Vikan


Vikan - 09.12.1971, Page 53

Vikan - 09.12.1971, Page 53
jMciiin 1971 Jcds Guðjónsson gullsmiður Laugavegi 60 og Suðurveri Póstsendum Sími 12392 að ganga í lífstykki, og smám saman varð líkami hennar slappur og barmur hennar tók að líkjast mjúkum, þykkum kodda, þar sem sofið er án þess að búið sé um. Flestir mannanna, sem gistu á hótelinu eina eða tvær næt- ur, voru giftir. Þetta voru ferða- menn, sem glöddust yfir dá- litlu fríi frá eiginkonunum og eftir að hafa ferðazt um eina eða tvær vikur voru þeir jafn- glaðir að koma til þeirra aftur. Hún var slíkum mönnum til mikillar gleði. Á leiðinlegum dögum, þegar þeir ýmist tóku upp sýnishorn eða settu þau niður, hlökkuðu þeir til kvöld- anna, þegar Thelma, blíð og feitlagin, stingi höfðinu inn fyrir svefnherbergisdyrnar og sagði með sinni þægilegu rödd: „Hefur vikan verið skemmti- Jólagetraunin Þátttaka í Jólagetraun Vikunnar varð gífurlega mikil. Munu hafa borizt um 3500 lausnir. Dregið hefur verið um vinningana. Þeim sem hlutu vinning og búa í Reykjavík, hefur verið sent bréf og þeir beðnir að vitja um pakka sinn, en pakkar þeirra vinnings- hafa, sem búa utan Reykjavíkur, hafa verið póstlagðir. Nöfn vinn- ingshafa verða birt fljótlega eftir áramót. VIKAN þakkaröllum þeim sem tóku þátt í þessari getraun okkar og óskar þeim gleðilegra jóla. leg, herra? Vantar þig nokk- uð? Viltu að ég nái í eitthvað handa þér?“ Margir þörfnuðust Thelmu. Næstum allir voru ánægðir með að tala bara við hana. Á kvöldin, þegar hún kom upp á herbergin þeirra með heitt kakó í könnu, viskítoddí, te- potta eða brennheitt, rjúkandi romm blandað kaneli gegn kuldanum á veturna, þótti þeim vænt um, ef hún staldr- aði við og talaði dálitla stund við þá. Stundum stóð hún bara við rúmstokkinn með kross- lagða arma yfir stækkandi barminum, ofurlítið gleið, kink- aði kolli og hlustaði. Stundum sat hún á rúmstokknum og pilsin drógust upp fyrir hold- ug hnén og rauða hárið líktist fléttuðum klukknastreng, þeg- ar einhver ferðamaðurinn vatt upp á það. Stundum áttu menn- irnir í erfiðleilcum, stúlka hafði sagt skilið við þá eða eigin- kona dáið. Þá hlustaði hún opnum augum, sem virtust svo áköf í blíðu litleysi sínu, að hvað eftir annað virtist manni, sem þjáðst hafði af einmana- kennd, að hún hugsaði alltaf og einungis um hann. Engan þeirra gat grunað, að í raun og veru var hún að hugsa um George Furness, og þegar hún leyfði þeim að vinda upp á þykka rauða hárið, strjúka ljósa, mjúka og huggandi hand- leggina og lærin eða kyssa hlé- drægar varirnar, var hún í rauninni að láta sem annar gerði það. Á sama hátt byggð- ist það alls ekki á léttúð, þeg- ar hún afklæddist og fór í rúmið með þeim. Hana hungr- aði eftir að verða sér úti um þá reynslu, sem henni fannst, að George Furness og aðeins George Furness hefði átt að njóta með henni. Þegar hún var þrítug, var löngunin eftir að sjá George Furness svo sterk, að hún ákvað í fyrsta og eina sinn að fara til London. Hún gerði sér eiginlega ekki ljóst, að ómögu- legt er að finna nokkurn á svo stórum stað. Hún hafði hugsað heilmikið um London og hvern- ig það yrði, þegar þau George Furness færu að skemmta sér þar. Þegar hún lá uppi í her- berginu sínu og hlustaði á næt- urhljóð skógarins, sem var al- drei alveg þögull, hvorki sum- ar né vetur, ímyndaði hún sér, að þó að London væri víðáttu- mikil, væri hún að miklum hluta skógur. Það var af því, að þannig hafði George Fur- ness lýst því. Þess vegna var hún ekki hrædd við London. Að vera ein þar hræddi hana ekki. Og innst í hugskoti henn- ar bjó alltaf sú huggandi og saklausa hugmynd, að fyrir kynlega tilviljun og ótrúlegt kraftaverk myndi hún hitta George Furness eins eðlilega og einfaldlega og hann gengi upp tröppurnar á Blenheim Arms. Hún setti því nokkra hluti niður í litla svarta ferðatösku, bað um sjö daga frí, eina frí- ið, sem hún hafði tekið á æv- inni og lagði af stað í lest. Niðurlag næst. ÞJOÐHATlÐ A ÖSKJUHLlÐ Framhald af bls. 9. nokkuð minni viðhöfn. Dóm- kirkjupresturinn Hallgrímur Sveinsson flutti þær báðar. All- ar þrjár messurnar fóru fram á íslenzku, en þótt margir hinna erlendu þjóðhátíðargesta eigi skildu þá tungu, létu þeir allir sér mjög um finnast, hve þær hefðu verið veglegar og hátíð- legar. Síðar um daginn, kl. 3 %, safnaðist múgur manna saman á Austurvelli. Voru þar komn- ir flestir bæjarbúar af öllum stéttum, karlar, konur og börn, allir í hátíðabúningi. Þar var og fjöldi manna úr grennd- inni, og nokkrir úr fjarlægum héruðum, ennfremur voru þar og erlendir menn frá ýmsum þjóðum: Danir, Norðmenn, Sví- ar, Þjóðverjar og Englending- ar, Frakkar, Ameríkumenn og enn nokkrir úr öðrum löndum. Þá er allt fólkið var saman komið, var því fylgt til hátíðar- göngu, og voru sex í hverri röð. Síðan gengu menn þaðan, upp úr bænum og til Öskjuhlíðar fyrir austan bæinn. Þar var fyrirbúinn hátíðarstaður Reyk- víkinga. Hafði þar verið rudd slétta mikil og prýdd eftir föngum. Ræðustóll var þar reistur og stengur í kring með dönskum veifum á. Bæjarfóget- inn, Lárus Sveinbjörnsson, sté fyrstur í ræðustólinn og lýsti yfir því, að hátíðin væri sett og mælti eftir það fyrir minni konungs. Þá mælti yfirkennari latínuskólans, Halldór Friðriks- son, fyrir minni Islands, og þá yfirkennari barnaskólans, Helgi Helgesen, fyrir minni Danmerk- 49.TBL. VIKAN 53

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.