Vikan


Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 3

Vikan - 03.02.1972, Blaðsíða 3
5. tölublað - 3. febrúar 1972 - 34. árgangur Framhalds- saga eftir Edgar Allan Poe Stutt framhaldssaga hefst í þessu blaSi eftir Edgar Allan Poe, upphafsmann leynilögreglusagna, sem blómgast svo vel á okkar dögum. Sagan nefnist Leyndarmál Maríu Roget og er i fjórum hlutum. — Fyrsta hlutanum fylgir æviágrip Poes. Sjá blaðsíðu 16. Dularfyllsta persóna Evrópu- sögunnar Margir íslendingar kann- ast við Wallenstein úr Sögum herlæknisins eftir Topelius, sem séra Matt- hías þýddi á sinum tíma. Hann er í hópi dular- fyllstu persóna Evrópu- sögunnar og margir þætt- ir lífs hans þrætuepii sagnfræðinga. Sjá grein á blaðsíðu 12. Heimur Walt Disneys Walt Disney tókst alla ævi að varðveita í hjarta sínu heim bernskunnar — ævintýrið mikla, sem hjá flestum er úti um ieið og fullorðinsárin og alvara lífsins taka við stjórnar- taumum. Sjá litmynda- syrpu um nýjasta undra- land Disneys á bls. 26. KÆRI LESANDI! „Árið 1895 varð Jennie örlaga- ríkt. Eiginmaður hennar lézt í upphafi ársins eftir langvarandi veikindi. Það var syfilis, sem þjáði hann og undir lokin var hann með ölln viti sínu fjær. — Nokkrum vikum áður kvæntist elskhugi hennar, sem ekki gat beðið lengur. Synir hennar, Win- ston og Jack, áttu báðir við vandamál að stríða, sem hún varð að taka tillit til.“ Þetta er ofurlítið brot úr við- burðaríkri sögn, sem rakin er í þessu blaði. Það er sagan af Jennie, móður Sir Winston Churchills. Um hann er sannar- lega óþarfi að fjölyrða. t>egar verið er að hampa „mönnum árs- ins“ um hver áramót, er vert að minnast þess, að Churchill var kosinn „maður aldarinnar“ — og stendur undir þeim titli. Minna hefur hins vegar verið vitað nm móður hins fræga stjórnmálamanns, þar til á síð- asta ári, að bók kom út um hana í Bretlandi. Þar er henni meðat annars lýst á þessa leið: „Hún var með afbrigðum smekkleg kona og fljót að koma auga á hið bezta, lwort sem það voru föt, húsgögn, bækur eða — karl- menn.“ Vikan birtir kafla úr þessari skemmtilegu ævisögu á bts. 20. EFNISYFIRLIT GREINAR BLS. Ég sá svipi i göngunum, grein um hinn kunna miðil, Astrid Lindgren 6 Wallenstein — Tékkinn sem reyndi að bjarga Þýzkalandi 12 Jennie, grein um móður Sir Winston Churchills 20 Undraland Disneys 26 VIPTÖL Við erum ekki af víkingakyni fyrir ekki neitt, rætt við Pál Heiðar Jónsson 24 SÖGUR Dauðinn skrifar á ritvél, smásaga 8 Leyndardómur Mariu Roget, ný örstutt fram- haldssaga eftir Edgar Allan Poe, fyrsti hluti 16 Kona um borð, framhaldssaga, þriðji hluti 10 ÝMISLEGT Matreiðslubók Vikunnar, fjórar litprentaðar uppskriftir 29 Simplicity-snið 23 FASTIR ÞÆTTIR Pósturinn 4 Heyra má 18 Krossgáta 49 Stjörnuspá 48 Myndasögur 33, 36, 40 FOWSÍPAN________________________ Áður en Walt Disney lézt, hafði hann hafið undirbúning að stofnun nýs ævintýralands í Florída. Nú hefur það verið opnað og er sagt, að það sé enn stórkostlegra en gamla Disney- landið i Los Angeles. Á forsiðu og í miðopnu eru svipmyndir úr þessum nýja skemmtigarði. VIKAN Útgefandi: Hllmlr hí. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorlelfsson, Matthlldur Edwald og Ómar Valdlmarsson. Útlitstelkning: Sigurþór Jakobsson. Auglýsingastjórar: SigrfBur Þorvaldsdóttir og SigríSur Ólafsdóttir. — Ritstjóm, auglýsingar, afgreiðsia og dreifing: Skipholti 33. Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerS i lausa- sölu kr. 60,00. ÁskriftarverS er 575 kr. fyrir 13 tölu- blöB ársfjórSungsIega eSa 1100 kr. fyrir 26 blöS misserislega. ÁskriftargjaldiB greiSist fyrirfram. Gjalddagar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. 5. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.