Vikan - 20.01.1972, Blaðsíða 36
NORNANOTT
Framhald af bls. 33.
vert af því. Þessvegna lét hann
byrgja námuopið svona vand-
lega.
— Charles sagði að þú hefðir
gert það, skaut Helen inn í.
Alan hristi höfuðið.
— Mér dettur nú í hug að
einu sinni fékk Charles náma-
verkfræðing til að koma hing-
að, þegar þú varst í fríi og ég
lagði saman tvo og tvo, sagði
John. — Ég veit svolítið um
bergtegundir sjálfur. Ég fór
niður í námuna og tók sýnis-
horn, sem ég hefi látið rann-
saka. Og þá varð rnér ljóst hvað
fyrir honum vakti. Þinn hlutur
i námunni féll í hlut Godfreys,
ef þú féllir frá án löglegra erf-
ingja, er það ekki? Já, það datt
mér í hug.
— En hvernig komstu að þvi
sem þau ætluðu að gera við
mig? spurði Helen.
— Ég sá að þú varst undir
áhrifum einhverra eiturlyfja í
gærkvöldi, þegar þú komst nið-
ur. Það kom mér til að skilja
að maðkar væru í mysunni.
— Og ég hélt að þú værir
einn af þeim, þegar ég sá þig í
kapellunni!
— Eins og ég sagði hefi ég
haft gætur á þeim. Þegar ég sá
að þú smeygðir þér inn í kapell-
una, ætiaði ég að koma þér und-
an, en ég sá þig ekki í myrkr-
inu.
— En Charles var í St. Malo
og Penelope í fasta svefni. Og
hann varð alveg frávita af reiði
þegar hann heyrði það sem ég
hafði að segja.
— Vegna þess að hann þoldi
ekki að nokkur annar léki hlut-
verk Satans. Þau vissu það og
gættu þess að láta Penelope
ekki komast að því sem þau
höfðu fyrir stafni.
— Það var hún sem eitraði
fyrir mér, sagði Helen. — Fyrst
smurði hún einhverju smyrsli
í hársvörðinn á mér og síðan
með baðolíu. Og áður en hún
lagði af stað með mig nuddaði
hún einhverri olíu inn í hör-
undið, sem hafði þau áhrif að
ég varð næstum lömuð.
— Það var samsuða af jurt-
um, sem hafa sín áhrif gegn-
um húðina og orsaka sál-
rænar truflanir, vöðvalömun og
svima. Já, þegar þú varst farin,
bauð ég Penelope góða nótt og
fór til samkomustaðarins,
grímuklæddur, eins og hitt
fólkið. Þar heyrði ég hvað til
stóð og gat undirbúið björgun
þína. Svo veizt þú sjálf það sem
síðar skeði.
Þrem dögum síðar var Helen
komin á fætur .Hún var að vísu
nokkuð eftir sig, en hamingju-
samari en nokkru sinni fyrr.
John hafði farið til vinnu sinn-
ar daglega, meðan hann beið
þess að hún jafnaði sig. Þegar
hann kom heim til hádegis-
verðar þriðja daginn, hafði
hann fréttir að færa.
— Þeir byrjuðu í dag — hófu
vinnu við námuna!
— Hverju bíðum við þá eftir?
spurði Alan. — Nú hljótum við
að hafa sönnunargögn í hönd-
unum!
— Ég er sammála þér, svar-
aði John. — Ég er búinn að
gera lögreglunni viðvart. Ég
sting upp á þvi að við förum og
komum þeim á óvart.
— Ég kem líka, sagði Hel-
en. — Ég vil ekki sitja hjá.
Það verður fróðlegt að sjá fram-
an í þau, þegar við Alan rísum
bæði upp frá dauðum ...
Eftir hávaðanum að dæma,
hafði allt starfslið frá grjótnám-
unni verið flutt þarna upp á
heiðina, með borvélum, skurð-
gröfum, vélskóflum og öðrum
tækjum og það var hræðilegt-
að sjá hvernig umhorfs var á
enginu, sem áður hafði verið
svo fagurt og^friðsælt.
Sá fyrsti sem þau komu auga
á var Rocky. Hann sneri i þau
breiðu bakinu. Svo sáu þau
hvar Penelope kom ggngandi
frá ,,höllinni“.
John kallaði: — Halló, Rocky,
hvar er Godfrey?
Rocky sneri sér við og þegar
hann kom auga á þau, rak hann
upp ferlegt öskur, hopaði aftur
á bak, hrasaði og féll endilang-
ur til jarðar. Svo rauk hann á
fætur og ætlaði að taka til fót-
anna, en rakst þá á Charles,
sem kom út úr námugöngunum.
Charles bölvaði og sló til Rocky.
Rocky babblaði einhver óskilj-
anleg orð og benti í áttina til
þreménninganna. Charles sneri
sér við og ætlaði að þjóta áfram
en nam staðar, þrumu lostinn.
Nú kóm Penelope þjótandi til
þeirra, náföl. Hún hljóp til Hel-
en og ætlaði að faðma hana að
sér, en Alan þreif í axlir henn-
ar og vék henni til hliðar. —
Nei, Penelope, í þetta sinn dug-
ar enginn leikaraskapur.
Hann tók undir handlegg
Helen og leiddi hana fram fyrir
Charles.
— Sæll vertu, Charles, sagði
Alan .— Þú segir ekki neitt.
