Vikan


Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 20

Vikan - 09.12.1971, Qupperneq 20
FRAMHAIDSSAGA EFTIR RONA RANDALL FIMMTI HLUTI Hún vissi vel hvað svört kerti áttu að tákna. „Örlögin" höfðu oft birt greinar um d'ul- ræn efni, þekkta miðla, spírit- isma og hvítagaldur, sem hafði verið stundaður frá alda öðli. Að mestu leyti var þetta sak- laus hjátrú. En stundum voru þessar frásagnir kryddaðar með alls konar furðusögum og sagt frá hópum, sem stunduðu svartagaldurskák hingað og þangað, en venjulega leystist slíkur félagsskapur upp, vegna umkvartana nágranna. Stund- um fylgdu myndir þessum frá- sögnum og á þessum myndum mátti sjá fólk, sem sat í hring með svört kerti i höndunum, og að áliti Helen var það yfirleitt ósköp heimskulegt á svipinn. En hún hafði aldrei séð merki um þessa starfsemi með eigin augum. Táknmál Jessie hafði haft ónotaleg áhrif á hana, vegna þess að það kom henni á óvænt, en svo hafði hún ekki hugsað neitt nánar út í það. Þetta var afsakanlegt fyrir svóna gamla og einfalda konu eins og Jessie, sem var alin upp á Sark, þar sem hjátrúin var almenn. Nú var Sark orðin eft- irsóttur staður fyrir ferðamenn. Jessie þekkti ekki aðra staði en Sark og Janus. Helen gat skilið þetta allt saman, en henni fannst óskilj- anlegt að svört kerti höfðu ver- ið sett á altarið í kapellunni. Henni fannst þetta guðlast, fannst ekki vera hægt að van- helga altari með svörtum kert- um, svo hún tók þau úr stjökun- um og gekk út, mjög hneyksluð. Hún óskaði að Charles hefði verið heima, því að þetta varð hann að taka til athugunar. Þetta kom henni auðvitað ekki við og Penelope myndi ábyggi- ’ega hlæja að þessari smámuna- semi hennar. En hún var viss um að Charles þyldi aldrei slíkt í sínum húsum, hann myndi ekki leyfa þjónustufólki sínu að haga sér svo heimskulega. Hún tók kertin með sér upp á herbergið sitt og faldi þau í kommóðuskúffu. Það voru alls- staðar í húsinu hvít kerti í stjökum, til þess að vera við- búinn, ef straumrof yrðu. Hún tók því tvö af kertunum í her- bergi sínu og gekk aftur til kanellunnar, til að setja þau í stjakana þar. Þegar hún kom út á götuna hitti hún John Harvard. — Jæja, svo þér hafið verið að skoða kapelluna, sagði hann. — Hún er nokkuð forvitnileg, eða finnst yður það ekki? Þetta er líklega bezta sýnishorn af gotneskum kapellum sem til er ennþá. Hún sagði honum frá svörtu kertunum. — Fyrst sýndi kerlingin mér þessi galdratákn svo finn 'ég þessi svörtu kerti. Haldið þér að hún stundi galdra eða tilbiðji Satan? — Takið þetta ekki svona al- varlega. Ég endurtek það sem ég sagði áður, hafið ekki áhyggjur af Jessie og þessu hokus-pokus hennar. Var ekkert sem truflaði jafn- vægi þessa manns? Helen starði á hann með vanþóknun, og það lá við að hún segði honum til syndanna. En hún kvaddi hann í skyndi og gekk í burt. Hann stóð kyrr og horfði hugsandi á eftir henni, þar til hún var horfin. Svo gekk hún heim að húsinu, en fór ekki inn um framdyrnar. Hann gekk inn um bakdyrnar á kapellunni og læsti vandlega á eftir sér. Helen gekk inn á hlaðið, en hún var ennþá svo æst að hún veigraði sér við að hitta Jessie, svo hún sneri við. Það var bezt að fá sér hressandi göngu yfir heiðina og reyna að komast í jafnvægi, þá gat verið að hún gæti gætt sín, þegar hún hitti kerlinguna. Hún hafði enga löngun til að hitta John Har- vard aftur þennan daginn, svo hún valdi leiðina bak við Mávakofann. