Vikan - 20.01.1972, Side 16
Á miðju balli var danssýning,
samkvæmisklætt fólk sýndi
valsa, foxtrotta og tangóa og
þá stökk fólk eins og Mary
Hopkins, Jimmy Page, Sandy
Denny, Elton John, félagar
okkar úr Deep Purple, meðlimir
Faces og helmingurinn af Who
upp á stóla og borð til að sjá
betur. „Mestu vonbrigðin,"
sagði einn gesta okkar eftir á,
„voru er okkur varð ljóst að
við urðum sjálf að borga fyrir
það sem við drukkum.“
Óþarfi er að reyna enn einu
sinni að meta þau áhrif sem
Bítlarnir einu og sönnu höfðu
á heiminn. í þessu sambandi er
vitaskuld átt við þá sem heild,
en nú vita allir hvaða einstakl-
ingar það voru sem höfðu mesta
áhrif á heildina, sem voru auð-
vitað þeir John Lennon og Paul
McCartney; Ringo og George
höfðu óbeinni áhrif, en þó senni-
lega meiri en við látum okkur
detta í hug. Og enda þótt eig-
inlega sé útséð um að Bítlarn-
ir komi ntfkkurn tíma saman
aftur til þess að spila, eru þeir
ekki hættir að hafa áhrif á
okkur. John Lennon hefur til
dæmis komið því til leiðar, að
álit heimsins á Paul McCartney
er heldur lítið. Nú þykir ekki
fínt lengur að dást að Paul:
Hann er væminn, peningasjúk-
ur, leiðinlegur, hæfileikalítill
og hver veit hvað það annars er
sem við segjum um hann.
En eí við reynum aðeins að
gera okkur grein fyrir hvað það
er sem þeir félagar hafa á móti
Paul, þá komumst við að raun
um að það er ekki mikið annað
en það, að Paul vill losna úr
öllum tengslum við þá og hætta
að verða Bítill á pappírnum
jafnframt því sem hann hefur
hætt því utan pappírsins. Ann-
að er það í rauninni ekki.
Hingað til hefur lítið sést haft
eftir Paul um þessi mál, og því
þóttumst við hafa himin hönd-
um tekið þegar við rákumst á
viðtal við hann. Áður ert farið
verður út í viðtalið sakar ekki
að geta þess, að 8. nóvember sl.
héldu McCartney-hjónin dans-
leik í þekktu veitingahúsi
enskrar miðstéttar í London og
buðu þangað um það bil 800
manns, poppstjörnum, blaða-
mönnum, plötusnúðum og fleiri
fyrirmennum úr poppheimin-
um. Tilefni þessa dansleiks var
að kynna nýju plötuna með
WINGS, hljómsveit þeirra
hjóna, svo og hljómsveitina
sjálfa. Boðskortin hafði Paul
skrifað með eigin hendi, það er
að segja eitt slíkt, og látið síð-
an fjölrita 800 stykki. Ekki spil-
uðu WINGS þó á þessum dans-
leik, heldur hafði Paul fengið
„hljómsveit hússins", „Ray Mc
Vay Dance Band“, en McVay
þessi er kominn vel yfir fimm-
tugt og er með tíu manna
hljómsveit, eins og maður sér í
glamorkvikmyndum frá 1950!
Paul var jklæddur allt of stór-
um jakka sem ekki hafði einu
sinni verið lokið við að sauma
og spjallaði vingjarnlega við
alla. „Þetta er í rauninni ekkert
annað en dulbúinn blaðamanna-
fundur," sagði hann og glotti.
„Ég vildi bara vera viss um að
allir kæmu!“ Hár hans er mjög
stutt nú og stökkt af brilljan-
tíni og skegglaus er hann.
Viðtalið átti sér stað nokkr-
um dögum síðar, þegar Paul
bauð blaðamönnum að koma og
hlusta almennilega á nýju
WINGS plötuna, „Wild Life“.
Blaðamenn létu frekar vel af
plötunni og sagði einn um hana
að hún væri „return of the Mc
Cartney magic“. Önnur hliðin
er fjörleg og „þung“, en hinum
megin eru rólegri lög og meló-
16 VIKAN 3.TBL.