Ertu ekki ánægður yfir því að
sjá okkur á lífi? Þér finnst
kannski ekki að Helen sé nógu
stássleg, og ég viðurkenni að
fötin af John hæfa henni ekki
sem bezt, þau eru nokkuð stór.
En það verður bráðlega hægt
að kippa því í lag, ef þú ert
ekki nú þegar búinn að fleygja
fötunum hennar.
Þá var það að Rocky gerði
krossmark fyrir sér. Djöfla-
dýrkandinn sjálfur lyfti skjálf-
andi hendi og krossaði sig.
— Jæja, Rocky, sagði Alan
háðslega. — Trú þín á honum
er þá ekki sterkari en þetta. Á
hinum háa herra, djöflinum
sjálfum í mannsmynd!
Charles lyftu brúnum. — Ég
ræð þér til að gæta tungu þinn-
ar, Alan. — Ég skil að þú getur
varla verið með réttu ráði eftir
slysið, en þolinmæði min er
ekki ótakmörkuð. Ég gæti látið
stefna þér fyrir ærumeiðingar.
— Gerðu það þá. Lögreglan
er á leiðinni hingað. En ég er
hræddur um að ég hafi fleiri og
veigameiri kærur á hendur þér.
— Og hvað gæti það svo sem
verið?
— Tvær morðtilraunir, sem
Rocky framkvæmdi eftir þinni
skipun.
Charles hló dátt. — Ég hélt
ekki að þú værir svona einfald-
ur. Rocky verður sjálfur að
bera ábyrgð á gjörðum sínum.
— En ég hlýddi aðeins boð-
um hans, öskraði Rocky. Hann
sagði að þau væru óvinir okkar
og það væri mikill heiður fyrir
mig að fá að vera böðull þeirra.
Hann er sá meistari, sem ég
verð að hlýða!
— Haltu kjafti, bjáninn þinn,
hvæsti Charles.
En í þetta sinn reis þrællinn
upp á móti meistara sínum.
Hann sló hann með hnefanum
undir hökuna svo Charles féll
til jarðar. Það heyrðist óhúgn-
anlegt brothljóð, þegar höfuð
hans skall á steini. Það stóðu
allir grafkyrrir og horfðu á líf-
vana líkamann. Það þurfti ekki
rannsókna við, það var augljóst
að maðurinn var látinn.
Penelope var sú fyrsta sem
áttaði sig. Hún leit ekki á líkið
af eiginmanni sínum, heldur
sneri sér strax að því að hreinsa
sjálfa sig.
— Það var eins með mig, ég
hlýddi aðeins skipunum hans,
ég gat ekkert að gert. Hann
beitti mig þvingunum.
— Það getur þú reynt að út-
skýra fyrir lögreglunni, við
höfum engan áhuga á því, sagði
Alan. — Komdu Helen, við
skulum sækja dótið þitt.
John sá að nú var komin
kyrrð á, að minnsta kosti um
stundarsakir.
— Hvaða áform hefur þú nú,
Alan? spurði hann.
— Ég hefi hugsað mér að
hreinsa til hérna. Segja upp
þessu fólki frá Sark, það hefur
komið þessum fíflalátum af
stað hérna. Svo ætla ég að
byggja betri hús fyrir verka-
mennina, svo að menn geti bú-
ið hér með fjölskyldur sínar.
Ég ætla líka að greiða þeim
hærri laun.
— Við höfum líka hugsað
okkur að breyta „höllinni" í
hótel, sagði Helen. — Opna
eyna fyrir ferðamönnum og
útiloka með því að fólk geti
einangrast hér. Penelope virð-
ist ekki hafa hug á að setjast
hér að, jafnvel þótt henni tak-
ist að fullvissa lögregluna um
sakleysi sitt.
— Ég þori að hengja mig
upp á að henni tekst það, sagði
John biturlega. — Hún notar
sín stóru tárvotu augu til þess.
Og síðan lifir hún hátt á eigum
mannsins síns sáluga, án þess
að skeyta um það að hann var
hreint skrímsli meðan hann
lifði...
— Mér er alveg sama, ef ég
get losnað við að sjá hana
framar, sagði Helen. — Það
væri bezt að gleyma þessu öllu.
eða hvað finnst þér, ástin mín?
Hún rétti Alan höndina og
hann svaraði henni með því að
kyssa hana. Sögulok.
ISKUGGA
EIKARINNAR
Framhald af bls. 11.
brúnni sá hún það sem hún
hafði búizt við, einmitt það
sem hún hafði haldið.
Nicky. Sonur hennar. Yngsta
barnið hennar.
Hann lá á grúfu og það var
líkast því að hann svæfi. Hand-
leggirnir, sem hún svo oft hafði
fundið um háls sér, voru teygð-
ir fram. Þeir flutu á vatninu,
eins og greinar af ungu tré.
Hárið bylgjaðist á vatninu eins
og sefgras.
Hún sá grannan barnshálsinn
hulin gullnum lokkum. Hárið
var dekkra uppi á höfðinu,
jafndökkt og vatnið sem það
flaut á.
Hún vissi að hann var horf-
inn úr faðmi hennar fyrir fullt
og allt. .. hann var í örmum
annarrar móður.
Og þegar hún stóð þarna í
þöglum garðinum og horfði á
litla hreyfingalausa líkamann,
heyrði hún óm af rödd hans,
þegar hann kallaði á hana að
næturlagi.
Hann var hræddur og hann
kallaði aftur og aftur og rödd
36 VIKAN 3. TBL.