Vikan


Vikan - 03.02.1972, Page 47

Vikan - 03.02.1972, Page 47
bryggju, þegar ég kom upp á þilfarið og þeir hurfu fljótlega. Ég flýtti mér á eftir þeim og hugsaði stöðugt um Leigh, stóra manninn. Hvar hafði ég séð hann? Ekki í Melbourne. í San Sebastian? Hvar? Ég fálmaði mig áfram gegnum þokuna. Ég varð að ná í þá hina. Hvorki Querol, Mooney eða ljóðelski pilturinn vissu hvar ég hafði skilið við Jacky... Ljóð ... Ég nam skyndilega staðar. Eins og ósjálfrátt stakk ég höndinni í vasann, sem ég hafði stungið ljóðum unga mannsins í. Ég varð þurr í munninum meðan ég fletti sundur blaðinu og las dálkinn: Flótti frá Longridge-fangelsinu. — Tveir fangar sleppa eftir handalögmál við verðina ... Og svo myndin, sem ég hafði litið svo lauslega á áður. Það var ekki nokkurt vafamál, það var Leigh! Ég starði á myndina, það var ekki um að villast, það var Leigh. Nokkuð skvabalegt and- lit, hörkulegur svipur og aug- un, sem voru eins og mjóar rif- ur, líklega vegna þess að hann var að verja þau fyrir reyknum frá sígarettunni, sem hann al- drei tók úr munninum. Breiðar axlirnar sáust líka á myndinni. Ég las textann: Snemma í morgun sluppu tveir fangar úr Longridgefangelsinu. Leigh Rowan (43) og Fred Maw (38) voru í vegavinnu nálœgt Koo- weerup, þegar þeim tókst að flýja, þrátt fyrir vopnaða verði. Það var eldsvoði (sem líklega var af mannavöldum), sem leiddi athygli fangavarðanna frá föngunum, sem voru að vinnu. Að líkindum beið þeirra bifreið og það er álitið að þeir Maw og Rowan hafi farið í suð- ur. Rowan var að afplána tólf ára fangelsisdóm fyrir rán og Maw sjö ára fangelsisvist fyrir svipað brot. Báðir voru menn- irnir klœddir fangabúningum, en það er álitið að þeir hafi á einhvern hátt getað skipt um föt. Þeir eru vopnaðir, svo al- menningur er varaður við þeim... Drottinn minn, hugsaði ég, og Jacky er ein með þeim! Með þeim og Jonathan ... Hver var Jonathan? Var það hann sem hafði staðið fyrir eldsvoðanum og beðið fanganna í bíl?En það var nú reyndar ótrúlegt, hann var það fatlaður. Og hvað gat maður eins og Jonathan átt sameiginlegt með þessum glæpamönnum? Það var ekki nokkur vafi á því að hann var af allt öðru sauðahúsi. Hvaða ástæðu gat hann hafa haft til að hjálpa Leigh og Fred til að strjúka? Hugsanir mínar voru mjög ruglingslegar. Ég varð að finna Querol? Ég varð að finna hann og Jacky, svo við gætum sem fyrst komið okkur um borð í Yabbie og flýtt okk- ur til San Sebastian til að til- kynna lögreglunni hvar flótta- mennirnir héldu sig. En Jonathan? Hver var hann? Þá heyrðist rödd utan úr þok- unni: — Er einhver þarna? Hver er það? Hann sat á steini og hækj- urnar lágu við hlið hans á jörð- inni. Hann var einn, Jacky var ekki með honum. Hann horfði upp til mín og það var hræðsla í augum hans. — Hvað er að? Hefir eitthvað komið fyrir? Að líkindum var ég æstur á svipinn. En það var um að gera fyrir mig að láta ekki bera á því að ég vissi hverjir hinir voru. Fyrst af öllu varð ég að fá eitthvað að vita um samband Jonathans og þeirra. Ég sagði, eins rólega og mér var mögu- legt: — Nei, það er ekkert að. Hvar er hitt fólkið? — Leigh og Fred eru að leita að kettinum. — En Jacky? — Ég veit ekkert um hana. Mér fannst rödd hans óstyrk. Æst og óstyrk. — Hefur Querol skipstjóri hitt hana? spurði ég. — Hver? Ég hef ekki séð neinn. — Hann hlýtur að hafa farið þessa leið. Hann og tveir með honum, sagði ég. Jonathan var hikandi. — Mér fannst ég heyra mannamál. En ég er samt ekki viss. Það var greinilegt að hann var taugaspenntur. Ég virti hann vel fyrir mér, reyndi að sjá eit.thvað sem gæti upplýst samband hans við hina menn- ina. Gat hann verið samsekur? Það gat líka verið einhver önn- ur skýring. Var ekki möguleiki á að þeir hefðu hreinlega stöðv- að bíl hans á veginum og þröngvað honum með vopna- valdi til að fylgjast með þeim? Ég spurði rólega: — Hvar eru mennirnir tveir, sem voru með þér? — Ja, ég veit ekki hvar þeir geta verið? — Eru þetta gamlir vinir þín- ir? — Hvað áttu við með því? Það var greinilegt að hann var jafn varkár og ég. En það var einhver ákafi í augnaráði hans, svo ég sagði: — Mér finnst