Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 11

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 11
reikna með að taka þátt í kostn- aði sjálfir). Nú er að komast á laggirnar íslenzkt stúdíó, Pétur Stein- grímsson hefur fengið húsnæði fyrir upptökuborð sitt og er nú unnið mikið þar í Síðumúlan- um. Er hljómburður þar sagður góður, allavega miklu betri en í útvarpinu, þar sem flestar ís- lenzkar plötur hafa verið tekn- ar upp til þessa. ,,Áður,“ segir Jón Ármanns- son hjá Tónaútgáfunni,/ „var mesta vandamálið að fá stúdíó og því miður fór það oft þannig er stúdíóið var loks fengið, að menn mættu allsendis óklárir á því sem þeir ætluðu að gera. Þeir hugsuðu gjarnan með sér, að þetta myndi verða allt klárt í stúdíóinu, eins og maður sér erlenda hljómlistarmenn láta hafa eftir sér í blöðum og öðr- um fjölmiðlum, en það sem okkar drengir gæta ekki alltaf að, er að þar eru plötur gefnar út í milljónaupplagi, en hér þykir mjög gott ef plata selzt í 2000 eintökum og algjört met er 3500 plötur. Þá held ég líka að það hafi haft sitthvað að segja, að þegar Hljómar voru að taka upp erlendis fyrst, þá sögðu þeir gjarnan sögur af því að þetta og hitt hefði ekki verið ákveðið fyrr en í sjálfri upp- tökunni. Ef á að taka upp ís- lenzka plötu fyrir íslenzkan markað, verða menn að vera 100% öruggir um hvað þeir æt’a að gera og nota stúdíó- tímann eingöngu til að spila það sem þeir ætla að setja á plötuna.“ Við höfum öll sjálfsagt ekki látið fara fram hjá okkur þá staðreynd, að á síðasta ári kom aðeins út 1 tveggja laga plata. Ástæðan fyrir því er sú, að hljómplötuútgefendum finnst ekki borga sig að gefa út litlar p'ötur, vegna þess „að þegar maður er farinn að standa í p'ötu á annað borð,“ segir Jón Ármannsson, ,,þá munar ekki svo miklu fyrir mann að hafa þí ð LP. Tiltölulega er það hag- kvæmara á allan hátt.“ Ólafur Haraldsson í Fálkan- um segir ekki kosta undir 100.000 krónum að gefa út tveggja laga plötu og þar af sé kostnaðurinn við umslagið á að gizka fjórðunguv! Það er geysilega há upphæð. allt of há, því hvers vegna er ekki hægt að gefa út íslenzkar tveggja laga plötur í gömlu, hvítu gataumslögunum rétt eins og gert er erlendis? Hér dugar mönnum ekki minna en að fá Ólafur Haraldsson í Fálkanum: „Upplög of Iftil." umslög úr hörðum karton með fjögurra lita mynd, þótt, sem betur fer, hafi sá íburður eitt- hvað minnkað með tilkomu plastpokanna sem eru bæði þægilegir og mjög verjandi. Ólafur Haraldsson tekur í sama streng og Jón Ármanns- son, varðandi það, að það sé til- tölulega minna mál að gefa út LP-plötu en tveggja laga skífu. „Annars eru upplögin svo lítil,“ segir Ólafur, „að við hjá Fálk- anum sjáum okkur ekki nægi- legan hagnað í því að gefa út litlar plötur. Það er oftar að við förum út úr því með tapi en hitt.“ Að framangreindu ætti að vera ljóst, að það sem helzt hefur háð íslenzkri hljómplötu- útgáfu er að leysast með til- komu stúdíós Péturs Stein- grímssonar, en að sjálfsögðu er ekki hægt að búast við mjög góðum árangri fyrr en hér er komið á laggirnar gott 8 rása stúdíó (Pétur er aðeins með 2 rásir) — ef ekki meira. Senni- lega getum við, almennir áhuga- menn um popp, ekki gert mikið í málinu annað en að hvetja tónlistarmenn til að taka nú til hendinni, en héðan af hafa þeir ekki svo ýkja góða afsökun. Nú ættu þeir að „drífa í þessu“. DEL „RUNAWAY" SNÝR AFTUR Snæbjörn Kristjánsson sem var í Fiðrildi hafði — og hefur sjálfsagt enn — dálítið sér- stakan músíksmekk. Ekki veit ég gjörla hvernig á að útskýra þann smekk, en ég man alltaf eftir því, að kringum 1967 söng hann mikið „Keep Searchin’“ og „Runaway“, sem bandaríski söngvarinn, gítarleikarinn og lagasmiðurinn Del Shannon hafði gert vin- sæl ásamt fleiri lögum. Del Shannon var mjög vinsæll á þeim tíma og í lok þess árs, 1967, fór hann í hljómleikaferð um Evrópu og Ástralíu. Síð- an hefur hann ekki komið fram opinberlega (þar til fyrir skemmstu) en einbeitti sér að tónsmíðum fyrir aðra listamenn. Svo tók hljómplötufyrirtækið United Artist upp á því að gefa út LP-plötu, „The Very Best of Del Shannon“ og það var í lok nýliðins árs. Plantan seldist vel og gerður var samningur við Shannon um aðra plötu með gömlu efni. Shannon hrökk hressilega í kút en fór svo á stúfana og leitaði uppi gamlar upptökur frá 1967 og jafnvel eldri — sem ekki höfðu verið gefnar út — og nú er væntanleg plata með honum se mheitir „Home And Away“. Þegar Shannon sá hvernig stóð í ból sitt, fór hann að hugsa sitt ráð, en eyddi þó ekki of miklum tíma í það heldur dreif sig af stað og fór í 30 daga hljómleikaferð um Bretland. Hann vildi verða stjarna aftur og eftir þeim viðtökum sem hann fékk á ferða- lagi sínu að dæma, hafa fáir gleymt honum. En hann gerði líka sitt til að minna fólk á hver hann var og söng öll sín gömlu lög: „Runaway", „Keep Searchin’“, „Swiss Maid“ og fleiri. Ekki lætur hann þó þar við sitja, heldur er nú upptekinn við að hljóðrita nýja plötu með nýjum lögum og meðal aðstoðar- manna hans við hljóðfæraleik má nefna John Paul Jones úr Led Zeppelin og Nicky Hop- kins, en þeir voru einnig með honum í þeim upptökum sem gerðar voru 1967 og koma út á„Home And Away“. 6. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.