Vikan


Vikan - 20.01.1972, Page 37

Vikan - 20.01.1972, Page 37
TVÆR FLUGUR 1 EINU HÖGGI Þetta er svefnsófasettið Venus-Lux. Glæsilegasta svefnsófasettið á markaðinum. KOMIÐ - SJÁIÐ - SANNFÆRIST IHIÚSCaMDNaUHIDSIHÐ ihif. Auðbrekku 63, Kópavogi, sími 41694 lians var þrungin af gráti: „Ég dett, ég dett, — ég dett út í.. Hún hafði svikið hann, svikið drenginn sinn. Og nú lá hann þarna í ísköldu vatninu. Klukkurnar í turni Santa Maria delle Salute tóku að hringja og rétt á eftir fylgdu klukkur Markúsarkirkjunnar. Þetta var mjög snemma morg- uns. Örmjó ljósræma gægðist meðfram gluggatjöldunum. Frú Hannah opnaði augun. Hún var undrandi yfir ang- istinni, sem hafði gripið hana. Því skyldi hún vera hrædd, hugsaði hún, milli svefns og vöku. Hversvegna vakna ég hér i Feneyjum, með þennan ugg í brjósti, ég sem er í síðbúinni brúðkaupsferð... Það var draumurinn um Nicky, sem var drukknaður. Hún stökk út úr rúminu, klæddi sig í dauðans ofboði og fór að tína saman dótið sitt. Nokkrum mínútum síðar rumskaði læknirinn. Hann rétti út höndina og ætlaði draga konu sína til sín. En rúmið var tómt og kalt. Hann opnaði aug- un. Hún var fullklædd og var að láta niður í tösku. Hann settist upp. — Hvað í veröldinni ertu að gera? —Ég er að fara heim, sagði hún rólega, án þess að líta við. Hann féll aftur á bak. — Ó, nei, ekki aftur ... Við töluðum um þetta í gærkvöldi. Manstu ekki að við vorum ásátt um að vera hérna allan tímann? Heidi skýrði þetta allt fyrir þér, sagði að hún hefði verið að gera að gamni sínu. — Já, já, ég man það vel. En það var í gærkvöldi. Nú hef ég skipt um skoðun. Hann settist aftur upp. — Hlustaðu nú á mig, sagði hann. — Þú veizt að þú getur treyst Heidi. Hún sagði að börnunum liði vel. Frú Hannah hélt áfram að troða i töskurnar. — Þú hefur á réttu að standa um Heidi, ég get treyst henni, sagði hún. — Ég ber lika fullt traust til henn- ar. — En ef svo er, hversvegna ætlar þú þá að æða heim? Frú Hannah sneri sér að manni sínum og^virti hann al- varlega fyrir sér. Rödd hennar var blíð og hún var þolinmæð- in uppmáiuð: — Heyrðu, elskhn mín, ég hefi bað á tilfinningunni að ég verði að fara heim. Viltu vera svo góður að andmæla mér ekki. Hjálpaðu mér heldur að láta niður dótið okkar og komdu mér heim. Hann skyldi að hún var ákveðin. Hann hafði aldrei séð hana í þessu ástandi áður, en honum var ljóst að hann gæti ekki haft nokkur áhrif á hana. Hann var vonsvikinn og ergi- legur. Hversvegna gat hún ekki hagað sér skynsamlega? Hann hafði megnustu óbeit á konum, sem létu duttlungana ráða, en það gerði hún núna. Hann tók andann á lofti. — Ég er þá kvæntur kjána- Jegri, óraunsærri, óþroskaðri, fljótfærinni og hjátrúarfullri konú! öskraði hann. — Þú hefur algerlega á réttu að standa, ástin mín. Hún brosti engilblítt, en var jafn ákveðin á svipinn. — Þú getur skamm- að mig eftir vild á heimleiðinni, ef þér líður þá betur. En nú held ég að þú ættir að hafa hx-aðann á. Ég er að yerða búin að gang'a frá farangrinum. Hann fór fram úr rúminu og klæddi sig. Hann átti ekki ann- arra kosta völ. Þetta var síðasti dagurinn i marz. Þeim var sagt að engin flugvél færi til London fyrir hádegi. Stúlkan í afgreiðslunni ráðlagði þeim að reyna hvort ekki færi vél frá Alitalia félag- inu. Það var heldur engin ferð hjá þeim. En laglega, ljóshærða stúlkan, bak við afgreiðslu- borðið sagði að kannski væri hægt að komast frá Miláno. Þau fylgdu ráðum hennar. Flugvélin var næstum tóm. Þau fengu sterkt og gott kaffi á leiðinni til Milano og lentu inn- an skamms. í flugstöðinni í Milano urðu þau að bíða í klukkutíma. Frú Hannah sat stjörf og þögul i stórum leðurstól. Hún var náföl og'tekin. Hún spennti greipar um hnén. Maður henn- ar virti hana fyrir sér með áhyggjusvip. Hvað hafði kom- ið yfir hana, sem venjulega var svo róleg. Hún hafði varla mælt 3.TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.