Vikan


Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 16
Cather Sögurnar um Catherine eftir frönsku skáldkonuna Juliette Benzoni njóta mikilla vinsælda. Núna fyrir jólin kemifr út á íslenzku fimmta bókin um hana og nefnist CATHERINE - ENDURFUNDIR. Hinar bækurnar fjórar, sem kpit\| undanfarin ár, eri HEITAST, CATHEI OG ARNAUD, CATI SVARTI DEMANTURINN. hér stuttan kafla — Hvar fékkstu þennan rýt- ing? spurði hann hásri rödd. Hún gat ekki svarað, því að tilfinningarnar ætluðu að kæfa hana, en hún horfði á hann og fjólubláu augun geisluðu. Hún hafði algerlega gleymt Zo- beidu, en það var morðsvipur í kolsvörtum augum hennar, þegar hún spurði fangann reiði- lega: — Þú þekkir þetta vopn? Hvaðan kemur það? Arnaud svaraði ekki. Hann horfði ennþá fast á blæju- klæddu veruna, sem lá á hnján- um í sandinum og horfði á hann þessum skæru augum. Án þess að hún gæti komið í veg fyrir það, gekk hann til henn- ar og þreif af henni andlits- blæjuna. Svo stóð hann eins og hann væri lostinn eldingu og horfði á andlitið fyrir framan sig. — Catherine, andvarpaði hann. — Þú . . . þú hér! — Já, Arnaud . . . sagði hún blíðlega. — Þetta er ég sjálf. Nú leið stutt, örstutt andar- tak, sem þau gleymdu bæði öllu öðru en því að loksins voru þau hér andspænis hvort öðru, eftir svo ofboðslegar kvalir og tár. Svo var þeim ljós hættan sem þau voru í og ofboðsleg reiði konunnar, sem horfði á þau. Arnaud stakk rýtingnum í belti sitt og rétti fram höndina til að hjálpa konu sinni á fæt- ur. — Catherine, sagði hann undur blíðlega. — Ástin mín! Þetta var röddin sem hún elskaði ofar öllu og orðin, sem hún hafði aldrei gleymt, og sem enginn gat sagt eins og hann! Henni fannst hjartað stöðvast. En þetta augnablik var skjótt á enda, Zobeida stökk fram, eins og pardus. — Hvaða kjaftæði er þetta? öskraði hún og Catherine heyrði sér til undrunar að hún talaði frönsku. — Nafn þessar- ar konu er Ljómi Dögunarinn- ar og hún er ambátt, sem var keypt af sjóræningjum. Hún er nýjasta kona bróður míns, uppáhaldið hans! Öll blíðan í svip Arnauds hvarf, eins og dögg fyrir sólu. Reiðin skein úr svörtum aug- um hans, þegar hann þrumaði: — Nafn hennar er Catherine Montsalvy! Og hún er . . . syst- ir mín! Hik hans var stutt, að- eins brot úr andartaki, en það var nóg til þess að Arnaud vár nú ljós hættan sem þau voru í. Ef hann léti skína í að Cather- ine væri konan hans, þá var það dauðadómur. Hann þekkti allt of vel ofsalega afbrýðisemi Zobeidu. Og hann renndi aug- unum til Catherine, eins og til að vara hana við. En hann hefði ekki þurft að óttast, því þótt Catherine hefði fundið fróun í því að viðurkenna sig konu hans og fleygja því sem steini í andlit keppinautar síns, þá langaði hana ekki til að farga lífinu fyrir eitt orð. En hafði prinsessuna grunað eitthvað. Hún leit á þau til skiptis, án þess að sýna nokkur merki um tortryggni. — Systir þín! Þið eruð alls ekki lík! Arnaud yppti öxlum. — Muhammad kalífi hefur ljóst hár og blá augu. Er hann þá ekki bróðir þinn? — Við erum ekki sammæðra. — Ekki við heldur. Faðir minn var tvíkvæntur. Er það nokkuð annað sem þú vilt vita? Arnaud var stuttur í spuna og drembilegur. Það var aug- ljóst að hann var ákveðinn að bægja frá þeirri hættu, sem tilfinningar hans höfðu rétt verið búnar að steypa honum í.‘ En nærvera þessarar konu, sem hún hataði svo innilega, gerði Zobeidu ofsareiða. Hún sagði kuldalega: — Vissulega er það ýmislegt sem mig langar til að vita. Er það, til dæmis siður aðals- kvenna í Frakklandi að flækj- ast um á sjóræningjaskipum og þrælamörkuðum? Hvernig stendur á að þessi systir þín er hingað komin? Nú var það Catherine, sem varð fyrir svörum, í því trausti að Arnaud hefði ekki ljóstrað neinu upp fyrir þessari konu. — Bróðir . . . bróðir minn . . . fór fyrir nokkuð löngu síð- an að heiman til að leita sér lækninga við hræðilegum sjúk- dómi við gröf mikils postula. En kannske veizt þú ekki hvað postuli eða heilagur maður er? — Gættu tungu þinnar, ef þú vilt að ég hlusti á þig, anz- aði prinsessan illskulega. — Allir Márar þekkja þrumuguð- inn . . -. — Jæja, hélt Catherine ró- lega áfram. — Bróðir minn fór og í marga mánuði fréttum við á Montsalvy ekkert af honum. Við vonuðum alltaf að hann kæmi aftur, en hann gerði það ekki. Svo ég ákvað að fara sjálf og biðja við gröf hans, sem þú kallar þrumuguð. Ég von- aði líka að ég fengi einhverjar fréttir af bróður mínum á leið- inni. Og það gerði ég reyndar. Þjónn hans, sem komst undan, þegar þú tókst bróður minn til fanga, sagði mér hvað hafði komið fyrir hann. Ég kom hing- að til að leita hans, sem við söknuðum svo sárt . . . — Ég hélt þú hefðir verið tekin til fanga og seld á þræla- markaði í Almeriu? — Að vísu var ég seld, laug Catherine lipurlega, því að hún vildi ekki koma Abou-al-Khayr í vanda, — en það voru ekki sjóræningjar, sem tóku mig til fanga, heldur var það gert þeg- ar ég kom yfir landamærin. Ég lét fólk halda hitt, svo ég þyrfti ekki að koma með fleiri skýr- ingar við manninn sem keypti mig. — En hjartnæm saga, sagði Zobeida háðslega, — elskandi systir leggur á sig hættur há- sléttunnar til að bjarga bróður sínum. Og til að bjarga honum hikar hún ekki við að fórna sjálfri sér með því að sænga 16 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.