Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 23
Þorrablót á bóndadegi
LJÓSMYNDIR: EGILL SIGURÐSSON.
Þó að kalt sé þorrans loft
þannig verði saga
félagið hylli og fegri oft
fjölda bóndadaga.
Þessi vísa er úr löngum brag, sem Jón Pálmason á
Akri, fyrrum forseli sameinaðs alþingis, flutti á bænda-
kvöldi Lionsklúbbs Reykjavíkur 1972. Þessar samkom-
ur liafa þá sérstöðu, að þær mega karlmenn sækja ein-
göngu. Gleðin verður því með öðrum brag, þróttmeiri
og ef til vill eilítið taumlausari. Ljósmyndari Vikunnar
brá sér á bændakvöldið, sem baldið var í annað sinn i
Tjarnarbúð 21. janúar síðastliðinn. Veizluborðið svign-
aði undan dýrindis þorramat, og mikill glaumur og gleði
rikti, en allt fór þó liið bezta fram og var félaginu til
sóma. Margir skemmtikraftar komu fram, svo sem ó-
perusöngvararnir Magnús Jónsson, Kristján Kristjáns-
son og Kristinn Hallsson, Skúli Halldórsson, tónskáld,
Ressi og Gunnar og fleiri. Einnig var fjöldasöngur og
tekið kröftuglega undir.
Tilgangur bændakvöldsins er ekki eingöngu sá að
skemmta félögum Lionsklúbbs Reykjavíkur. Það er
i w ' á j
haldið fyrst og fremst til að safna fé i liknarsjóð klúbbs-
ins. Aðalverkefnið um þessar mundir er stuðningur við
bina nýju augndeild Landakotsspítala, sem kemur til
með að gjörbreyta aðstöðu til lækningar augnsjúkdóma
hér á landi.
Lionsfélagar gerðu þvi tvennt í senn þetta skemmti-
lega kvöld: blótuðu þorra á bóndadegi og styrktu um
leið þarft og gott málefni.