Vikan - 03.02.1972, Qupperneq 31
LOVE
STORY
HILMIR HF.
Heillandi ástarsaga
um ungt
nútímafólk
Metsölubók
um allan
heim
ÉG SÁ SVIPINN
ÁGÖNGUNUM
Framhald af bls. 7.
samband við „gesti“ sína. Hún
lýsti því sem hún sá:
— Fyrir löngu síðan varð
hörmulegt slys hérna úti á
vatninu. Ég heyri neyðaróp.
Það detta margir í vatnið, en
aðeins ein manneskja drukkn-
ar . . . það er ís á vatninu . . .
en það er mjög langt síðan...
(Síðar sagði Lindgren mag-
ister frá því að í upphafi
sautjáridu aldar hefði Anna von
Grúnau, sem var gift hirðmar-
skálkinum Diedrik von Mörner,
drukknað, þegar sleði fór nið-
ur um ísinn og allir sem í hon-
um voru fóru í vatnið).
Frú Gilmark reyndi að fikra
sig gegnum aldirnar:
— Hér er einhver sem talar
mjög undarlegt mál, ég held
það geti verið rússneska eða
pólska. Ég held það sé pólska.
Hvers vegna talar hann þetta
mál? Hann hlýtur að hafa ver-
ið í Póllandi, það var stríð . . .
hann dó þar, en hann er ekki
grafinn hér.
(Bernhard von Liewen féll í
Póllandi, en hann var í liði
Karls XII. Hann var grafinn í
Halsingborg).
Astrid heldur áfram: — Ég
sé frú, mjög glæsilega klædda.
Hún hefur mikinn persónu-
leika til að bera og hlýtur að
hafa átt hér heima fyrir löngu
síðan. Þetta er fögur kona,
sterk og glöð. Hún er að segja
mér hvað hún heitir . . . Kata-
rina? . . . Höllin - tekur mikl-
um stakkaskiptum á hennar
tímum, það segir hún sjálf;
hún breytti þessum kastala í
það sem hann er í dag . . . en
það er langt síðan . . . Það er
alltaf gleði í kringum hana . . .
(í sögu hallarinnar er getið
um Katarina Stensdotter Biel-
ke, hálfsystur karls konungs
Knutssonar Bonde, sem var
uppi um 1400. f hennar tíð var
kastalinn endurbyggður, en
það er ekki vitað hvort það var
hún eða Nils Klausson, sonur
hennar, sem stóð fyrir endur-
byggingunni).
— Ég finn reykjarlykt, held-
ur frú Gilmark áfram. Hér
hlýtur að hafa verið bruni. en
það er um aldamótin 1900, svo
það er ekki svo langt síðan.
Maður, sem hefur hlotið mikil
brunasár, talar um kæruleysi
með olíulampa . . . hvað getur
það verið?
(Eitt af íbúðarhúsum skóla-
nema brann til kaldra kola og
einn kennari brann inni. Elds-
upptök urðu aldrei kunn).
Hver er þaö sem gengur um á
nóttunni?
— Nú mun ég fá að vita hver
það er sem gengur um á nótt-
unni, segir frú Gilmark, eftir
stutta þögn. — Það er alls ekki
neinn af þeim fjölskyldum,
sem hér hafa búið. Mér er sagt
að jörðin hafi verið hlutuð í
sundur og eitthvað af henni
selt; það var í lok 18. aldar.
Ég fæ ekki að vita hvað kaup-
andinn heitir, en hann var dug-
legur bóndi; mér sýnist hann
vera eins konar ráðsmaður,
hann er alls ekki líkur þeim
mönnum sem hér voru á und-
an honum. Maðurinn sem þá
býr í höllinni er þarna, ég sé
hann í einhvers konar einkenn-
isbúningi, ég held hann sé ma-
jór. En hann er ekki litríkur
persónuleiki.
Frú Gilmark segir frá ýmsu
öðru, stekkur milli alda. Hún
segir frá veiðum, hornablæstri,
hestum á stökki, lífi og fjöri,
það er eins og veggir hallar-
innar segi henni frá liðnum at-
burðum á þessum stað. Stund-
um á hún erfitt með að greina
í sundur hljóð og tal, persón-
ur og tímabil.
Klukkan hefur gengið sinn
gang. Myndavélin hefur suðað
einhljóma frá því klukkuna
vantaði korter í eitt þangað til
hún er korter yfir tvö. Arv-
holm verkfræðingur tilkynnir
að ekkert hafi komið fram á
5. TBL. VIKAN 31