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún sá húsið frá þess- ari hlið. Henni fannst eitt skrit- ið; á framhliðinni stóðu allir gluggar opnir, en á bakhliðinni var aðeins einn gluggi og hann vandlega byrgður með hler- um. Það gat verið að þetta væri einskonar myrkraherbergi, sem hann notaði til að framkalla myndir sínar ... Næsta morgun hugsaði Hel- en sér að hrista svolítið til í kerlingunni. Hún gekk út í eld- húsið. Jessie stóð við eldhús- borðið og hræðri deig með tré- sleif og Charlotte og Sarah stóðu við uppþvottinn. Stúlk- urnar hneigðu sig, þegar Helen kom inn, en Jessie lét sem iiun sæi hana ekki. Eldhúsið var nýtízkulega bú- ið, þar var bæði ísskápur og frystikista og á eldhúsborðinu stóð ný hrærivél. — Hversvegna notar Jessie ekki hrærivélina? Það er svo miklu auðveldara, sagði Helen hressilega. Þetta passaði vel við áform hennar. — Ég skal sýna ykkur hvernig á að nota vélina. Hún fékk stúlkurnar til að láta sig fá það sem hún bað um; sigtaði hveitið og lyftiduft- ið saman á disk, hrærði saman egg, sykur og smjör, hellti vökv- anum í og hrærði vel saman í vélinni, en hún gætti þess að nota alltaf vinstri höndina. Stúlkurnar horfði á með mikl- um áhuga, en Jessie gaut illi- lega augunum í áttina til Helen. — Sjáið bara, þetta er allt tilbúið samstundis. Stúlkurnar flissuðu yfir þessu undri. Jessie hélt áfram við sína hræru. — Lofaðu mér að hjálpa til, Jessie. Helen var mjög ákveðin og tók sleifina af Jessie og fór að hræra í þykku deiginu. Hún gerði þetta hægt og, áberandi, með vinstri hendi, Sjáðu nú, sjáðu sjáðu! hugsaði hún. Sjáðu að ég nota vinstri hönd, Jessie. Ef Jessie var eitthvað að fást við kukl, þá átti þetta vinstri handar sjónarspil að segja henni eitthvað. Svörtu augun hvíldu stöðugt á höndinni sem hrærði, vinstri hönd. — A þetta að verða kaka'’ spurði Helen. —■ Já, hún á líka að vera handa mér, sagði Charlotte. — Ég á afmæli á mánudaginn. Ég verð þá nítján ára. — Hvenær á Sarah afmæli? — Ekki fyrr en í haust. — Þið eruð lukkunnar pam- fílar, ég á afmæli á jólunum og það er ekkert gaman. Þá fara jólagjafirnar saman við afmæl- isgjafirnar. Þetta var raunar ekki satt, en tilgangurinn helgar meðalið. Þær störðu á hana með gal- opnum augum og Charlotte sagði: — Eruð þér fæddar á jóladag, ungfrú? — Það gæti kannski verið álitamál, ég er fædd á slaginu klukkan tólf um miðnætti. Sarah fór að horfa undan, það var eins og augun ætluðu út úr höfðinu á henni. Char- lotte saup hveljur: — Og þér eruð örvhent... Hún hvíslaði þetta svo lágt að það var rétt svo að Helen heyrði til hennar. — Og hvað um það? sagði Helen kæruleysislega. Báðar stúlkurnar ruku á dyr og þær fóru svo geyst að þær rákust hvor á aðra. Helen hló. — Hvað hljóp í þær? En Jessie var heltekin af sömu hræðslu. Hún stóð á miðju gólfi og gerði töfratáknið. — Hvað á allt þetta að þýða, sagði Helen og lét sem hún væri bæði 20 VIKAN 49. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.