Vikan


Vikan - 03.02.1972, Page 5

Vikan - 03.02.1972, Page 5
óþægindum. Pví verðum við að fara þess á leit við lesendur að þeir láti einnig símanúmer fylgja fullu nafni og heimilisfangi með bréfum sínum, og þannig ætti allur misskilningur að vera úti- lokaður. Með öll bréf eru að sjálfsögðu farið með sem algjört trúnaðarmál, en við sjáum okkur ennþá ástæðu til að minna á, að nafnlaus bréf fara ólesin í rusla- körfuna. Dauðarefsing Kæri Póstur! Ég vil byrja á að þakka allt gamalt og gott, sérstaklega framhaldssögurnar. Nornanótt er alveg frábær. Það sem mér ligg- ur á hjarta er varðandi „Dauða- refsingu". Ég varð alveg yfir mig undrandi þegar þið sögðust aldrei hafa heyrt á hana minnzt, því þessi hljómsveit hefur spil- að í Reykjavík einu sinni eða tvisvar, en þeir voru frá Vest- mannaeyjum eins og stóð í bréf- inu. Vertu svo sæll, elsku Póstur. Ein í Gaggó í Vestm. Aftur um Dauðarefsingu Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður. Ég hef heldur ekki haft ástæðu til þess fyrr en nú að ég las bréf frá tveimur vinkonum, sem voru að þræta um hljómsveitina „Dauðarefsing". Þetta bréf birt- ist í fyrsta tölublaði þessa árs, 6. janúar sl., og þar sem þú, Póstur góður, hafðir ekki hug- mynd um tilvist þessarar hljóm- sveitar en sagðist jafnframt þakka allar upplýsingar, datt mér í hug að skrifa þér allt sem ég veit um „Dauðarefsingu". Hljómsveitin var stofnuð rétt fyrir þjóðhátíð 1970. Undirbún- ingur var nánast enginn, nema að þessum fjórum piltum datt í hug að stofna hljómsveit. Upphafsmaður hljómsveitarinnar var Valdimar Gíslason, gítarleik- ari, 19 ára og kallaður Valli. — Söngvari var Hafþór Pálmason, sem einnig er knattspyrnumað- ur, en hann var yngstur, á 18. ári. Trymbillinn var Bjartmar Guðlaugsson, 20 ára og bassa- leikari var Kristinn Jónsson, kallaður Diddi, en hann er að- eins eldri en Hafþór. Um jólin 1970 bættist svo 5. liðsmaður hljómsveitarinnar í hópinn, var það Olafur Guðjónsson, 21 érs. Óli leysti Hafþór af hólmi og sneri Hafþór sér þá að orgelleik. „Dauðarefsing" varð tiltölulega vinsæl meðal ungu kynslóðar- innar og einnig þeirra eldri, þar sem þeir félagar ásettu sér strax í upphafi að dempa niður há- vaða, svo gestir færu ekki heyrn- arlausir eða vitlausir út af dans- stöðunum. Hljómsveitin varð aftur á móti ekki langlíf, mig minnir að þeir hafi hætt að spila saman í apríl '71 og síðan hefur ekkert heyrzt til þeirra á þessu sviði. Ég ætla þá ekki að skrifa þér meira að sinni, heldur bið ég að heilsa þér, Póstur góður, með þakklæti fyrir allar sögur sem og annað efni er stytt hefur mér marga stundina hér í Eyjum. Gaur úr Eyjum. Jæja, þá ættu allir að vita hvaða hljómsveit það var sem hét „Dauðarefsing" og við þökkum bæði píunni í Gaggó og gaurn- um úr Eyjum kærlega fyrir bréf- in. Svar til „I love my body“ Það er algjörlega útilokað að ætla að hann sé kynvilltur fyrir þessa ástæðu eina. Þetta stafar vafalaust af taugaspenningi og því skuluð þið halda áfram að reyna og ekki gefast upp þótt illa gangi í fyrsta skipti. Og fyr- ir alla muni: Talaðu um þetta við hann, þetta er vandamál sem þið verðið að leysa i sameiningu. Ef þetta lagast ekki innan fárra mánaða, skuluð þið leita læknis. r--------------—------------------------------------------------- MTDXPRENTUN Takiö upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIRhf Skipholti 33 — Sími 35320 L________________________7 5. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.