Vikan


Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 18

Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 18
Thögersen-fjölskyldan býr í raðhúsi fyrir utan Kaupmannahöfn. Faðir, móðir og barn — þetta virðist ósköp venjuleg fjölskylda. Foreldrunum finnst hver dagur ævintýri líkur. Áður voru þau séra Ansgar og systir Jóhanna og bjuggu inn- an klausturmúra. Þegar hún varð barnshaf- andi, var hún leyst frá klausturheiti sínu um hlýðni, skírlífi og líf í fátækt... Thorsten Thögersen er fimm- tíu og þriggja ára og kona hans fjörutíu og tveggja. Þau eiga eitt barn og búa í raðhúsi í einni af útborgum Kaupmanna- hafnar. En það er langt frá því að þau hafi áður lifað venju- legu lífi. Þrátt fyrir að þau eru nú komin á þennan aldur, þá hafa þau aðeins lifað venju- legu lífi í nokkra. mánuði. Þau eru tæplega farin að átta sig á því að þau eigi að standa á eigin fótum, hafa sjálf peninga undir höndum og ráðstöfunar- rétt yfir þeim. Það er örugg- lega töluverð lífsvenjubreyting fyrir frú Thögersen að fara í kjörbúð og ákveða innkaupin, hún hefur alla ævi borðað það sem fyrir hana hefur verið sett. PRESTUR OG NUNNA. Þau þekktu ekki mikið til lífsins utan klaustursins og það varð auðvitað mikið hneyksli, þegar hún varð barnshaíandi, en nú eru þau gift, svo á yfir- borðinu er allt í lagi. Þau gátu ekki gift sig fyrr en Vatikanið hafði gefið þeim leyfi, leyst þau frá heiti sínu. Þeir eru ekkert fljótir á sér í slíkum tilfellum í Vatikaninu, svo dóttir hjónanna var orðin fimmtán mánaða, þegar for- eldrarnir gátu gift sig. Þau fengu líka leyfi til að vera í kaþólskum söfnuði, en hefði þetta skeð fyrir árið 1966, þá hefðu þau verið bannlýst og ekki fengið inngöngu í nokk- urn kaþólskan söfnuð. Það ár var gefið leyfi til að leysa nurtnur og presta frá heiti sínu og leyfa þeim að ganga í venju- legan kaþólskan söfnuð. Það er nú ekki orðið neitt einsdæmi að nunnur og prest- ar sæki um lausn frá heiti sínu, þótt það sé tiltölulega fátítt. Thögersenhjónin hafa fram að þessu lifað lífi sínu innan klausturmúra, vegna þess að þau í æsku fundu sig kölluð til þess. Þau eiga ábyggilega eftir að reka sig á ýmislegt, sem þeim finnst framandlegt, én örugglega hafa þau íhugað vel ákvörðun sína. NÚ VERBA ÞAU SJÁLF AÐ TAKA ÁKVARÐANIR. Thorsten Thögersen er kenn- ari við einkaskóla í Kaup- mannahöfn og frúin stundar líka kennslu. Það er líklega ekki gott að gera sér í hugar- lund þau vandamál, sem þau verða daglega að glíma við. Þau hafa ekki haft mikla mögu- leika á því að kynnast sam- borgurum sínum, síðan þau fóru að lifa venjulegu lífi. Áð- ur áttu þau enga persónulega muni; þau höfðu engar per- sónulegar tekjur, en þau þurftu ekki heldur að hafa áhyggjur af því að láta tekjurnar hrökkva fyrir daglegum þörfum; ekki þurft að velja og hafna, kaupa föt eða ráðstafa frístundum vegna þess að þau höfðu al- drei neinar sérstakar frístund- ir. Áður var allt þeirra líf byggt á boðum og bönnum, sem aðrir settu þeim. Nú verða 18 VIKAN 49. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.