Vikan


Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 31

Vikan - 10.02.1972, Blaðsíða 31
HRÚTS- MERKIÐ 21. MARZ ■ 20. APRÉL Mál, sem þú hélzt að væri útrætt, krefst nú umræðu, vegna nýrra viðhorfa. Þér gefst ekki mikill tími til að sinna einkamálum þínum. Þú skalt gerast djarfari en hingað til, því að þú hefur aðstöðuna. KRABBA- MERKIÐ 22. JÚNÍ — 23. JÚLÍ Margt fer öðruvísi en ætlað er, en þú munt þó sætta þig við öll málalok. Þú færð þakk- »læti í einhverri mynd íyrir greiða, sem þú gerðir fyrir langalöngu. Það verður fremur drungalegt og leiðin- legt um sinn. VOGAR- MERKIÐ 24. SEPT. - 23. OKT. Þú verður fyrir óhappi í sambandi við atvinnu- tæki þitt. Þú skalt hug- leiða vel allar aðstæð- ur, áður en þú ræðst í framkvæmdir. Van- ræktu ekki vini þína og ættingja. Gerðu daga- mun nú rétt bráðlega. STEIN- GEITAR- MERKIÐ 22. DES. — 20. JAN. Þú verður fyrir smá- happi, sem hefur tals- verða þýðingu fyrir þig, persónulega. Þú færð góðar fréttir langt að komnar. Þú kynnist eldri manni, sem innan skamms mun gerast góð- ur ráðgjafi og félagi. MEYJAR- MERKIÐ 24. ÁGÚST — 23. SEPT. Þú ert einstaklega pirr- aður og óánægður eins og stendur. Þú skalt kappkosta að komast eitthvað burtu til að létta þér upp. Þú hefur áhyggjur af persónu, sem þú berð ábyrgð á, sem er í raun óþarfi. BOGMANNS- MERKIÐ 23. NÓV. — 21. DES. Það er nokkuð erfitt tímabil framundan hjá þér, vegna hlutar, sem brugðizt hefur. Ein- beittu þér að verkefn- um þínum, og, ef þú ert allur af vilja gerður, muntu komast yfir þessa erfiðleika með sóma. NAUTS- MERKIÐ 21. APRÍL 21. MAÍ Vertu hress og glaður, hvað sem á dynur, það mun bæta mikið um fyrir þér. Þú kemst yfir fróðleik af einhverju tagi, sem tekur hug þinn allan. Þú íendir fyrir tilviljun á stað, sem veitir þér ánægju. 24. JÚLÍ — 24. ÁGÚST Þú hefur mikið yndi af því að vera veitandi og láta aðra njóta lífsins á þinn kostnað. Þér býðst gott tækifæri til að afla þér vasapen- inga. Þú ættir að stytta þér stundir við áhuga- mál þín, hispurslaust. DREKA- MERKIÐ 24. OKT. — 22. NÓV. Þú ert alltof eigingjarn og sjálfselskufullur, gættu þess að þú særir ekki þá, sem þér eru kærir, með þessum ágöllum þínum. Þú ert líklegur til að hagnast á einhverju braski, en leggðu ekki mikið fé til. VATNSBERA- MERKIÐ 21. JAN. — 19. FEB. Þú ert í góðu jafnvægi og nýtur þess sem þú aðhefst. Vinur þinn leitar ráða hjá þér og skaltu liðsinna honum þótt þú fórnir nokkrum tíma til þess. Hafðu taumhald á skemmtana- fýsn þinni um helgina. TVÍBURA- MERKIÐ 22. MAÍ — 21. JÚNÍ Þú þarft að taka að þér störf einhvers annars og hagnast líklega tölu- vert á því. Þú ættir að sinna meira fjölskyldu þinni og heimili en þú gerir. Þú gerir góð við- skipti við góðan kunn- ingja þinn. LJÓNS- MERKIÐ FISKA- MERKIÐ 20. FEB. — 20. MARZ Vinir þínir koma þér á óvart rneð vel undir- búnu uppátæki. Þú verður fyrir skemmti- legri tilviljun, tekinn fyrir allt annan en þú ert, og getur það orðið til góðs fyrir þig. Á laugardag færðu góðan gest. Ilvar fæst Pira - system? Pira-System fer sigurför um heiminn eins og fram kemur í samtali við uppfinningamanninn, Olle Pira, í Vikunni 29. júlí sl. Hús og skip hefur einkaumboð fyrir Pira-System. Það er selt i verzluninni í Norðurveri, Hátúni 4A. Allt ann- að, sem selt er undir þessu nafni annars staðar, eru eftir- líkingar, sem ber að varast. PIRA-SYSTEM. — Einkaumboð á íslandi: Hús og skip, simi 21830. MATREIÐSLUBÚK VIKUNNAR --------------------KLIPPIÐ HÉR-------------- Vinsamlegast sendið mér möppu undir MATREIÐSLU BÓK VIKUNNAR. Greiðsla sem er 130 krónur, fylgir með í ávísun/póstávísun (strikið yfir það sem ekki á við). Ef hægt er óska ég eftir, að mappan verði í o; bláum/ljósbláum/rauðum lit. (Strikið yfir það sem 'x ekki á við). Q. Q. * Nafn Heimili ----------------------KLIPPIÐ HÉR 6. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.