ég kannist eitthvað við þá, að minnsta kosti Leigh. Mér finnst ég hafi séð mynd af honum í einhverju blaði, eitthvað við- víkjandi brotthlaupi úr fangelsi. En ef þetta eru vinir þínir... — Nei, nei, guði sé lof! Ég hefi allan tímann verið að hug- leiða hvort mér væri óhætt að treysta þér. Ég hélt kannski að þú værir eitthvað við þetta rið- inn. En nú er mér ljóst að svo er ekki! Ó, ég er svo feginn að þú komst hingað. Hvað hefði ég getað gert, vesalingur eins og ég er? Það var greinilegt á rödd hans að hann var að því kom- inn að fá taugaáfall, svo ég tók fram í fyrir honum: — Hvern- ig skeði þetta, ég á við, hvernig komst þú í slagtog með þeim? — Ég var í San Sebastian. Ég elska þann bæ. Ég stundaði mikið siglingar, áður en .... Hann leit mæðulega á hækj- urnar. — Áður en þetta skeði. Nú á ég vélbát, Rita Rina. Ég hafði hugsað mér að fara út á sjó, — það var fyrir þrem dög- um, og ég var rétt að leggja af stað, þegar þeir komu á vett- vang. Þeir tóku mig tali, já, töl- uðu um ósköp venjulega hluti, um veðrið, siglingar og almenn tíðindi, og síðan spurðu þeir hvort þeir mættu ekki líta á bát- inn. Mig grunaði ekkert. Það var líka varla von. Hann leit reiðilega á mig, eins og ég hefði verið að ásaka hann. — Og svo? spurði ég. — Þeir voru með riffla. Þeir neyddu mig til að fara með þá hingað til Kananga. Ég held þeir hafi verið búnir að semja við einhvern um að sækja þá hingað. — Hversvegna héldu þeir þá ekki einfaldlega áfram á bátn- um þínum? — Það veit ég ekki. En þeir sökktu Rita Rina. Ég sá það reyndar ekki, en þeir sögðu það. — Og svo hefir þú verið hér síðan? Með þeim. Hann horfði á mig, óþolin- móður og særður á svip. — Hvað áttu við, hvað gat ég gert? Átti ég' að slá þá niður og synda í land? — Hvaðan fáið þið mat? — Það voru nægar matar- birgðir um borð í Rita Rina. Að minnsta kosti til fjórtán daga. Ég fer stundum í nokkuð lang- ar ferðir, til að njóta einveru. Ég er ekki búinn að venjast þessari bæklun ennþá. Ég ber ekki þennan kross minn hetju- lega. Ég verð að fara í burtu við og við, þegar ég verð bitur út í lífið ... Ég sagði: — Við erum öll í vandræðum, þú ert ekki einn um það. Hugsaðu bara um stúlkuna! — Já, sagði hann og það var háðshreimur í röddinni. — Það á að írelsa konur fyrst. Hann greip hækjurnar og stóð þreytu- lega á fætur. — Hvað eigum við þá að gera? — Við verðum að finna Quer- ol skipstjóra, sagði ég. — Það er ekki svo einfalt í þessari þoku, sérstaklega er það erfitt fyrir mig. Biturleikinn í rödd hans kom mér til að líta á fætur hans. — Já, ég er ekki til mikils gagns. Hvað á ég að gera? — Þú bíður hérna, sagði ég. — Ef Leigh eða Fred koma hingað, þá reynir þú að tefja fyrir þeim. Segðu hvað sem er við þá. Þú getur sagt að þú sért veikur. Reyndur bara að halda þeim hér, svo ég geti haft svig- rúm til að finna Qerol. Hann var greinilega ekki hrif- inn af þeirri hugmynd. — En ef þú skildir nú rekast fyrst á Leigh og Fred. — Ég reyni þá að blekkja þá, læt þá ekki vita að ég sé búinn að komast að hinu rétta um þá. —• Hvernig komst þú að því? Ég sagði honum það og hann sagði: — Þetta er furðulegt, ég á við að þú skyldir einmitt rek- ast á þessa síðu af blaðinu ... — Já, það var heppni. — Ef til vill. Hann hrukkaði ennið. — En ef þeir sjá nú í gegnum þig? Ef þeir myrða þig? Hvað get ég gert? Nei, þetta er vonlaust. Þeir geta skotið okk- ur öll, að minnsta kosti geta þeir haldið okkur föngnum, þangað til þessi fjandans bátur kemur að sækja þá. Það er alltof áhættusamt, við verðum einhvernveginn að komast í samband við lögregluna í San Sebastian... Það var greinilegt að hann hafði fengið einhverja ákveðna hugmynd. Augu hans ljómuðu. — Er ekki talstöð í Yabbie? — Jú, ég geri ráð fyrir því. — Flýttu þér þá þangað og náðu sambandi við strandgæzl- una. Eða einhvern bát! — En ég kann ekki að eiga við þessar talstöðvar, maldaði ég í móinn. — Ég veit ekki hvað ég á að gera: — Þú verður að reyna! Nú var hann orðinn ákafur. — Þú verður að reyna. Strandgæzlan getur komið á þyrlu innan klukkutíma. Framhald í nœsta blaði. 5.TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.