir héldu Reykvíkingar sína hátíð. Mikið hefur verið skrifað um þjóðhátíðina 1874. Brynleifur Tóbíasson samdi til dæmis sér- staka bók um hana, sem gefin var út árið 1958. Þá var hátíð- arinnar vel og ítarlega getið í Öldinni sem leið og ennfremur víða í minningabókum ein- stakra manna. Ekki er ósenni- legt, að þjóðhátíðinni í heild verði gerð einhver skil í til- efni af væntanlegri hátíð 1974. En hér skal til gamans birt sam- tímafrásögn af þjóðhátíð Reyk- víkinga 1874. Hún er úr „Frétt- um af íslandi" og er höfundur hennar Valdemar Briem: Krsitján konungur IX. Ilonum er lýst þannig í Þjóðólti: „Konungur vor er hár meðalmaður á vöxt, grannvax- inn, léttur og lipur á íæti, tígulegur sýnum, en ]>ó lítillátlegur, miðalðra að útliti. Hann er allra manna við- felldnastur í viðmóti og viðtali, manna prúðastur í lund og vinsæl- astur innan hirðar, og eins og kunn- ugt cr inn ágætasti húsfaðir og fað- ir barna sinna.“ Kristján konungur níundi stígur á land í Iteykjavík 30. júlí 1874. Um komu konungs segir svo í bók Brynleifs Xobíassonar um Þjóðhátíðina 1874: „Veðrlð var ekki sem bezt, skúrir öðru hvoru og fremur kalt, en um það bil, er konungur steig á land, rofaði til og sólin skein. Sáust í upprofinu tveir friðar- bogar á himninum. Var það álitið hamingjumcrki. — Gluggarnir í húsunum gagnvart landtökubryggjunni og pallur, sem forgönguncfndin hafði látið gera mjög haganlega rétt hjá bryggjusporðinum hægra megin, var alskipaður konum; það voru hefðarkonur Reykjavíkur, margar á skautbúningi, og veif- uðu hvitum klútum. Hjá heiðursboganum stóð landshöfðingi, biskup og aðrir æðstu embættismenn landsins . . . Rétt austan við aðalbryggjuna (Knudt- zonshryggjuna), en hún var rétt vestan við Eimskipafélagshúsið, sem nú er, hafði vcrið gerð ný bryggja. Var hún á hjólum, og var hægt að vinda hana upp eða ýta hcnni fram, eftir því hvernig stæði á sjávarflæði, þcgar konungur kæmi. — Niður á þessa bryggju gekk landshöfðingi með fylgdarliði sínu, jafnskjótt sem konungur lét frá skipi. Bryggjan var þakin rauðum dúk, en aðalbryggjan öll marglitum ábreiðum, og lcit hún einkar vel út mcð flöggun- um og laufgjörðunum, og voru rauð bönd undin innan um þær. Þegar konungur lagði að bryggjunni, tóku allir ofan, og laust mannfjöldinn upp dynjandi húrrahrópi, og jafnframt hcyrðust fagnaðarlætin frá skipunum á höfninni, og veifuðu menn þar með húfum sínum . . .“ 8 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.