Vikan - 20.01.1972, Qupperneq 8
A BAK VIÐ GRIMUNA
Mike Vegas þóttist verða að strjúka
hárið og laga hálsbindið, áður en
hann drap á skrifstofudyrnar hjá
Wally Adams. Hann var starfsmaður
lögreglunnar, og þeir fá ekki kaupið
sitt fyrir útlitið, en milljónir þekktu
sjónvarpsgoðið Wally Adams, og
Mike Vegas fannst hann verða að
gera eitthvað.
— Kom inn!
Mike Vegas opnaði dyrnar og depl-
aði augunum, er hann sá andlitið fyr-
ir innan skrifborðið. Hann ræskti sig
og sagði til nafns síns. Adams var líkur
þvi sem Mike hafði séð hann í sjón-
varpinu, og það var skrítið að sjá
hann þarna sjálfan.
— Jæja, sagði Adams og bauð Mike
sæti við skrifborðið. — Mér er illa við
að ónáða lögregluna, en ég er hrædd-
ur um að þetta sé alvarlegt mál. Ég
veit ekki hverju ég á að trúa.
— Þér minntust á bréf, sagði Mike.
— Var það hótanabréf?
— Nei, alls ekki. Ég get ekki
ábyrgzt að það sé ekta. En ef svo
er... jæja, það er bezt að þér lesið
það sjálfur.
Adams tók samanbrotið blað upp
úr vasanum. — Hafið þér séð fimmtu-
dagsþáttinn okkar, hr. Vegas? Ef þér
hafið ekki séð hann, eigið þér sjálf-
sagt erfitt með að skilja bréfið.
— Ég þekki þennan þátt, sagði
Mike. — Hver er maSurinn?“
— Já, einmitt. Þá vitið þér út á
hvað hann gengur. Við náum í fólk,
sem blöðin hafa nýlega talað um ein-
hverra hluta vegna. Fórnarlambið er
með grímu, og svo eiga hin að reyna
að komast að hver maðurinn er, með
því að spyrja spurninga .. . en lesið
þér nú bréfið!
Mike tók blaðið. Rithöndin var nett
og faFeg. kannski svolítið tilgerðar-
'eg, en Mike hleypti brúnum, er hann
fór að lesa.
Kœri hr. Adams: — Ég hef horft
talsvert oft á þáttinn yðar, og ég
hugsa að þér hefðuð gaman af að
fá mig i gapastokkinn. Ég vil helzt
ekki þurfa að gefa of nákvœma
lýsingu á sjálfum mér — af ástœð-
um, sem eru skiljanlegar, en ég er
fertugur og vélateiknari, starfa hjá
verkfrœðingafirma í Long Island
City, giftur, barnlaus. Á heima á
Manhattan, og konan mín hefur
dáð yður mikið árum saman. Ég
tel, að ég hafi gert talsvert, sem
reynir á þolrifin í spyrjendunum,
ef þeir eru látnir spreyta sig á mér.
Ég er morðingi!
Ég geri mér Ijóst, að menn í yð-
ar stöðu fá oft bréf frá brjáluðu
fólki. Það er skiljanlegt þó þér
teljið mig í þeim hóp, en ég full-
vissa yður um, að ég er með öllum
mjalla og að það er satt, sem ég
hef sagt yður. — Ég er sekur um
morð af ásettu ráði, og fús til að
láta afhjúpa mig í þœttinum.
Yður mun finnast tilboð mitt ó-
venjulegt, en bendi yður á, að það
er borgaraleg skylda yðar að fletta
ofan af glœpnum. Ef afhjúpunin
verður ekki gerð í sjónvarpinu
mun ég þegja, og glæpurinn kemst
aldrei upp.
Ef þér viljið ná sambandi við
mig skuluð þér senda mér bréf,
stílað til John Rice, poste restante
á aðalpósthúsinu. Þetta er auðvit-
að dulnefni. Ef þér reynið að ná í
mig, er ég vitja bréfsins, mun ég
neita öllu, sem ég hef skrifað hér!
— Vona að heyra frá yður sem
fyrst. Með beztu kveðju.
John Rice.
MIKE VEGAS fann hvernig Wally
Adams horfði á hann meðan hann
var að lesa bréfið. Hann reyndi að
láta ekki á því bera, að hann væri
hissa, en sagði:
— Þetta er gífurlegt tilboð, en
hvað segja þeir, sem eiga að borga
brúsann?
— Ég skal ekki leyna yður neinu,
svaraði Adams og brosti. — John
Rice sér réttilega, að þetta er peninga
virði fyrir okkur. En firmað, sem
borgar dagskrána, gerir sér líka ljóst,
að það getur orðið hneykslismál út af
svona tiltæki. Þess vegna töldum við
réttast að spyrja lögregluna ráða.
— Það var rétt athugað, sagði Mike
og stóð upp. Honum leið alltaf betur,
þegar hann stóð í fæturna. — Við
megum ekki hlaupa á okkur. Kannski
hefur þessi nánugi drepið einhvern,
og þá er þetta eina ráðið til að ná í
hann.
—• Þér álítið þá að við eigum að
láta hann koma fram í sjónvarpið?
— Já, það finnst mér, en ég vil
ekki afráða það einn. Við verðum að
tala við saksóknara ríkisins.
8 VIKAN 3. TBL.