Vikan


Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 38

Vikan - 09.12.1971, Blaðsíða 38
Þurrkarinn T.D. 67 ★ Afköst: ca. 5 kg. af blaut- þvotti. ★ Þér snúið stillihnappnum og þurrkarinn skilar þvottinum þurrum og sléttum. ★ Fyrirferðarlítill og kemst fyrir í takmörkuðu húsrými, jafn- vel ofaná þvottavélinni eða uppi á borði. Utanmál aðeins 67,3 x 48,9 x 48,3 cm. ★ Verð aðeins kr. 17.480,- Fæst í Rafha, Oðinstorgi. Smyrli, Ármúla 7, s. 8 44 50 og hjá okkur. RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS HF. Ægisgötu 7, símar: 17975 og 17976. Snyrtivörur í mjög lágum uerðflokki, en fyrsta flokks vara. Reynið þær uörur, áður en þér kaupið aðrar dýrari! PÉTUR PÉTURSSON, HEILDVERZLUN HF. SUÐURGÖTU 14. |~H Parnall B. Stórriddarakross skal bera í bandi um hálsinn, þétt undir hnút hálsbindis. C. Stjörnu stórriddara skal bera á brjósti vinstra megin. D. Stórkross. Stórkrossridd- arar bera krossinn á haegri mjöðm í bandi um vinstri öxl, en stórkrossstjörnu á brjóstinu vinstra megin. Stórkrossbandið er borið undir kjóljakka, en yfir vesti. Embættismenn kirkj- unnar og vígðir menn í guð- fræðideild háskólans, sem hlot- ið hafa stórkross, bera kross- inn, þegar þeir eru í hempu, í bandi stórriddara um hálsinn og stjörnuna á brjósti vinstra megin.“ Og svo framvegis. Menn skyldu sem sagt ekki halda að þeir geti hengt puntið á sig algerlega eftir eigin smekk. í Ríkishandbókinni frá 1965 er skrá yfir þá, sem sæmdir eru fálkaorðunni, miðað við þrítugasta og fyrsta október 1964. Þá eru stórkrossriddarar hundrað tuttugu og þrír, þar af aðeins þrettán fslendingar. Eru þeir, auk stórmeistara sjálfs, forseta íslands, þáver- andi forsætisráðherra og fjórir fyrrverandi, tveir biskupar (fyrrverandi biskup fslands og vígslubiskup), tveir rithöfund- ar, tveir ambassadorar (þáver- andi og fyrrverandi) og einn háskólaprófessor. Af erlendum stórkrossriddurum ber fyrst að telja flesta eða alla þjóðhöfð- ingja nágrannalandanna og ættmenn þeirra, en aðrir stór- krossriddarar erlendir eru flest- ir stjórnmálamenn og hirðem- bættismenn, svo og sendiherr- ar, en svo er að sjá að enginn, sem einu sinni hefur verið út- nefndur ambassador til fslands, komizt hjá því að þessi sérstaki kross sé hengdur á hann. Þá er komið að „stórriddur- um með stjörnu“, en þeir voru um þessar múndir tuttugu og tveir talsins íslenzkir, en hundr- að tuttugu og einn erlendur. f þessum hópi eru nokkuð hlið- stæðir virðingamenn og hinir fyrri, en þó að jafnaði af held- ur lægri gráðum, eins og vænta mátti. Stórriddarar stjörnu- lausir voru sextíu og þrír ís- lenzkir, en erlendir tvö hundr- uð áttatíu og einn. Þá koma óbreyttir riddarar, og eru þeir að vonum miklu flestir, inn- lendir þrjú hundruð og seytj- án, erlendir fjögur hundruð sextíu og fimm. Önnur íslenzk heiðursmerki en fálkaorðan eru, eins og þeg- ar hefur verið drepið á, heið- ursmerki Alþingishátíðarinnar 1930, heiðursmerki vegna end- urreisnar lýðveldisins, heiðurs- peningur til minningar um herra Svein Björnsson, forseta, afreksmerki hins íslenzka lýð- veldis, heiðursmerki Rauða kross íslands, heiðurspeningur forseta fslands, minnispening- ur um Petsamoför m/s Esju, heiðurspeningur til minningar um vígslu Skálholtskirkju og afhendingu Skálholtsstaðar til þjóðkirkjunnar 1963. Hundrað og níutíu íslendingar báru er- lend heiðursmerki, þegar um- rædd ríkishandbók var látin á þrykk út ganga. Greinilegt er að æðstu menn þjóðarinnar, forseti og forsæt- siráðherrar, hafa flestay orð- urnar, en margir aðrir eru orðnir sómasamlega skreyttir. Má til dæmis taka að haustið 1964 var Agnar Kl. Jónsson, þáverandi ráðuneytisstjóri, stórriddari af fálkaorðunni (með stjörnu), og handhafi heiðursmerkis vegna endur- reisnar lýðveldisins, auk þess sem hann hafði verið sæmdur eftirfarandi heiðursmerkjum erlendum: stórkrossi orðu Ól- afs helga (norskt), stórkrossi Oranje-Nassau-orðunnar (hol- lenzkt), stórkrossi Merito Civil (spænskt), stórkrossi orðu Le- ópolds konungs annars (belg- ískt) og kommandörkrossi fyrsta stigs af Dannebrogsorð- unni (dönsk). Ennfremur er hann stórofficier af orðu Heið- ursfylkingarinnar (franskt), stórofficier af Merito della Re- publica (ítölsk), hefur komm- andörkross af Vasaorðunni (sænskt), The Kings Medal for Service in the Cause of Free- dom (brezkt) og Coronation Medal 1953 (brezkt). Annar ráðuneytisstjóri, Birgir Thorla- cius, er þá stórriddari af fálka- orðunni, auk þess sem hann ber stórkross finnsku ljónsorð- unnar, er kommandör æðsta stigs af þjónustuorðu þýzka sambandslýðveldisins, hefur kommandörkross fyrsta stigs af Dannebrogsorðunni, Norður- stjörnuorðunni sænsku, orðu Ólafs helga og spænsku orð- unni Merito Civil. Handhafar heiðursmerkja virðast að miklum meirihluta vera embættismenn, og er svo helzt að sjá að nokkurn veginn föst regla sé að veita þeim eina eða aðra orðu eftir þetta og þetta langan þjónustutíma, eða þá við einhver hátíðleg tæki- færi. Virðist því sem orður séu oftar veittar af hefð en sem bein afrekslaun. Er þá orðið hæpið, að menn þeir, er meda- 38 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.