Vikan


Vikan - 09.12.1971, Side 46

Vikan - 09.12.1971, Side 46
PLASTDEILD SAUMASTOFA TÖSKUDEILD Bréfabindi Dömubindi Innkaupatöskur Lausblaðabækur Diskaþurkur Ferðatöskur Glærar möppur Gólfklútar Töskur fyrir íþróttamenn (pakkað fyrir kjörbúðir) Borðklútar (pakkað fyrir kjörbúðir) Bónklútar Skólatöskur Símar: 38400 — 38401. Sölumaður Gunnar Jóhannsson, í sérsíma 38450. MÚLALUNDUR, Ármúla 34, Reykjavík. Öryrkjavinnustofur S.Í.B.S. þær, sem uxu á hesliviðarrunn- um og valhnotutrjám. Henni fannst heimskulegt, að fullorð- inn maður yrði að viðurkenna, að hann vissi ekkert um beyki- hnetur. „Vertu ekki að gera grín að mér,“ sagði Furness. „Þær eru ekki ætari en akörn.“ Á sinn sveitalega hátt fann hún í fyrsta sinn til leiðinda og fyrirlitningar gagnvart manni, sem efaðist um sann- leiksgildi orða hennar. „Ef þú trúir mér ekki, komdu þá með mér og við skulum sækja nokkrar,“ sagði hún. „Það er fullt af þeim í skógin- um. Komdu með mér og ég skal sýna þér það — ég fer þangað á morgun.“ Næsta dag, sunnudag, gekk hún með Furness í skóginum innan um herskara ljómandi, en lauflítilla beykitrjáa. í októ- bersólskininu glampaði á þykkt, koparlitt hár hennar undir grænum sunnudagastrá- hattinum. Furness var lagleg- ur, léttlyndur þrjátíu og fimm ára gamall maður með þykkar varir og dökkt olíusmurt hár og stuttan gulan göngustaf, sem hann rak öðru hverju eins og sverð í ljós ský af dansandi flugum. Þessar flugur, næstum gagnsæjar í tæru októbersól- skininu, voru eins léttar og fín- legar og augnahárin kringum fögur, ljós augu Thelmu. Um stund sátu þau Furness á föilnum trjábol á meðan hún tíndi upp beykihnetur, braut þær fyrir hann og horfði á hann eta þær. Hún fann ekki til sérstakrar sigurtilfinningar yfir því að hafa sýnt manni, að beykihnetur væru góðar á bragðið, en hún hló áhyggju- laust einu sinni eða tvisvar, þegar Furness kastaði þeim fjörlega upp í loftið, greip þær fimlega með munninum og tal- aði um, hvað þær væru góðar. Tungan var áberandi rauð, þegar hún spenntist í áttina að hnetunum, og hún tók eftir því í hvert sinn. Það sem einnig var áberandi, var að Furness flysjaði ekki eina einustu hnetu sjálfur. Hann sat bara með út- rétta höndina og rauða tung- una og beið eftir því að vera fóðraður. „Þú vissir raunverulega ekki, að þær væru góðar?“ spurði hún. „Ef satt skal segja,“ sagði Furness, „þá hef ég aldrei séð beykitré fyrr.“ „Ó, hættu nú,“ sagði hún. „Aldrei?“ „Nei,“ sagði hann. „Alveg satt. Get hengt mig upp á það. Ég myndi ekki þekkja það, þó ég sæi það.“ „Eru ekki tré í London?“ „Nóg af þeim,“ sagði Fur- ness. „Tré út um allt.“ „Eins mörg og þessi?“ spurði hún. „Eins mörg og í öllum skóginum?“ „Áreiðanlega," sagði Fur- ness. „Bara dreifðari. Þau eru dreifð um stóru garðana — Richmond, Kew, Hyde Park og svoleiðis staði — svo míl- um skiptir. Dreifð.“ „Mér finnst gaman að heyra þig tala um London.“ „Þú verður að koma þangað einhvern tíma,“ sagði hann. ,,Ég skal sýna þér ýmislegt. Við skulum aldeilis skemmta okkur.“ Hann hló aftur á sinn káta hátt, og allt í einu, eiginlega áður en hún áttaði sig á, hvað var að gerast, tók hann utan um hana og byrjaði að kyssa hana. Það var í fyrsta sinn, sem nokkur hafði kysst hana á þann hátt, og varir Georges Furness voru svo skemmtilega rakar og hlýjar. Hann kyssti hana nokkr- um sinnum aftur, og brátt lágu þau saman á þykkri beðju beykilaufa. Hún heyrði óljóst skrjáfið í laufinu undir hárinu, þegar George Furness þrýsti sér að henni og kyssti hana á hálsinn, og svo varð hún allt í einu hrædd við eitthvað, sett- ist upp og dustaði laufið úr hárinu og af öxlunum. „Ég held við ættum að fara núna,“ sagði hún. „Ó, nei,“ sagði hann. „Svona nú. Hvað liggur á? Hvað er að? Svona nú, Thelma, við skulum hafa það dálítið skemmtilegt." „Ekki hér. Ekki í dag.“ „Hér í dag, farinn á morg- un,“ sagði Furness. „Svona nú, Thelma, við skulum nota tæki- færið.“ Allt í einu fannst henni, af því Furness var svo kátur og léttlyndur, að kannske væri hún of varkár og heimsk og eitthvað kom henni til að segja: „Kannske einhvern tíma seinna. Hvenær kemurðu aftur?“ „Jæja, það er athugandi," sagði hann. „Ef ég fer fyrst til Bristol verð ég hér aftur á föstudag. Ef ég fer fyrst til Hereford, verð ég í Bristol yf- ir helgina og kem aftur hing- að á mánudag.“ Sólskinið, sem brauzt í gegn- um lauflitlar haustgreinarnar, myndaði dansandi gullna bletti á andliti hans og höndum, þeg- ar hann hló aftur og sagði: 46 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.